14. – 17. nóvember

Mánudagurinn 14. nóvember

Við fórum yfir tölvuprófið sem við tókum í síðustu viku. Ég var bara nokkuð ánægð með hvernig ég kom út í prófinu. Ég man ekki allveg hvernig spurningarnar og svörin mín voru, en þetta var einhvernveginn svona:

Hvað er DNA?

  • DNA er stórsameind úr Deoxýríbósakjarnsýru. Í DNA er uppskrift af því sem þarf til þess að búa til lífveru. Það varðveitir allar erfðaupplýsingar frumnanna.

Nefndu dæmi um einkenni sem stafa bæði af erfðum og umhverfi.

  • Ef að þú erfir hvítan húðlit frá foreldrum þínum og þú ferð til sólarlanda þá dökknar (yfirleitt) húðlitur þinn. Þá eru erfðirnar sem stjórna hvernig húðliturinn er, en sólin hefur áhrif á húðina þína og hún dekkist.

Ef að foreldrar þínir eru arfblendnir með freknur ríkjandi yfir freknuleysi. Hverjar eru líkurnar að þú verðir með freknur?

  • Það eru 75% líkur að ég fái freknur. Út úr reitatöflu myndi 2/4 verða arfblendnir með freknur, 1/4 verða ríkjandi með freknur og 1/4 verða víkjandi með freknuleysi. Þá verða 3/4 með freknur = 75% líkur að ég fái freknur og 25% líkur að ég verði með freknuleysi.

Þriðjudagurinn 15. nóvember

Gyða var ekki í tímanum. Við fengum fyrri tímann í tölvuveri, þar máttum við vinna verkefni á erfðir.is o.fl., en ég ákvað að nýta tímann í að finna hugtök úr glósupakkanum og Maður og náttúra bókinni til þess að setja á hugtakakortið mitt. Ég ákvað að gera þetta öðruvísi, en ég skrifaði inn á Word öll hugtökin og prentaði þau út. Svo í seinni tímanum fengum við tíma til að gera nýtt hugtakakort eða betrum bæta það gamla. Ég ætlaði mér að klippa öll hugtökin og líma þau á hugtakakortið svo auðveldara væri að breyta og setja upp. Ég ákvað að prófa þetta, en ég er ekkert svo viss um að þetta hafi verið betra en þetta ,,klassíska“ handskrifaða hugtakakort, því þetta tók sinn tíma að raða öllu upp og klippa.

Fimmtudagurinn 17. nóvember

Það ver enginn skóli vegna menningarferðar á unglingastigi.

Fréttir og annað:

Hvítur regnbogi í Skotlandi – Hvítur regnbogi eða þokubogi er svipaður regnboga, myndast úr sólarljósi og raka og hann snýr alltaf í áttina frá sólinni. Þokuboginn er myndaður úr litlu dropunum í þoku í staðinn fyrir regndropum. Út af því að droparnir eru svona litlir myndast veikur eða alls enginn litur þegar sólin skín á hann. Þú getur oftast fundið þá þegar það er þunn þoka og mikil sól.

Heimildir:

earthsky – þokubogi

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *