0

10.-13. október

Fyrsti hlekkur, ég ber ábyrgð, upprifjun og samantekt

Við kláruðum fyrsta hlekkinn sem tengdist ég ber ábyrgð. Við gerðum margt í þessum hlekk; lærðum um umhverfið og áhrif mannsins á það, áttuðum okkur á hvað við gætum gert til þess að breyta, svo skiluðum við afrakstrinum með kynningum og könnun.

Þegar talað er um orðasambandið ,,ég ber ábyrgð“ þá er átt við að ég ber ábyrgð á mér og umhverfinu, við öll berum ábyrgð. Í öllu sem við gerum, verðum við að hugsa okkur um hvort ég gæti gert betur og ef svo er hvað gæti ég gert betur til þess að umgangast náttúruna sem best? Við verðum að skila náttúrunni til næstu kynslóða eins og við myndum vilja taka við henni.

Hlekkur 2

Mánudagurinn 10 október

Við byrjuðum á nýjum hlekk um erfðafræði. Við ryfjuðum upp frumuna frá því í 8. bekk. Hér eru nokkur einföld hugtök úr frumulíffræðinni:

 • Frumukjarni – Heilinn, sem geymir erfðaefni og stjórnar úrvinnslu erfðaupplýsinga.
 • Frumuveggur – Ysti hluti frumunnar (sem hefur hann) sem verndar og styrkir frumuna.
 • Frumuhimna – Mjög þunn himna sem umlykur frumuna. Hún sér til þess að rétt magn sé af réttum efnum í frumunni.
 • Grænukorn – Notuð til að ljóstillífa.
 • Safabóla – Blaðra sem gegna mismunandi störfum eftir frumunni. T.d. geyma sumar framleiðslu frumunnar eins og fitu, vatn og ensím. Svo gegna þær mikilvægu hlutverki við losun úrgangsefna.
 • Hvatberi – Belglaga orkugjafar. þeir sundra fæðuefnum við bruna og framleiða efni sem frumur nota sem orkulind.
 • Heilkjörnungar – Lífvera með frumur sem hafa frumukjarna sem er hulinn frumuhimnu.
 • Dreifkjörnungar – Lífvera sem hefur ekki frumukjarna.

Þriðjudagurinn 11. október

Gyða var ekki í tímanum þannig við fengum tímann sem vinnutíma.

Fimmtudagurinn 13. október

Við fengum tölvuverið til að blogga og segja frá síðasta hlekknum ég ber ábyrgð. 

Fréttir og annað:

Hvenær kemur snjórinn?:'(

2016 hlýjast

 

 

0

3. – 6. október

Mánudagurinn 3. október

Það voru kynningar á hugtökunum sem við völdum okkur í sambandi við hvað get ég gert. Það var ekki nógur tími til þess að allir náðu að klára.

Þriðjudagurinn 4. október

Við héldum áfram með kynningarnar þar sem ég fjallaði um náttúruvernd. Í seinni tæimanum fórum við í alias um það sem við vorum að læra um. Dæmi um hugtök í alias:

 • Umhverfisvænn – Að umgangast og hugsa vel um náttúruna.
 • Erfðabreytt matvæli – Matvæli sem eru framleidd úr lífverum (plöntum, t.d. grænmeti, baðmull og baunir) sem eru með breytt eða skipt út gen. Það eru tekin gen frá öðrum lífverum og sett í aðrar til þess að fá hina fullkomnu vöru. Plantan er gerð ónæm fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum. Það eru mismunandi skoðanir á þessu, bæði góðar og slæmar. Kostirnir eru aðallega að framleitt eru hraustari plöntur, því þær eru ónæmar fyrir allskonar efnum. Svo er líka talað um að breyta plöntum þannig að þær nýta sólarljósið betur, sem lætur þær vaxa hraðar. Meira er vitað um kosti heldur en galla erfðabreytts matvælis, en ótti við óvissu er meðal þeirra efstu. Óvissa um sköðun heilsu og umhverfis, breytingar á náttúrulegum gróðri. Svo er líka að allar plönturnar eru eins, með nákvæmlega sömu gen. Ef að ein planta deyr þá ættu allar að deyja líka.
 • Vistvænn lífsstíll – Að lifa lífunu þannig að hugsa um vistkerfið í náttúrunni.
 • Þrávirk efni – Efnasambönd sem berast í lífverur með fæðu. Þetta eru oft efni sem eru upprunin á iðnaðarsvæðum og eru oftast mjög hættuleg. Efnin berast í jarðveg og þannig í plöntur og svo upp í fæðukeðjuna. Dæmi: Efnið berst með hafinu, þörungur tekur efnið upp, rækja étur þörunginn, smokkfiskur étur rækjuna, loðna étur smokkfiskinn, þorskur étur loðnuna og svo étum við þorskinn. Þannig berast þrávirk efni alla leið til okkar og annara dýra.
 • Súrt regn – Rigning sem hefur hátt sýrustig. Hún hefur áhrif á plöntur, sjávardýr og byggingar. Helsti skaðvaldurinn er maðurinn, en efni sem hann lætur frá sér, eins og brennistein og köfnunarefni leysast upp í vatni og til verður sýra.
 • Auðlindanýting – Auðlindir sem við nýtum

Fimmtudagurinn 7. október

Við tókum könnun með því að svara þrem spurningum úr ég ber ábyrgð. Við máttum nota hvaða hjálpartæki sem við vildum. Svo voru skil í loks tíma. Hér eru spurningarnar sem ég tók og svör (í styttri og einfaldari útgáfunni):

 • Loftslagsbreytingar – Hvaða breytingar er verið að tala um og hvaða afleiðingar gætu þær haft á og við Ísland? Nefndu nokkur atriði.

Þetta eru breytingar út af efnum í lofthjúpnum. Súrnun sjávar hefur mikil áhrif á og við Ísland. Sjórinn gleypir koldíoxíð og þannig breytist sýrustigið og kalkmettun lækkar. Þetta hefur áhrif á lífríki hafsins.

 • Hvers vegna eru kóralrif mikilvæg fyrir lífríki Jarðar? Og hvaða hætta steðjar að þessum vistkerfum?

Kóralllar eru helstu kalkframleiðendur sjávar. Súrnun sjávar hægir á vexti þeirra og þeir verða veikari. Kóralrifin eru búsvæði og uppeldisstöðvar margra lífvera í sjónum og ef að þeir deyja raskast allt lífríki sjávar.

 • Loftslagsbreytingar – Nefndu nokkur dæmi um áhrif á heimsvísu.

Alparnir – Hægt að bráðna sem hefur gríðarleg áhrif á hringrás vatns í Evrópu.

Newtok, Alaska – Sjávarhiti hækkar og sífrerið (frosinn grunnur þorpsins) bráðnar og bæjirnir eyðast eða jafnvel sökkva. Mörg flóð hafa komið upp og talið er að þorpið muni verða undir vatni innan 100 ára.

Fréttir og annað:

Stofnfrumur bjarga hjartveikum öpum

Veður update

Heimildir:

Vísindavefurinn – erfðabreytt efni

Vísindavefurinn – þrávirk efni

Wikipedia – súrt regn

 

 

0

26.-29. september

Mánudagurinn 26. september

Við fengum tölvuverið til þess að halda áfram með verkefnið ég ber ábyrgð.

 

Þriðjudagurinn 27. september

Enginn tími vegna Norrænaskólahlaupinu.

 

Fimmtudagurinn 29. september

Héldum áfram með verkefnið – seinasti tíminn.

 

Náttúruvernd:

 • Verndun landslagsgerða, náttúruminja og fjölbreytni á milli tegunda og vistkerfa.
 • Reynt er að stuðla að því að náttúran fái að þróast eftir eigin lögmálum – reynt að tryggja að næstu kynslóðir fái að njóta ósnortinnar náttúru.
 • Friðun er þegar verndað er búsvæði dýra og plantna, jarðmyndana og landslags.
 • Mikilvægt skref var tekið í friðun þegar sett voru lög um fuglavernd.
 • sérstök náttúrusvæði gerð að þjóðgörðum – Þingvellir var fyrsti þjóðgarður Íslands.
 • Íslendingar settu seint almenn lög um náttúruvernd.
 • Hlutverk náttúruverndarnefndar er að ráðleggja, koma með tillögur og fræðslu og kynna fyrir almenningi skyldur og réttindi.
 • Áhrif manna efst á lista yfir neikvæð áhrif á friðlýst svæði.
 • Stórar virkjanir mikil ógn sérstakra svæða í náttúrunni.

Hvað er að gerast?

Mennirnir eru að eyða jörðinni smátt og smátt. Þeir höggva trén sem gefa okkur súrefni, menga hafið sem aflar okkur fæðu og gefur okkur vatn, menga andrúmsloftið sem er ástæðan afhverju við öndum, traðka og sprengja upp jörðina sem heldur okkur standandi á fótum okkra, rífa niður landslagið sem við njótum alla daga, sóa matnum sínum þegar milljónir aðra svelta. Allt fyrir hvað? Betra samfélag? Svo þeir geti búið til ný efni, tæki eða stórbyggingar. Ef svo er, bætir þetta í alvörunni samfélagið? Með því að búa til e-ð nýtt sem aðrir geta notið, en hvernig eiga þeir að geta notið þegar þeir geta ekki andað, borðað eða staðið á föstu landi. Þurfum við að eyða jörðinni til þess að fá betra samfélag? Ef við viljum bæta samfélagið okkar verðum við að hugsa um nátúruna. Því að náttúran er það sem heldur okkur lifandi. Við verðum að gera e-ð í því, við verðum að gera e-ð fyrir næstu kynslóðir okkar, svo þau fái að lifa góðu og heilbryggðu lífi og svo þau fái að vera stolt.

 

Fréttir og annað:

sorphaugur í sjónum