15.-18. febrúar

Mánudagurinn 15. febrúar

Okkur var skipt í tveggja manna hópa, ég og Laufey vorum saman í hóp. Hóparnir áttu að velja sér tvær spurningar af nokkrum spurningum sem Gyða var búin að skrifa niður. Við áttum að skrifa spurningarnar og svör við þeim á blað og svo kynna þær fyrir bekknum. Hér eru spurningarnar okkar:

Hvað er hafgola og afhverju kemur hún oftast á seinni hluta dags?

Svar: Hafgola er vindur sem blæs af hafi inn á land. Hún myndast vegna þess að loftið sem er yfir landinu, stígur upp og kalt loft frá hafinu kemur í staðinn. Hafgolan kemur oftast seinni parts dags vegna þess að loftið yfir landinu gufar upp þegar sólin er farin og þá kemur kaldi vindurinn frá hafinu í staðinn.

Hvað er loftþrýstingur?

Jörðin er með 100 km þykkan lofthjúp og maður heldur oft að hann vegi ekki neitt, en þetta þykka lag af lofti er með mikinn massa og sá þrýstingur/kraftur er kallaður loftþrýstingur.

Það náðu ekki allir að kynna m.a. ég og Laufey, þannig að við áttum að kynna á þriðjudaginn.

Þriðjudagurinn 16. febrúar

Við kláruðum fyrst að kynna spurningarnar. Okkur var skypt í tveggja manna hópa (ég var með Hannibal í hóp) og við máttum ráða hvort við lásum e-ð á netinu eða svara spurningum í náttúrufræði-bókinni, þetta var allt tengt veðri, varma og orku. Við svöruðum spurningunum í bókinni, mér fannst spurningarnar frekar erfiðar.

Fimmtudagurinn 18. febrúar

Það var hópavinna og ég var með Einari Kára og Guðna í hóp. Við áttum að taka 4 myndir úti af e-m hugtökum sem við erum að læra um (dæmi: varmi, orka, hiti, hreyfiorka, leiðni). Við héldum fyrst að við áttum að taka 4 myndir af sama hugtakinu (a.m.k. hélt ég það), þannig að myndirnar voru ekki allveg þær fjölbreyttustu.

Fréttir og annað:

dýra-mynstur – myndir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *