26.-29. september

Mánudagurinn 26. september

Við fengum tölvuverið til þess að halda áfram með verkefnið ég ber ábyrgð.

 

Þriðjudagurinn 27. september

Enginn tími vegna Norrænaskólahlaupinu.

 

Fimmtudagurinn 29. september

Héldum áfram með verkefnið – seinasti tíminn.

 

Náttúruvernd:

  • Verndun landslagsgerða, náttúruminja og fjölbreytni á milli tegunda og vistkerfa.
  • Reynt er að stuðla að því að náttúran fái að þróast eftir eigin lögmálum – reynt að tryggja að næstu kynslóðir fái að njóta ósnortinnar náttúru.
  • Friðun er þegar verndað er búsvæði dýra og plantna, jarðmyndana og landslags.
  • Mikilvægt skref var tekið í friðun þegar sett voru lög um fuglavernd.
  • sérstök náttúrusvæði gerð að þjóðgörðum – Þingvellir var fyrsti þjóðgarður Íslands.
  • Íslendingar settu seint almenn lög um náttúruvernd.
  • Hlutverk náttúruverndarnefndar er að ráðleggja, koma með tillögur og fræðslu og kynna fyrir almenningi skyldur og réttindi.
  • Áhrif manna efst á lista yfir neikvæð áhrif á friðlýst svæði.
  • Stórar virkjanir mikil ógn sérstakra svæða í náttúrunni.

Hvað er að gerast?

Mennirnir eru að eyða jörðinni smátt og smátt. Þeir höggva trén sem gefa okkur súrefni, menga hafið sem aflar okkur fæðu og gefur okkur vatn, menga andrúmsloftið sem er ástæðan afhverju við öndum, traðka og sprengja upp jörðina sem heldur okkur standandi á fótum okkra, rífa niður landslagið sem við njótum alla daga, sóa matnum sínum þegar milljónir aðra svelta. Allt fyrir hvað? Betra samfélag? Svo þeir geti búið til ný efni, tæki eða stórbyggingar. Ef svo er, bætir þetta í alvörunni samfélagið? Með því að búa til e-ð nýtt sem aðrir geta notið, en hvernig eiga þeir að geta notið þegar þeir geta ekki andað, borðað eða staðið á föstu landi. Þurfum við að eyða jörðinni til þess að fá betra samfélag? Ef við viljum bæta samfélagið okkar verðum við að hugsa um nátúruna. Því að náttúran er það sem heldur okkur lifandi. Við verðum að gera e-ð í því, við verðum að gera e-ð fyrir næstu kynslóðir okkar, svo þau fái að lifa góðu og heilbryggðu lífi og svo þau fái að vera stolt.

 

Fréttir og annað:

sorphaugur í sjónum

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *