0

Danmerkurferð – lífríkið í Danmörku

Danmerkurferð – 22.-26. ágúst

Við í 10. bekk fórum í skólaferð til Danmerkur í fjóra daga. Þar gerðum við og sáum margt mjög skemmtilegt og áhugavert, en einnig var lífríkið þar fróðlegt.

Lífríkið í Danmörku er aðeins öðruvísi heldur en heima á Íslandi. Loftið er hlýrra og mildara og svo er svo láglent og flatt. Danmörk er í tempraðabeltinu og það ríkir úthafsloftslag. Um 75% landsins er ræktað land, í sveitunum er nánast hver ferkílómetri ræktaður. Landið er allveg nyrst í laufskógarbeltinu en ekki er mikið um laufskóga, en það eru barrskógar ræktaðir til nytja.

Dýralíf:

Dýralífið í Danmörku er ekki beint fjölbreytt (ekki þannig að maður taki eftir því). Aðallega það sem maður tók eftir í Kaupmannahöfn voru fuglar (sérstaklega dúfur á götunum), engisprettur (á kvöldin heyrði maður mikið í engisprettum þar sem var hátt gras) og alskonar skordýr.

Við fórum líka í dýragarðinn í Kaupmannahöfn. Þar fengum við tvo tíma til að skoða okkur um. Þarna voru mörg dýr sem lifa ekki í Danmörku (nema í dýragarðinum…). Við náðum ekki að skoða öll dýrin á þessum tíma en það var allveg nóg. Dýrin sem lifa í Danmörku sem við sáum í dýragarðinum voru t.d. mörg húsdýr eins og geitur, svín, íslenski hesturinn og kanínur.

En annars staðar í sveitum Danmerkur, þar sem við fórum ekki, er mikil ræktun á kúm, svínum og hestum. En helstu villtu spendýrin eru t.d. krónhirtir, hérar, rauðrefir, villisvín og dádýr.

Plöntur:

Maður tók eftir því að plöntu- og gróðurlíf Danmerkur er meira og fjölbreyttara heldur en á Íslandi, aðallega vegna þess að það er láglendara og flatara og mildara loftslag í Danmörku. Í Kaupmannahöfn tók maður mest eftir stórum trjám og mikið af lægri gróðri.

 

Heimildir:

danmorkos.wikispaces.com

visindavefurinn.is

 

Fréttir og annað:

En hlýnar jörðin