0

19.-22.október

Mánudagurinn 19.október

Við byrjuðum á nýjum hlekk og þar lærum við eðlisfræði. Við fengum glósur og svo horfðum við á vídeo um eðlismassa og rúmmál. Við fengum verkefni um krafta og þar áttum við að tengja rétta mynd við rétta texta og svo annað verkefni um krafta þar sem við áttum að finna fyrirsagnir fyrir ákveðna texta.

Þriðjudagurinn 20.október

Það var stöðvavinna og ég og Laufey vorum saman í hóp. Fyrsta stöðin sem við fórum á áttum við að finna eðlismassa steina. Við byrjuðum á að finna massa steinanna og svo rúmmálið og svo deildum við massanum með rúmmálinu og þá fengum við eðlismasssann.

 • Steinn 1: 67,8 gr./18 ml.= 3,76 gr./cm3
 • Steinn 2: 52,3 gr./22 ml.= 2,37 gr./cm3
 • Steinn 3: 68,9 gr./21 ml. = 3,28 gr./cm3
 • Steinn 4: 71,6 gr./31 ml. = 2;3 gr./cm3
 • Steinn 5: 65 gr./24 ml. = 2,7 gr./cm3

Meðaltal: 2,88 gr./cm3

Fimmtudagurinn 22.október

Gyða var ekki en við fórum í tölvuverið og horfðum á nokkur myndbönd og gerðum svo verkefni um eðlismassa. Hér að neðan eru svör við spurningunum.

 • Massi er mældur í kg.
 • Viðurinn er 0,4 gr./cm3
 • Ísinn er 0,92 gr./cm3
 • Álið er 2,7 gr./cm3
 • Ég komst ekki að hvað hlutur A í mystery var en eðlismassi hans var 19,3
 • Hlutur D gæti verið ís
 • Álið hefur mesta eðlismassann

Fréttir:

Loftsteinadrífa (Óríonítar) í Garðabæ

 

 

 

0

12.-15.október

Mánudagurinn 12.október

Við byrjuðum tímann á skemmtilegu zumba út af því að við vorum öll búin með ritgerðina og búin að skila henni. Svo töluðum við um hvernig við áttum að gera upp 1.hlekk.

Þriðjudagurinn 13.október

Það var skemmtileg stöðvavinna þar sem við áttum t.d. að leysa þrautir. Við vorum tvö og tvö saman í hóp og ég var með Begga í hóp. Við reyndum fyrst að leysa alls konar eldspýtuþrautir. Önnur stöðin sem við fórum á var teikinstöð þar sem við áttum að horfa í spegil og reyna að teikna broskalla og svo átti hinn hópfélgi þinn að teikna mynd og svo áttir þú að reyna að teikna eftir myndinni með að horfa í spegilinn. Mér fannst þetta mjög ruglingslegt. Svo fórum við í stóra millu á töflunni þar sem við áttum að fá fjóra í röð. Á fjórðu stöðinni fórum við í leik í tölvunni sem heitir Lazer Maze. Svo skoðuðum við sjónhverfingar í tölvunni.

Fimmtudagurinn 15.október 

Ég var ekki í skólanum.

Fréttir:

ofsafengin örlög stjörnupars

0

5.-8.október

Mánudagurinn 8.október

Við héldu áfram að tala um liðdýr. Við skoðuðum sérstaklega skordýr, krabbadýr og áttfætlur. Svo enduðum við tímann á að skoða ótrúlegar myndir af skordýrum o.fl.

Þriðjudagurinn 9.október

Það var stöðvavinna. Ég byrjaði á stöð A, þar áttum við að útskýra fullkomna og ófullkomna myndbreytingu ég teiknaði þessamynd:

image

Svo fór ég á stöð J og þar áttum við að gera krossglímu um dýr með sex fætur (skordýr). Svona var krossglíman mín

Súrefni                                                                                                                            vatnaKordýr                                                                                                                               andOp                                                                                                                                  fálmaRi                                                                                                                                             Drekaflugur                                                                                                                           bÝflugur                                                                                                                         loftæðaR

Svo fór ég á stöð I og þar skoðaði ég köngulær í einhverskonar tæki. Hérna er mynd af köngulónni sem ég skoðaði:

könguló1

Fimmtudagurinn 8.október

Vorum í tölvuverinu að vinna í ritgerðinni. En ég er að skrifa um geitur.

Geitur:

Eiginleikar geita:

Geitur eru fullþroskaðar og í sínu besta formi frá  tveggja til fimm vetra aldurs. Þær verða aflóga átta til níu vetra. Þær eru skapstórar og hrekkjóttar. Það er best að fara varlega að þeim og með góðu og laða þær svo að sér með lagni. T.d. er ekki sniðugt að beita hundum á þær enda eru þær ekki hlýðnar við hunda og stanga þá ef þeir fara of nærri þeim. Geitur krefjast miklu meiri væntumþykju heldur en sauðfé og sálarlíf þeirra virðist vera fíngerðara. Geitur eru ásæknar við girðingar og sækja í allskonar grænmeti og jurtir sem verið er að rækta. Þær eru líka mjög gæfar og vilja láta klappa sér og strjúka. Geitur eru samt líka tortryggnar og langræknar. Ef  einhver gerir þeim eitthvað gleyma þær því alls ekki en þær eru miklir vinir vina sinna.

Heimildir teknar úr: Melrakki eftir Jón Torfason o.fl., kafli: Geitur, Eiginleikar.

 

 

 

 

0

28.september-1.október

Mánudagurinn 28.september

Við töluðum um tunglmyrkvann sem var um nóttina 28.september. Tunglið var í jarðarnánd og var


því stærsta fulla tungl ársins. En tunglið ver 4,7% stærra og 16% bjartara en vanalega (að meðaltali). Ég vaknaði ekki kl. 2 um nótt til að sjá tunglmyrkvann en aðrir sögðu að það sást lítið í tunglið frá Flúðum vegna skýja.

Við skoðuðum svo blogg og töluðum um ritgerðina.

Þriðjudagurinn 29.september

Við byrjuðum í tölvuverinu að vinna í ritgerðinni. Svo fórum við upp í Háhnjúk í orða af orði verkefni. Okkur var skipt í hópa og ég var með Laufey, Ragnheiði og Gumma. Við vorum að tala um orma. Við áttum að lesa texta í bókinni Lífheimurinn um orma og skipta hlutverkum á milli okkar; lesa og taka saman, spyrja spurninga, svara spurningum og spá, svo skiptum við um hlutverk og endurtókum (tókum annan texta). Við vorum að tala um flatorma, þráðorma og liðorma.

Flatormar:  

 • Lifa bæði í sjó og fersku vatni.
 • Sumir eru sníklar í líkama annara dýra.
 • Þeir eru flatir og skiptast í liði (litlar einingar).
 • Sullaveiki var áður algeng á Íslandi. Veikindin stöfuðu af vökvafylltum blöðrum sem uxu á líkama manns. Þetta voru lifrur bandorma.

Þráðormar:

 • Lifa á landi, í stöðuvötnum og í sjó.
 • Þeir eru yfirleitt smáir og næstum gegnsæir en skiptast ekki í liði.
 • Þeir eru mikilvægir sundrendur og brjóta niður leifar bæði dýra og plantna.
 • Við starf þeirra komast næringarefi í lífverum aftur í hringrás náttúrunnar.
 • Margir þeirra eru sníklar (njálgur, tríkína og spóluormur).

Liðormar:

 • Ánamaðkurinn er liðormur.
 • Líkaminn skiptist í liði sem minnir á hringi.
 • Þeir auðga og bæta jarðveg enda mjög mikilvægar lífverur í náttúrunni.
 • Þeir éta plöntuleifar og skila næringarríkum úrganginum út í jarðveginn.
 • Göngin sem þeir grafa, auka líka loftið í jarðveginum og það örvar vöxt plantna.
 • Allir ánamaðkar eru tvíkynja (hver ormur er bæði karl- og kvendýr).
 • Þegar tveir ormar makast leggjast þeir hvor að öðrum og skiptast á sáðfrumum.

Fimmtudagurinn 1.október

Það var enginn tími vegna kennaraþings.

Geitur:

Í heimildarritgerðinni minni er ég að fjalla um geitur. Hér fyrir neðan er myndband af kamori kiðlingum.

Kamori kiðlingar

 

Heimildir:

Lífheimurinn bls.82-83.

stjörnufræði.is