28. nóvember – 1. desember

Mánudagurinn 28. nóvember

Við kláruðum að kynna og ræða um erfðafræðihugtökin sem við byrjuðum í seinustu viku. Þar á meðal var ég að kynna mitt hugtak, arfgeng heilablóðföll, hér eru nokkrar umræður sem fóru í gang út frá því og auðvitað mismunandi skoðanir:

 • Hvernig byrja einkenni/Hvernig eru einkennin?
 • Hve lengi lifir fólk með einkennið þegar það byrjar að sjást?
 • Er til fólk sem lifir af?
 • Er engin leið til að minnka einkenni?
 • Hefur hann gengið lengi?

Í lok tímans fengum við afhent heimapróf.

Þriðjudagurinn 29. nóvember

Við fengum að halda áfram með heimaprófið sem ég rétt náði að klára fyrir lok tímans, en við fengum skilafrest til miðvikudags.

Fimmtudagurinn 1. desember

Við vorum í tölvuverinu að skoða padlet kynningar í efnafræði, en við náðum ekki langt því að allur skólinn átti að syngja saman á degi íslenskrar tónlistar.

Erfðafræði – það sem ég lærði

 • Gregor Mendel notaði baunagrös til tilrauna við erfðir og fann út og sýndi hvernig einkenni berast á milli erfða.
 • Litningur er frumulíffæri í frumukjarnanum sem geymir erfðaefnið. Þeir eru alltaf í pörum og eru 23 pör í venjulegri frumu.
 • DNA er stórsameind sem geymir erfðaupplýsingar sem þarf til að mynda lífveru.
 • DNA er samsett úr niturbösum (A, T, G, C) sem mynda í rauninni okkur. Þeir staflast upp á hvor annan, þannig að A og T tengjast og G og C tengjast. Þessir stafir er uppskriftin af okkur. Hvernig þeir raðast upp segir til hvernig við erum (öll ólík með ólíkar raðir).
 • Ef við skiptum DNA í hluta fyrir eiginleika þá kallast þessir hlutar gen. Sem sagt gen eru hluti/partur af DNA.
 • Gen eru alltaf í pörum, við erfum eitt gen frá hvoru foreldri.
 • Ef að genin eru eins fyrir ákveðinn eiginleka þá erum við arfhrein en ef að við höfum tvö mismunandi gen fyrir sama eiginleikann þá erum við arfblendin.
 • Genum er skipt í ríkjandi (táknað með stórum staf) og víkjandi (táknað með litlum staf) gen. Ríkjandi gen ríkja yfir víkjandi genum. Víkjandi genin koma ekki fram ef að annað ríkjandi gen er í genaparinu.
 • Arfgerð er hvernig genin liggja en svipgerð er hvernig genin koma fram (í lífveru(hvernig hún lítur út)).
 • Hægt er að setja gen í hjálpartækið reitatöflu til að sjá mögulegar útkomur afkvæma.
 • Genin mynda okkur en stundum getur umhverfið breytt hvernig við lítum út eða högum okkur.
 • Allir karlar hafa XY (X-litning frá móður og Y-litning frá föður) litninga og allar konur XX (X-litnig frá móður og hinn X-litninginn frá föður). Þetta eru kyntengd gen á 23. litningapari. X (heill litningur) litningar hafa engin kyneinkenni en Y (ekki heill litningur) litningar hafa karlkynseinkenni.
 • Ef að kona væri með eitt gallað gen í genaparinu þá myndu einkennin ekki sjást því að hún hefur heilan og heilbrygðan X-litning á móti. Ef að karl væri með eitt gallað gen á X-litningnum þá myndi einkennið sjást því að Y-litningurinn er ekki heill. Strákar geta ekki erft sjúkdóm frá föður því að þeir erfa ,,ekki heila litninginn´´ frá honum, þeir geta bara erft sjúkdóm frá móður sinni.
 • Fólk greinist í A, B, AB og O blóðflokka. A og B eru ríkjandi en O er víkjandi.

Fréttir og annað:

Desember hlýjastur frá upphafi

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *