0

Vísindavaka 2016

14.- 25. janúar

Það var vísindavaka og ég, Laufey og Ragnheiður vorum saman í hóp. Við byrjuðum á að finna tilraunir aðallega á youtube. Við fundum nokkrar tilraunir sem komu til greina. Eftir einn tíma og eitt langt facebook-chat fundum við tilraun.

Tilraunin:

Það sem þarf:

 • Klaka.
 • Gróft salt.
 • Stór skál.
 • Plastflaska.
 • Vatn.
 • Hitamælir.

Aðferð:

Maður byrjar á að fylla plastflösku af köldu vatni. Svo tekur maður stóra skál og fyllir hana af klökum. Maður setur flöskuna, hitamælinn og smá salt ofan í skálina og býður þangað til að skálin (innihald hennar) verði -8° C. Þegar hitamælirinn sýnir -8° C tekur maður flöskuna varlega upp úr skálinni og svo ber maður henni í borð eða vegg og þá frosnar vatnið.

Það sem gerðist hjá okkur:

Við prófuðum þessa tilraun tvisvar sinnum.

Fyrsta tilraun: Við gerðum hið sama og stendur í aðferðinni en skálin náði ekki -8° C heldur 1° C. Ég held að það hafi haft mikil áhrif á tilraunina. Svo náðu klakarnir ekki allveg upp fyrir flöskuna. Við hefðum getað notað stærri skál og fleiri klaka.

Önnur tilraun: Við gerðum það sama og í fyrstu tilraun nema við notuðum fleiri klaka og bættum svo líka við snjó ofan í skálina. Þá náði skálin -3° C (vantaði 5° í viðbót) en tilraunin tókst samt ekki.

flaska í skál

 

 

Fyrsta tilraunin

 

 

 

Það sem má laga: Ég held að tilrauni hefði getað tekist ef að við myndum nota stærri skál og fleiri klaka. Því þá hefðu klakarnir náð upp fyrir flöskuna og skálin hefði kannski farið niður í lægra hitastig.

Hvað á að gerast?

Vatnið í flöskunni er rétt við frystingu og þegar flaskan fær högg, þá eykur það og svo minnkar þrýstinginn hratt, sem leiðir til lækkunar á hitastigi, sem byrjar frystinguna.

Sýningar- og skiladagur 

Mánudaginn 25. janúar var sýningardagur. Við áttum öll að vera búin að skila inn á padlet vefinn Við fengum að sjá öll verkefnin sem hinir í bekknum gerðu og svo áttum við að kynna okkar verkefni. Svo gerðum við líka sjálfsmat um verkefnið okkar.

Fréttir og annað:

Photo ark – dýr sem við gætum bjargað – dreifum skilaboðunum

30 ár frá Challenger slysinu

0

11.-14. janúar

Mánudagurinn 11. janúar

Við kláruðum Avatar í byrjun tímans en hún var mjög skemmtileg og fræðandi mynd. Eftir það áttum við að leita okkur að tilraun fyrir vísindavöku og ég var með stelpunum í hóp, en við fundum enga tilraun í tímanum (fundum síðar tilraun).

Avatar hugleiðingar (og svör við spurningum):

 • Myndin gerist í framtíðinni
 • Andrúmsloft Pandóru er samsett úr köfnunarefni, súrefni, koldíoxíð, xenon, metan og vetnissúlfíð. Andrúmsloftið á Pandóru er töluvert þéttara heldur en á Jörðinni en það er fyrst og fremst vegna hás hlutfalls xenon.
 • Mennirnir eru að sækjast eftir steinefninu unobtainium sem er efni sem er ekki til í raunveruleikanum en það er víst svakalega verðmætt. En orðið er til og verkfræðingar og vísindamenn hafa notað það orð yfir fullkomið efni sem á að geta leyst öll verkfræðileg vandamál
 • Það eru margar náttúruauðlindir á Pandóru og öll náttúran er eiginlega margar náttúruauðlindir en auðlindin sem mannfólkið vill fá er unobtainium.
 • Pandórubúar bera ótrúlega virðingu og umhyggju fyrir náttúrunni. Þeir tengjast náttúrunni og lífverum á Pandóru með halanum sínum, þar eru nokkurs konar rætur eða kjarni inn í halanum og hann ,,festist´´ við gróður, lífverur o.fl. Þegar þeir tengjast náttúrunni og lífverunum þá finna þeir fyrir þeim og geta talað við þau og skilið með því aðeins að hugsa eða senda ,,boð“.
 • Lífríki Pandóru er frekar ólíkt því á jörð en gróður t.d. er svipaður, svo eru sumar lífverur sem hafa eðli dýra á Jörð en ekki beint eins og þau. Allt er miklu stærra og fjölbreyttara en það er samt ekki mikið af lífríkinu sem við hugsum bara: ,,Vá! Ég hef aldrei séð þetta áður, hvað er þetta eiginlega?“
 • Mér fannst ótrúverðugast svífandi fjöllin því að það þyrfti svo mikið afl segulsviðsins.
 • Pandóra er 4,4 ljós-ár í burtu frá jörðinni.
 • Munnurinn á tungli, reikistjörnu og sól: Tungl = snýst í kringum reikistjörnu, reikistjarna = snýst í kringum stjörnu og er nógu ,,massíf“ til þess að vera ávöl með sinn eiginn þyngdarkraft, sól = er stjarna sem er stór bolti með heit gös.
 • Já, ég held að tungl eins og Pandóra gæti fundist í geimnum. Geimurinn er svo ótrúlega stór og við vitum um, aðeins brot af honum svo afhverju ætti ekki slíkt tungl að fyrirfinnast í geimnum, við vitum ekkert hvað er þarna úti?

 

Þriðjudagurinn 12. janúar

Það var starfsdagur svo enginn skóli.

Fimmtudagurinn 14. janúar

Vorum að skipuleggja vísindavökuna (hvernig við ætluðum að skila verkefninu, hver verður rannsóknarspurningin og hvernig henni verður svarað). Við ákváðum að skila verkefninu í myndbandi.

Fréttir:

ný reikistjarna fundin?

Heimildir:

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

https://en.wikipedia.org/wiki/Unobtainium

https://www.childrensmuseum.org/blog/unobtainium-isnt-realor-is-it

0

4.-7. janúar

Alla þessa viku horfðum við á myndina Avatar. En Avatar gerist á plánetunni Pandóru þar sem 3 m háir bláir frumbyggjar búa. Frumbyggjarnir eru með e-r mannleg einkenni og heimurinn þeirra er ekki svo ólíkur okkar. Þeir sýna náttúrunni og umhverfinu mjög mikla virðingu og eru líka mjög friðsælar verur. Svo kemur mannfólkið og veður yfir Pandóru og sýnir mjög mikla óvirðingu gagnvart frumbyggjunum…(svo + ást, ævintýri og drama)

Við áttum að fylgjast sérstaklega með þessum eftirtöldum hlutum á meðan við horfðum á myndina:

 • Hvenær gerist myndin?
 • Hvernig er lofthjúpurinn samsettur? Er súrefni? Er eldur?
 • Eftir hverju eru mennirnir að slægjast eftir á Pandóru?
 • Hverjar eru eiginlegar auðlindir tunglsins?
 • Hvernig tengjast Pandórubúar náttúrunni?
 • Svipar lífríki Pandóru til þess sem við þekkjum á jörð? Hvað er líkt og hvað er ólíkt?
 • Hvaða þættir í myndinni eru mjög ótrúverðugir?
 • Hve langt er til Pandóru frá jörðinni?
 • Hver er munur tungli, reikistjörnu og sól?
 • Er líklegt að slíkt tungl fyrirfinnist í geimnum?

Fréttir:

Philae óvirkt