10.-13. október

Fyrsti hlekkur, ég ber ábyrgð, upprifjun og samantekt

Við kláruðum fyrsta hlekkinn sem tengdist ég ber ábyrgð. Við gerðum margt í þessum hlekk; lærðum um umhverfið og áhrif mannsins á það, áttuðum okkur á hvað við gætum gert til þess að breyta, svo skiluðum við afrakstrinum með kynningum og könnun.

Þegar talað er um orðasambandið ,,ég ber ábyrgð“ þá er átt við að ég ber ábyrgð á mér og umhverfinu, við öll berum ábyrgð. Í öllu sem við gerum, verðum við að hugsa okkur um hvort ég gæti gert betur og ef svo er hvað gæti ég gert betur til þess að umgangast náttúruna sem best? Við verðum að skila náttúrunni til næstu kynslóða eins og við myndum vilja taka við henni.

Hlekkur 2

Mánudagurinn 10 október

Við byrjuðum á nýjum hlekk um erfðafræði. Við ryfjuðum upp frumuna frá því í 8. bekk. Hér eru nokkur einföld hugtök úr frumulíffræðinni:

  • Frumukjarni – Heilinn, sem geymir erfðaefni og stjórnar úrvinnslu erfðaupplýsinga.
  • Frumuveggur – Ysti hluti frumunnar (sem hefur hann) sem verndar og styrkir frumuna.
  • Frumuhimna – Mjög þunn himna sem umlykur frumuna. Hún sér til þess að rétt magn sé af réttum efnum í frumunni.
  • Grænukorn – Notuð til að ljóstillífa.
  • Safabóla – Blaðra sem gegna mismunandi störfum eftir frumunni. T.d. geyma sumar framleiðslu frumunnar eins og fitu, vatn og ensím. Svo gegna þær mikilvægu hlutverki við losun úrgangsefna.
  • Hvatberi – Belglaga orkugjafar. þeir sundra fæðuefnum við bruna og framleiða efni sem frumur nota sem orkulind.
  • Heilkjörnungar – Lífvera með frumur sem hafa frumukjarna sem er hulinn frumuhimnu.
  • Dreifkjörnungar – Lífvera sem hefur ekki frumukjarna.

Þriðjudagurinn 11. október

Gyða var ekki í tímanum þannig við fengum tímann sem vinnutíma.

Fimmtudagurinn 13. október

Við fengum tölvuverið til að blogga og segja frá síðasta hlekknum ég ber ábyrgð. 

Fréttir og annað:

Hvenær kemur snjórinn?:'(

2016 hlýjast

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *