3. – 6. október

Mánudagurinn 3. október

Það voru kynningar á hugtökunum sem við völdum okkur í sambandi við hvað get ég gert. Það var ekki nógur tími til þess að allir náðu að klára.

Þriðjudagurinn 4. október

Við héldum áfram með kynningarnar þar sem ég fjallaði um náttúruvernd. Í seinni tæimanum fórum við í alias um það sem við vorum að læra um. Dæmi um hugtök í alias:

  • Umhverfisvænn – Að umgangast og hugsa vel um náttúruna.
  • Erfðabreytt matvæli – Matvæli sem eru framleidd úr lífverum (plöntum, t.d. grænmeti, baðmull og baunir) sem eru með breytt eða skipt út gen. Það eru tekin gen frá öðrum lífverum og sett í aðrar til þess að fá hina fullkomnu vöru. Plantan er gerð ónæm fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum. Það eru mismunandi skoðanir á þessu, bæði góðar og slæmar. Kostirnir eru aðallega að framleitt eru hraustari plöntur, því þær eru ónæmar fyrir allskonar efnum. Svo er líka talað um að breyta plöntum þannig að þær nýta sólarljósið betur, sem lætur þær vaxa hraðar. Meira er vitað um kosti heldur en galla erfðabreytts matvælis, en ótti við óvissu er meðal þeirra efstu. Óvissa um sköðun heilsu og umhverfis, breytingar á náttúrulegum gróðri. Svo er líka að allar plönturnar eru eins, með nákvæmlega sömu gen. Ef að ein planta deyr þá ættu allar að deyja líka.
  • Vistvænn lífsstíll – Að lifa lífunu þannig að hugsa um vistkerfið í náttúrunni.
  • Þrávirk efni – Efnasambönd sem berast í lífverur með fæðu. Þetta eru oft efni sem eru upprunin á iðnaðarsvæðum og eru oftast mjög hættuleg. Efnin berast í jarðveg og þannig í plöntur og svo upp í fæðukeðjuna. Dæmi: Efnið berst með hafinu, þörungur tekur efnið upp, rækja étur þörunginn, smokkfiskur étur rækjuna, loðna étur smokkfiskinn, þorskur étur loðnuna og svo étum við þorskinn. Þannig berast þrávirk efni alla leið til okkar og annara dýra.
  • Súrt regn – Rigning sem hefur hátt sýrustig. Hún hefur áhrif á plöntur, sjávardýr og byggingar. Helsti skaðvaldurinn er maðurinn, en efni sem hann lætur frá sér, eins og brennistein og köfnunarefni leysast upp í vatni og til verður sýra.
  • Auðlindanýting – Auðlindir sem við nýtum

Fimmtudagurinn 7. október

Við tókum könnun með því að svara þrem spurningum úr ég ber ábyrgð. Við máttum nota hvaða hjálpartæki sem við vildum. Svo voru skil í loks tíma. Hér eru spurningarnar sem ég tók og svör (í styttri og einfaldari útgáfunni):

  • Loftslagsbreytingar – Hvaða breytingar er verið að tala um og hvaða afleiðingar gætu þær haft á og við Ísland? Nefndu nokkur atriði.

Þetta eru breytingar út af efnum í lofthjúpnum. Súrnun sjávar hefur mikil áhrif á og við Ísland. Sjórinn gleypir koldíoxíð og þannig breytist sýrustigið og kalkmettun lækkar. Þetta hefur áhrif á lífríki hafsins.

  • Hvers vegna eru kóralrif mikilvæg fyrir lífríki Jarðar? Og hvaða hætta steðjar að þessum vistkerfum?

Kóralllar eru helstu kalkframleiðendur sjávar. Súrnun sjávar hægir á vexti þeirra og þeir verða veikari. Kóralrifin eru búsvæði og uppeldisstöðvar margra lífvera í sjónum og ef að þeir deyja raskast allt lífríki sjávar.

  • Loftslagsbreytingar – Nefndu nokkur dæmi um áhrif á heimsvísu.

Alparnir – Hægt að bráðna sem hefur gríðarleg áhrif á hringrás vatns í Evrópu.

Newtok, Alaska – Sjávarhiti hækkar og sífrerið (frosinn grunnur þorpsins) bráðnar og bæjirnir eyðast eða jafnvel sökkva. Mörg flóð hafa komið upp og talið er að þorpið muni verða undir vatni innan 100 ára.

Fréttir og annað:

Stofnfrumur bjarga hjartveikum öpum

Veður update

Heimildir:

Vísindavefurinn – erfðabreytt efni

Vísindavefurinn – þrávirk efni

Wikipedia – súrt regn

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *