16.-19. nóvember

Mánudagurinn 16. nóvember

Við byrjuðum í nýjum hlekk þar sem við erum í stjörnufræði. Í hlekknum munum við gera einstaklings kynningu um eitthvað fyrirbæri í alheiminum t.d. um reikistjörnur, sólina og halastjörnur. Við munum kynna kynninguna heima og í skólanum. Við fengum svo iPada og máttum skoða og lesa um eitthvað fyrirbæri í alheimnum eða bara alheiminn sjálfan. Gyða mældi sérstaklega með stjörnufræðivefnum enda er mjög gott að skoða þar, líka er hann góð heimild og svo er nánast hægt að lesa um allt sem tengist stjörnufræði.

Þriðjudagurinn 17. nóvember

Það var enginn skóli hjá okkur út af menningarferð. Þar fórum við á náttúrugripasafn í Kópavogi. Þar sáum við fullt af uppstoppuðum íslenskum dýrum svo sem refi, mýs, krabba og alls konar fugla (t.d. fálka, rjúpu og svani). Við sáum líka lifandi fiska í fiskabúrum sem lifa á Íslandi og svo alls konar skeljar, kuðunga og steina. Við fórum líka á sjómynjasafn í Reykjavík.

Fimmtudagurinn 19. nóvember

Það var tölvutími og við kynntum okkur alls konar fyrirbæri í alheiminum fyrir kynninguna. Þar notuðum við mest stjörnufræðivefinn. Við skoðuðum líka mörg forrit til að kynna kynninguna okkar.

 

Fréttir:

Kortleggja hafsbotninn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *