29. febrúar- 3. mars

Mánudagurinn 29. febrúar

Enginn tími – vetrarfrí

Þriðjudagurinn 1. mars

Í fyrri tímanum var kynning um netnotkun. Í seinni tímanum ræddum við um m.a. nýja hlekkinn, netnotkun, bíómyndir og vetrarfríið.

Fimmtudagurinn 3. mars

Byrjuðum á nýjum hlekk (hlekkur 6) um Þjórsá. Í þessum hlekk munum við einungis fjalla um Þjórsá, við kíkjum á landsvæði, upptök, náttúru og virkjanir árinnar.

Í þessum tíma vorum við niðri í tölvuveri. Við skoðuðum hvar Þjórsá átti upptök sín, fossa hennar og hvað hún er löng á google earth, svo skoðuðum við myndir af fossum Þjórsár og lásum líka e-ð um hana.

Um Þjórsá: 

  • Þjórsá er lengsta á landsins – 230 km frá upptökum Bergvatnskvíslar.
  • Þjórsá er að hluta jökulá en þó er bergvatn uppistaðan í vatni árinnar.
  • Meðfram ánni er gróið land (þegar neðar dregur) og víða fallegt landslag.
  • Þjórsá liðast um stærsta og þéttbýlasta landbúnaðarhérað landsins.
  • Stefna árinnar er til suðvesturs og fylgir þannig aðalsprungusvæði landsins.

Um Þjórsárdal:

  • Þjórsárdalur er við Þjórsá – nánara tiltekið á milli Búrfells og Skriðufells.
  • Dalurinn reis um landsnámsöld – var þá blómleg byggð þar og margir höfðingjar settust þar að – svo árið 1104 eyddist byggðin vegna mikils gjóskufalls frá Heklugosi.
  • Í dag er hann vinsæll ferðamannastaður vegna náttúrufegurðar (gjár, fossar, vötn og gróður) og sögu.
  • Nokkrir skógar eru í dalnum en þeir eru mjög fjölbreyttir og margar góðar gönguleiðir eru að finna í þeim.
  • Gervigíga er að finna í dalnum en þeir eru eitt af helstu einkennum hans – þeir mynduðust þegar hraun rann ofan í stöðuvötn/votlendi.

Þjórsá - foss Dæmi um foss í Þjórsá: Gljúfurleitarfoss

Hugtök og fleira:

Heklugos: Heklugos hafa ollið miklu tjóni sérstaklega gosin árin 1104 og svo 1693. Það var svo mikil gjóska sem lagðist yfir landið að gróður og dýr drápust.

Gervigígar: Þeir myndast þegar hraun rennur ofan í votlendi. Vatnið sem snertir hraunið gufar upp en eftir verður vatn inn í jarðveginum. Þegar hraunið hefur hulið jarðveginn fer það að þykkna og þá eykst þrýstingur á undirlagið. Þrýstingurinn pressar vatnið í jarðveginum og þá kemst vatnið í snertingu við hraunið, þegar það gerist gufar vatnið upp en gufan kemst ekkert vegna hraunsins. Þegar gufuþrýstingurinn er orðinn hærri en álagsþrýstingur hraunsins brýst gufan í gegnum hraunið með sprengingum og gervigígagos hefst.

Hekluskógur: Hekluskógur eyðilagðist vegna Heklugoss. En nú er verið að endurnýja og byggja hann upp. Fólk vonar að eftir nokkur ár verður skógurinn þakinn birki. – (smá staðreynd – birki þakti um 20 – 30% af Íslandi áður fyrr).

 

Heimildir:

vísindavefurinn – gerfigígar

Gljúfurleitarfoss – mynd

glósur hjá Gyðu

Fréttir og annað:

Vetur yfir í vor / vor yfir í sumar – myndband og myndir

Almyrkvi (9.mars)

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *