0

14. – 17. nóvember

Mánudagurinn 14. nóvember

Við fórum yfir tölvuprófið sem við tókum í síðustu viku. Ég var bara nokkuð ánægð með hvernig ég kom út í prófinu. Ég man ekki allveg hvernig spurningarnar og svörin mín voru, en þetta var einhvernveginn svona:

Hvað er DNA?

 • DNA er stórsameind úr Deoxýríbósakjarnsýru. Í DNA er uppskrift af því sem þarf til þess að búa til lífveru. Það varðveitir allar erfðaupplýsingar frumnanna.

Nefndu dæmi um einkenni sem stafa bæði af erfðum og umhverfi.

 • Ef að þú erfir hvítan húðlit frá foreldrum þínum og þú ferð til sólarlanda þá dökknar (yfirleitt) húðlitur þinn. Þá eru erfðirnar sem stjórna hvernig húðliturinn er, en sólin hefur áhrif á húðina þína og hún dekkist.

Ef að foreldrar þínir eru arfblendnir með freknur ríkjandi yfir freknuleysi. Hverjar eru líkurnar að þú verðir með freknur?

 • Það eru 75% líkur að ég fái freknur. Út úr reitatöflu myndi 2/4 verða arfblendnir með freknur, 1/4 verða ríkjandi með freknur og 1/4 verða víkjandi með freknuleysi. Þá verða 3/4 með freknur = 75% líkur að ég fái freknur og 25% líkur að ég verði með freknuleysi.

Þriðjudagurinn 15. nóvember

Gyða var ekki í tímanum. Við fengum fyrri tímann í tölvuveri, þar máttum við vinna verkefni á erfðir.is o.fl., en ég ákvað að nýta tímann í að finna hugtök úr glósupakkanum og Maður og náttúra bókinni til þess að setja á hugtakakortið mitt. Ég ákvað að gera þetta öðruvísi, en ég skrifaði inn á Word öll hugtökin og prentaði þau út. Svo í seinni tímanum fengum við tíma til að gera nýtt hugtakakort eða betrum bæta það gamla. Ég ætlaði mér að klippa öll hugtökin og líma þau á hugtakakortið svo auðveldara væri að breyta og setja upp. Ég ákvað að prófa þetta, en ég er ekkert svo viss um að þetta hafi verið betra en þetta ,,klassíska“ handskrifaða hugtakakort, því þetta tók sinn tíma að raða öllu upp og klippa.

Fimmtudagurinn 17. nóvember

Það ver enginn skóli vegna menningarferðar á unglingastigi.

Fréttir og annað:

Hvítur regnbogi í Skotlandi – Hvítur regnbogi eða þokubogi er svipaður regnboga, myndast úr sólarljósi og raka og hann snýr alltaf í áttina frá sólinni. Þokuboginn er myndaður úr litlu dropunum í þoku í staðinn fyrir regndropum. Út af því að droparnir eru svona litlir myndast veikur eða alls enginn litur þegar sólin skín á hann. Þú getur oftast fundið þá þegar það er þunn þoka og mikil sól.

Heimildir:

earthsky – þokubogi

 

0

7.-10. nóvember

Mánudagurinn 7. nóvember

Það átti að vera fyrilestur, en… Við skoðuðum nokkrar fréttir og myndband af e-m ,,mentalist“ sem dáleiðir fólk. Hann taldi sig geta lesið hugsanir og stjórnað þeim sem hann gerði sem var hreint ótrúlegt, en… Ég tel að þetta var bara blekking, ég trúi e-n veginn ekki á þetta, ég bara næ ekki hvernig þetta ætti að vera hægt, það hlýtur að vera e-r skýring.

Þriðjudagurinn 8. nóvember

Við lærðum um kyntengdar erfðir:

 • 23. litningaparið er X og Y.
 • X er stór.
 • Y er lítill.
 • X hefur engin kyneinkenni
 • Y hefur karlkynseinkenni.
 • XX er kvk.
 • XY er kk.

Erfðatengdir sjúkdómar:

Kyn barns ræðst á því, hvort það innihaldi Y-litning eða ekki. Sáðfruma karlsins ákvarðar það, en hann er með Y-litning sem konur hafa ekki. Þannig að karl með X-litning sem ríkir og kona með X-litning eignast stelpu, en karl með Y-litning sem ríkir og kona með X-litnig eignast strák.

Ef að karl er með sjúkdóm og eignast strák mun strákurinn ekki fá sjúkdóminn því að hann erfði Y-litningin sem er ekki heill (getur ekki borið sjúkdóma) frá honum. En ef að þessi sami karl eignast svo stelpu, mun stelpan fá sjúkdóminn því að hún erfði X-litninginn hans sem er heill (getur borið sjúkdóma). Þannig að sjúkdómurinn er alltaf í X-litningnum, kvk. genið ber þá alltaf sjúkdóminn (ef þú ert strákur þá getur þú bara erft sjúkdóm frá móður þinni).

Fimmtudagurinn 10. nóvember

Við tókum nearpod könnun í tölvuveri þar sem við máttum nota hugtakakort, glósurnar og netið. Mér gekk nokkuð vel. Sá samt að ég klikkaði einu dæmi en annars gekk mér vel. Mér fannst gott að taka svona tölvupróf, fínt að breyta til, mér finnst þetta alla vega virka allveg jafn vel og skrifleg próf. Var bara eitt vandamál, við gátum ekki farið til baka þegar við vorum búin með ákveðna spurningu, þá eyddist fyrri spurningin. Svo voru nokkrir sem ,,skippuðu“ yfir nokkrar spurningar en það var ekki vandamál hjá mér.

Heimildir:

vísindavefurinn – X og Y

Fréttir og annað:

Lamaðir apar læknaðir

 

0

31. október – 3. nóvember

Mánudagurinn 31. október

Við fjölluðum aðallega um blóðflokkana. Það eru fjórir blóðflokkar sem allir skiptast í eftir erfðum; A, AB, B og O. Algengasti blóðflokkurinn á Íslandi og í flestum öðrum löndum er O en það er mjög skrýtið því hann er víkjandi. Ekki er hægt að gefa blóð úr mismunandi blóðflokkum, ef það myndi gerast myndi blóð manneskjunnar kekkjast og myndi svo deyja.

Svona eru möguleikar á erfðum foreldra ef þú ert í blóðflokki…

A – AA, AO

B – BB, BO

O – OO

AB – AB

Ef ég set nokkur dæmi:

Ef að foreldrar þínir eru AA og OO, er þá möguleiki að þúi sért í O blóðflokki? – Nei, þú þarft að vera arfhrein O (OO) til þess að vera O, en þú ert arfblendin O sem sagt AO. Báðir foreldrarnir verða að hafa O í sér til þess að þú verðir O.

Ef þú ert í AB blóðflokki, er þá möguleiki að foreldrar þínir séu AO og BO? – Já, því það er nóg að foreldrarnir séu með sitt hvoran bókstafinn (A og B) og þeir blandast (bókstafir foreldrana munu alltaf blandast) og þá kemur AB.

En afhverju er O blóðflokkurinn svona algengur?

Í ritinu fyrir ofan sjáið þið að O samsætan kemur fyrir í flestum pörunum (AO, BO, OO), B kemur tvisvar (BB, BO) og eins með A, A kemur tvisvar (AA, AO). (Við tökum AB blóðflokkinn ekki með því að hann er samsettur úr A- og B flokki sem eru ,,undirstöðuflokkarnir´´). Það eru svo margar O samsætur þarna úti að líkurnar að þú fáir OO eru líklegri heldur en t.d. að fá AA eða AO. Það kemur líka inn í þetta að upphaflega (fyrir langa, langa löngu) voru allir í O blóðflokki, A og B komu ekki fyrr en miklu síðar.

Þriðjudagurinn 1. nóvember

Við héldum áfram með stöðvavinnuna úr seinustu viku, því það er nóg af góðum og áhugaverðum stöðvum eftir á listanum. Ég hélt áfram með verkefnablað frá því í síðustu viku þar sem var verið að vinna með reitatöflur og hugtök eins og svipgerð og arfgerð, svo gerði ég líka krossglímu:

MEndel

Ríkjandi

arFhreinn

arfgerÐ

DNA

Frumukjarni

nituRbasar

genasamsÆtur

svipgerÐ

lItningar

 

Fimmtudagurinn 3. nóvember

Vorum niðri í tölvuveri að vinna tölvustöðvarnar í stöðvavinnunni. Ég skoðaði blóðflokkaleik sem ég skyldi ekki allveg nógu vel en ég fór líka í punnett squares (reitatöfluleikur) sem gekk mjög vel. Ég skoðaði vel fréttina um Kára Stefánsson og aflaði mér upplýsinga um hann.

Kári Stefánsson:

Kári var heiðraður af bandarískum alzheimersamtökum í júlí 2014 fyrir uppgvötun sína og rannsóknir. Kári athugaði erfðaefni á tvö þúsund Íslendingum og fann þar stökkbreytingu sem verndar gegn alzheimersjúkdómi. Breytingin fannst í geni sem tengist þekktum efnaferlum í heilavef alzheimersjúklinga. Uppgvötunin taldi vera stórt skref í leitinni að lyfjum til að berjast gegn alzheimersjúkdómnum sem hrjáir milljónir manna.

Kári fann upp íslenska erfðagreiningu (deCODE), en það er fyrirtæki sem þróar lyf við mörgum af alvarlegustu sjúkdómum samtímans með hjálpar erfðarannsókna. Vísindamenn hafa einangrað gen sem valda sjúkdómunum og þannig komist að líffræðilegum orsökum þeirra og útvegað lyf út frá því.

Fréttir og annað:

Hvernig vísindamenn brugðust við Trump     –    Myndband – Trump: ‘we need some global warming’

Stærsti geimsjónauki í heimi tilbúinn

Heimildir:

Quora – læknir svarar spurningu

mbl – Kári Stefánsson

wikipedia – deCODE

0

24.-27. október

Fimmtudagurinn 20. október

Við byrjuðum á erfðafræði sem ég er mjög spennt fyrir. Við fengum afhentar glósur og hugtakakort og svo var fyrirlestur. Gyða fór vel yfir glósurnar, en það er mjög mikilvægt að vita hvað um er að ræða fyrir erfðafræði áður en við förum dýpra og í flóknari umræður, þ.e.a.s. grunnurinn af erfðafræði er mjög mikilvægur fyrir skilning og meðvitund í framhaldi.

Mánudagurinn 24. október

Við héldum áfram með fyrirlesturinn og áfram að reyna að skilja sem best erfðafræðina.

Þriðjdagurinn 25. október

Það var stöðvavinna upp úr erfðafræði. Það voru margar stöðvar og ég náði ekki að fara á margar. Ég tók sjálfspróf upp úr bókinni Maður og náttúra, svo fór ég á stöð þar sem við áttum að útskýra allskonar hugtök upp úr erfðafræði og svo vann ég í hefti þar sem var lögð áhersla á svipgerð og arfgerð.

Sjálfspróf 4.1. 

1.Hvar eru genin?

-Í litningi sem er í frumukjarnanum.

2. Hvað heitir efnasambandið sem ber í sér erfðaupplýsingarnar?

-DNA.

3. Hvað framleiða frumurnar með hjálp upplýsinga frá DNA-sameindunum?

-Prótín.

4. Hvað er litningur?

-Frumulíffæri, í þeim er DNA, þeir geyma sem sagt erfðaefnið. Þeir stýra starfsemi frumunnar.

5. Hvað eru gen?

-Þau eru hluti af litningi. Þau eru lítill partur af DNA-sameind. Þau eru ,,leiðbeiningar´´ um vöxt og starfsemi líkamans.

6. Hvað ákvarðar hvers konar prótín eru smíðuð?

-Röð niturbasa (upplýsingarnar í DNA-sameindunum eru táknaðar með fjórum bókstöfum – amínósýrur eða niturbasar).

 

Fimmtudagurinn 27. október

Vorum í tölvuverinu að vinna allskonar verkefni. Ég fór á góðan vef sem var að útskýra erfðafræði og uppgvötanir Mendels, svo gat maður farið í próf upp úr textanum. Svo skoðaði ég íslensk myndbönd um gen, litninga o.fl.

Hugtök sem við vorum að vinna með:

 • Arfhreinn – Einstaklingur sem hefur eins gen fyrir ákveðið einkenni.
 • Arfblendinn – Einstaklingur sem hefur ólík gen fyrir ákveðið einkenni.
 • Ríkjandi gen – Sterkari eiginleikinn af e-u einkenni, táknað með stórum staf (H).
 • Víkjandi gen – Veikari eiginleikinn af e-u einkenni, táknað með litlum staf (h).
 • Svipgerð – Hvernig arfgerðin kemur út, sjáanlegt.
 • Arfgerð – Genauppbygging lífverunnar.

arfhreinn

Hver er Mendel?

Gregor Mendol var munkur og fann lausn við ráðgátunni um erfðir. Hann vann með baunagrös, en þau henta vel til tilrauna því þau vaxa svo hratt. Hann frjóvgaði tvær plöntur saman bæði með fræum frá lágvöxnum plöntum og svo hávöxnum. Fræ lágvaxinna plantna gáfu frá sér eingöngu lágvaxna plöntu en fræ af hávöxnum plöntum gáfu bæði, bara hávaxnar plöntur og svo hávaxnar og lágvaxnar plöntur. Ef hann lét hreinræktaðar hávaxnar plöntur (HH) og hreinræktaðar lágvaxnar plöntur (hh) æxlast fékk hann bara hávaxnar plöntur, hávöxnu plönturnar ríkja yfir þeim lágvöxnu. Sterkari eiginleikinn kallast ríkjandi (H)en sá veikari víkjandi (h). Einstaklingar sem hafa eins gen yfir e-t einkenni (HH eða hh) kallast arfhreinir, einstaklingar sem hafa ólík gen yfir e-t einkenni (Hh) kallast arfblendnir. Dæmið sett í reitatöflu:

gen

En hins vegar varð hann ekki frægur fyrir þessa uppgvötun, enginn fattaði hvað hann var að gera, en Bandaríkjamaður og Englendingur föttuðu svo uppgvötanir Mendels um 100 árum seinna og urðu þeir frægir fyrir að uppgvöta uppbyggingu DNA.

Fréttir og annað:

Níunda reikistjarnan skammt undan?

Líttu upp í himininn í nóvember – nóvember dagskrá