7.-10. nóvember

Mánudagurinn 7. nóvember

Það átti að vera fyrilestur, en… Við skoðuðum nokkrar fréttir og myndband af e-m ,,mentalist“ sem dáleiðir fólk. Hann taldi sig geta lesið hugsanir og stjórnað þeim sem hann gerði sem var hreint ótrúlegt, en… Ég tel að þetta var bara blekking, ég trúi e-n veginn ekki á þetta, ég bara næ ekki hvernig þetta ætti að vera hægt, það hlýtur að vera e-r skýring.

Þriðjudagurinn 8. nóvember

Við lærðum um kyntengdar erfðir:

  • 23. litningaparið er X og Y.
  • X er stór.
  • Y er lítill.
  • X hefur engin kyneinkenni
  • Y hefur karlkynseinkenni.
  • XX er kvk.
  • XY er kk.

Erfðatengdir sjúkdómar:

Kyn barns ræðst á því, hvort það innihaldi Y-litning eða ekki. Sáðfruma karlsins ákvarðar það, en hann er með Y-litning sem konur hafa ekki. Þannig að karl með X-litning sem ríkir og kona með X-litning eignast stelpu, en karl með Y-litning sem ríkir og kona með X-litnig eignast strák.

Ef að karl er með sjúkdóm og eignast strák mun strákurinn ekki fá sjúkdóminn því að hann erfði Y-litningin sem er ekki heill (getur ekki borið sjúkdóma) frá honum. En ef að þessi sami karl eignast svo stelpu, mun stelpan fá sjúkdóminn því að hún erfði X-litninginn hans sem er heill (getur borið sjúkdóma). Þannig að sjúkdómurinn er alltaf í X-litningnum, kvk. genið ber þá alltaf sjúkdóminn (ef þú ert strákur þá getur þú bara erft sjúkdóm frá móður þinni).

Fimmtudagurinn 10. nóvember

Við tókum nearpod könnun í tölvuveri þar sem við máttum nota hugtakakort, glósurnar og netið. Mér gekk nokkuð vel. Sá samt að ég klikkaði einu dæmi en annars gekk mér vel. Mér fannst gott að taka svona tölvupróf, fínt að breyta til, mér finnst þetta alla vega virka allveg jafn vel og skrifleg próf. Var bara eitt vandamál, við gátum ekki farið til baka þegar við vorum búin með ákveðna spurningu, þá eyddist fyrri spurningin. Svo voru nokkrir sem ,,skippuðu“ yfir nokkrar spurningar en það var ekki vandamál hjá mér.

Heimildir:

vísindavefurinn – X og Y

Fréttir og annað:

Lamaðir apar læknaðir

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *