8. – 11. febrúar

Mánudagurinn 8. febrúar

Skoðuðum fréttir og blogg og svo horfðum við á fræðslumyndband á Kvisti (vefur á nams.is) um varma.

Þriðjudagurin 9. febrúar

Við fórum inn á Kvisti og horfðum á þrjú myndbönd um varma. Við áttum svo að skila svo verkefni eftir hvert myndband, við máttum ráða hvernig við skiluðum (dæmi: Hugtakakort, glósur, krossglíma, spurningar). Ég skilaði verkefnunum í spurningum og svo svörum við þeim. Ég náði ekki að klára verkefnin hjá öllum myndböndunum.

Hér eru spurningarnar mínar við Orka, varðveisla og umbreyting:

Hvaðan kemur næstum öll orkan á jörðinni?

Svar: Úr sólinni.

Hvað gerist við orkuna þegar hún kemur til jarðar?

Svar: Hún umbreytist.

Er hægt að eyða orku?

Svar: Nei, ekki eyða né mynda hana.

Hvað er nýtni?

Svar: Nýtanleg orka eða heildarorka (sýnd í %).

Geta tæki nýtt alla orku?

Svar: Nei, ekki 100%.

Hvar sjáum við orkunýrnun?

Svar: Í öllu.

Fimmtudagurinn 11. febrúar

það var enginn tími vegna skíðaferðar.

 

Ég ætla að skila spurningum sem voru á heimasíðunni hér:

Á hvaða þrjá vegu flyst varmi?

Svar: Varmaleiðing – varmi flyst í gegnum efni eða frá einu efni til annars, varmaburður – varmi berst með straumi straumefnis, varmageislun – orka flyst í gegnum rúmið.-

Berðu saman hreyfiorku og stöðuorku.

Svar: Hreyfiorka er orka sem hlutur býr yfir af sökum hreyfingar sinnar en stöðuorka er orka sem stafar af kröftum sem verka á milli eininga þess og afstöðu þess.

Hvað er hiti og hvernig er hann mældur?

Svar: Hiti er mælikvarði, á meðalhreyfiorku, hann er mældur í gráðum á Celsíus eða einingum á Kelvin

Hvað er varmi og í hvaða einingum er hann mældur?

Svar:Varmi grundvallast af þeim efnismassa sem er til staðar, varmi kemur við sögu hvort sem efnið hitnar eða kólnar. Varmi er mældur í júlum

Hvaða tilgangi gegnir einangrun?

Svar: Hann dregur úr varmatapi vegna varmaleiðingar.

Hvaða tengsl eru á milli vinnu, varma og orku?

Svar: Þetta er allt nokkurs konar orka. Vinna er eiginlega orka og með orku getum við fengið varma.

Fréttir og annað:

Janúar hlýjastur – er allt að bráðna? – annað global warming tengt – timelpse, 1884-2011

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *