0

29. febrúar- 3. mars

Mánudagurinn 29. febrúar

Enginn tími – vetrarfrí

Þriðjudagurinn 1. mars

Í fyrri tímanum var kynning um netnotkun. Í seinni tímanum ræddum við um m.a. nýja hlekkinn, netnotkun, bíómyndir og vetrarfríið.

Fimmtudagurinn 3. mars

Byrjuðum á nýjum hlekk (hlekkur 6) um Þjórsá. Í þessum hlekk munum við einungis fjalla um Þjórsá, við kíkjum á landsvæði, upptök, náttúru og virkjanir árinnar.

Í þessum tíma vorum við niðri í tölvuveri. Við skoðuðum hvar Þjórsá átti upptök sín, fossa hennar og hvað hún er löng á google earth, svo skoðuðum við myndir af fossum Þjórsár og lásum líka e-ð um hana.

Um Þjórsá: 

 • Þjórsá er lengsta á landsins – 230 km frá upptökum Bergvatnskvíslar.
 • Þjórsá er að hluta jökulá en þó er bergvatn uppistaðan í vatni árinnar.
 • Meðfram ánni er gróið land (þegar neðar dregur) og víða fallegt landslag.
 • Þjórsá liðast um stærsta og þéttbýlasta landbúnaðarhérað landsins.
 • Stefna árinnar er til suðvesturs og fylgir þannig aðalsprungusvæði landsins.

Um Þjórsárdal:

 • Þjórsárdalur er við Þjórsá – nánara tiltekið á milli Búrfells og Skriðufells.
 • Dalurinn reis um landsnámsöld – var þá blómleg byggð þar og margir höfðingjar settust þar að – svo árið 1104 eyddist byggðin vegna mikils gjóskufalls frá Heklugosi.
 • Í dag er hann vinsæll ferðamannastaður vegna náttúrufegurðar (gjár, fossar, vötn og gróður) og sögu.
 • Nokkrir skógar eru í dalnum en þeir eru mjög fjölbreyttir og margar góðar gönguleiðir eru að finna í þeim.
 • Gervigíga er að finna í dalnum en þeir eru eitt af helstu einkennum hans – þeir mynduðust þegar hraun rann ofan í stöðuvötn/votlendi.

Þjórsá - foss Dæmi um foss í Þjórsá: Gljúfurleitarfoss

Hugtök og fleira:

Heklugos: Heklugos hafa ollið miklu tjóni sérstaklega gosin árin 1104 og svo 1693. Það var svo mikil gjóska sem lagðist yfir landið að gróður og dýr drápust.

Gervigígar: Þeir myndast þegar hraun rennur ofan í votlendi. Vatnið sem snertir hraunið gufar upp en eftir verður vatn inn í jarðveginum. Þegar hraunið hefur hulið jarðveginn fer það að þykkna og þá eykst þrýstingur á undirlagið. Þrýstingurinn pressar vatnið í jarðveginum og þá kemst vatnið í snertingu við hraunið, þegar það gerist gufar vatnið upp en gufan kemst ekkert vegna hraunsins. Þegar gufuþrýstingurinn er orðinn hærri en álagsþrýstingur hraunsins brýst gufan í gegnum hraunið með sprengingum og gervigígagos hefst.

Hekluskógur: Hekluskógur eyðilagðist vegna Heklugoss. En nú er verið að endurnýja og byggja hann upp. Fólk vonar að eftir nokkur ár verður skógurinn þakinn birki. – (smá staðreynd – birki þakti um 20 – 30% af Íslandi áður fyrr).

 

Heimildir:

vísindavefurinn – gerfigígar

Gljúfurleitarfoss – mynd

glósur hjá Gyðu

Fréttir og annað:

Vetur yfir í vor / vor yfir í sumar – myndband og myndir

Almyrkvi (9.mars)

 

0

22.-25. febrúar

Mánudagurinn 22. febrúar

Fórum yfir það sem við vorum búin að læra og lykilhugtökin í þessum hlekk. Svo fórum við í alías með hugtökum úr hlekknum. Okkur var skipt í þriggja manna hópa og við áttum að útskýra hugtökin án þess að segja orðið sjálft. Í lok tímans fengum við afhent heimapróf fyrir þennan hlekk.

Nokkur lykilhugtök í hlekknum:

 • Varmi
 • Varmaleiðing
 • Varmaburður
 • Varmageislun
 • Hiti
 • Hreyfiorka
 • Varmaorka
 • Stöðuorka
 • Einangrun

Þriðjudagurinn 23. febrúar

Við fengum að vinna heimaprófið í tímanum. Við máttum vinna saman en bara mjög hljóðlega. Þegar tíminn var búin átti ég eftir allar ritgerðarspurningarnar og eina ,,tengispurningu“.

Fimmtudagurinn 25. febrúar

Það var vetrarfrí.

Það sem ég lærði nýtt í hlekknum:

 • Það eru til mismunandi form orku; Hreyfiorka, stöðuorka, varmaorka, efnaorka, rafsegulorka og kjarnorka.
 • SI einingin fyrir bæði orku og vinnu er júl.
 • Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku.
 • Varmi getur tilflust á þrjá vegu; Varmaleiðing, varmaburður og varmageislun.
 • Hvorki er hægt að skapa orku, né eyða henni aðeins hægt að breyta mynd hennar.
 • Tæki geta aldrei nýtt alla orkuna 100 %.

Fréttir og fleira:

Myndir úr eins árs geimför hjá Scott Kelly – hér er einmitt frétt frá þegar Scott kom heim eftir árs dvöl í geimnum