5. – 8. desember

Mánudagurinn 5. desember

Við rifjuðum upp efnafræðina sem við lærðum mjög vel í 8. bekk. Við ræddum aðalega um rót-, nift- og rafeindir en hér eru nokkur hugtök:

  • Róteindir – Þær eru í kjarnanum og hafa jákvæða hleðslu. Róteindirnar eru alltaf jafn margar og rafeindirnar.
  • Rafeindir – Þær sveima á baugum (rafeindahvolfum) í kringum frumukjarnann, þær eru með neikvæða hleðslu.
  • Nifteindir – Þær eru í kjarnanum og hafa neikvæða hleðslu. Mismunur sætistölunnar og róteindanna er nifteindirnar.
  • Sætistala – Fjöldi róteinda segir til um sætistölu frumefnis (Sætistalan ákvarðast af róteindunum).
  • Flokkur – Liggur lóðrétt í lotukerfinu, flokkur frumefnis ákvarðar fjöldi nifteinda á ysta rafeindahvolfi.
  • Lota – Liggja lárétt í lotukerfinu, lota frumefnis ákvarðar fjölda rafeindahvolfa þess efnis.

natrium1natrium-sett-uppEfri mynd: Rauði hringurinn: Sætistalan, fjöldi róteinda. Blái hringurinn: Mismunur tölunnar og sætistölunnar eru nifteindirnar, í þessu tilfelli: 23-11 = 12 nifteindir.

Neðri mynd: Hér raðast nifteindirnar á hvolfin 3. Það eru þrjú hvolf því að Natrium er í 3. lotu í lotukerfinu. Á ysta hringnum er aðeins ein nifteind en það ákvarðast af í hverjum flokki frumefnið er: Natrium er í 1. flokki.

Þriðjudagurinn 6. desember

Það var sýrustigstilraun. Við máttum ráða okkur í hópa sjálf en ég, Laufey, Ragnheiður og Axel vorum saman í hóp. Tilraunin var þannig að við áttum að mæla sýrustigið á mismunandi efnum og bæta síðan rauðkálssafa við til að sjá mismunandi liti og áferð.

Við fengum fimm mismunandi efni í vökvaformi sem við mældum og skráðum svo niður sýrustig á með því að setja sýrustigsstrimla (mjóir strimlar með 4 litum á, litirnir breytast þegar strimillinn fer ofan í e-ð annað efni) ofan í efnin í 10 sekúndur og bera svo saman við myndir á sýrustigsstrimlakassanum. Við helltum svo efnunum í fimm tilraunaglös og sem við röðuðum eftir hversu súr efnin voru. Við helltum svo rauðkálssafa út í efnin og skráðum niður lit og áferð efnanna. Efnin komu mjög mismunandi út og komu okkur skemmtilega á óvart: Bleik, fjólublá og glær, fjólublá og græn sem breyttist síðan í gul. Mér fannst þetta skemmtileg og fræðandi tilraun.

Fimmtudagurinn 8. desember

Við fengum tímann í tölvuverinu til þess að halda áfram með sýrustigsskýrsluna.

Fréttir og annað:

Alveg óundirbúin fyrir smástirni

Heimildir:

Mynd tekin af chemicalelements.com. Linkur.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *