22.-25. febrúar

Mánudagurinn 22. febrúar

Fórum yfir það sem við vorum búin að læra og lykilhugtökin í þessum hlekk. Svo fórum við í alías með hugtökum úr hlekknum. Okkur var skipt í þriggja manna hópa og við áttum að útskýra hugtökin án þess að segja orðið sjálft. Í lok tímans fengum við afhent heimapróf fyrir þennan hlekk.

Nokkur lykilhugtök í hlekknum:

 • Varmi
 • Varmaleiðing
 • Varmaburður
 • Varmageislun
 • Hiti
 • Hreyfiorka
 • Varmaorka
 • Stöðuorka
 • Einangrun

Þriðjudagurinn 23. febrúar

Við fengum að vinna heimaprófið í tímanum. Við máttum vinna saman en bara mjög hljóðlega. Þegar tíminn var búin átti ég eftir allar ritgerðarspurningarnar og eina ,,tengispurningu“.

Fimmtudagurinn 25. febrúar

Það var vetrarfrí.

Það sem ég lærði nýtt í hlekknum:

 • Það eru til mismunandi form orku; Hreyfiorka, stöðuorka, varmaorka, efnaorka, rafsegulorka og kjarnorka.
 • SI einingin fyrir bæði orku og vinnu er júl.
 • Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku.
 • Varmi getur tilflust á þrjá vegu; Varmaleiðing, varmaburður og varmageislun.
 • Hvorki er hægt að skapa orku, né eyða henni aðeins hægt að breyta mynd hennar.
 • Tæki geta aldrei nýtt alla orkuna 100 %.

Fréttir og fleira:

Myndir úr eins árs geimför hjá Scott Kelly – hér er einmitt frétt frá þegar Scott kom heim eftir árs dvöl í geimnum

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *