Vísindavaka 2017

Mánudagurinn 9. janúar

Vísindavaka er að hefjast og við stelpurnar ákváðum að vera í sama hóp. Við erum komin í 10. bekk og það styttist í útskrift og lokamat þannig að aðeins meiri kröfur eru settar fyrir okkur þessa önnina. Við fengum viku til þess að vinna verkefnið/tilraunina og um að gera að nýta þann tíma vel. Við stelpurnar byrjuðum að leita á netinu að tilraunum, bæði að vísindalegum tilraunum (sem sagt e-r efnahvörf eða sprengingar o.þ.h.) en einnig að tilraunum sem snerta manninn og samfélagið (meira eins og ,,social experiments´´) því það fannst mér alla vega spennandi og öðruvísi. Við fundum ekkert eitt sem við ákvöddum en við komum með nokkrar hugmyndir og svo vorum við virkar á facebook-chatinu heima.

Þriðjudagurinn 10. janúar

Við ákvöddum og fundum tilraun til þess að framkvæma og skila með myndbandi:

Töfrasandur:

  • ÁHÖLD: Stór glær skál, álpappír og tóm sprautuflaska.
  • EFNI: Fínn sandur, vatn og sílikon yfirhafnasprey: Notuðum fyrst leður yfirhafna sílikon sprey svo alhliða yfirhafna sílikon sprey frá öðru vörumerkinu.
  • FRAMKVÆMD:
  1. Taktu álpappír (u.þ.b. 40cm*30cm) og brjóttu 2 cm upp á alla enda og hliðar pappírsins, þetta er ekki nauðsynlegt en þá er minni hætta að efni hellist út af og efnið helst á pappírnum.
  2. Taktu þurran og fínan sand (um 130 gr.) og dreyfðu honum jafnt yfir álpappírinn.
  3. Notaðu sílíkon yfirhafnasprey og spreyjaðu því yfir sandinn þannig að ekkert verði eftir. Bíddu í um 1 mín. eða þegar sandurinn er þurr og dreyfðu/hristu hann þannig að hann dreyfist og blandist upp á nýtt, endurtaktu þetta þrisvar í viðbót.
  4. Þegar búið er að spreyja fjórum sinnum yfir sandinn og sandurinn er orðinn þurr þá hellir maður honum varlega í sprautuflösku með mjóum stút.
  5. Fylltu stóra, glæra skál af vatni og sprautaðu sandinum á botn vatnsins og þá ættir þú að fá skemmtilega niðurstöðu (prófaðu svo að taka sandinn úr vatninu).
  • NIÐURSTÖÐURNAR OKKAR:

Við vorum ánægðar með hvernig sandurinn kom út þegar við sprautuðum honum í vatnið, þá var hann alveg eins og við vildum hafa hann, hann byggðist upp og var í ,,föstu formi“. En þegar við tókum hann upp var hann bara venjulegur sandur, sem var einmitt það sem við vonuðumst eftir. Svo settum við sandinn aftur í vatnið og þá bjuggumst við að hann myndi aftur mynda þetta ,,fasta form“ en þá varð hann bara svona slepjulegur eins og drulla sem var ekki alveg það sem vildum sjá.

Seinna skiptið þar sem við notuðum alhliða sílikon spreyið gekk betur heldur en fyrra skiptið, þar mynduðust góðar lengjur og allt leit vel út á meðan í fyrra skiptið var sandurinn frekar slepjulegur og myndaði ekki þessar góðu ,,lengjur (ísinn)“. En bæði skiptin komu eins út þegar við tókum sandinn upp úr vatninu og í það aftur. Við teljum að spreyin hafi virkað svona mis vel vegna gæða varanna eða vörumerkjanna. Það gæti líka verið að alhliða sílikon sprey sé venjulega gert með sterkari og áhrifameiri efnum en við teljum fyrri ástæðuna líklegri. Í ,,original´´ myndbandinu er notaður sérstakur tilbúinn, litaður sandur en við notuðum fínan (sigtaður) íslenskan fjörusand, það gæti líka haft e-r áhrif.

  • HVAÐ ER AÐ GERAST?: Þegar þú blandar saman matarlit við vatn blandast hann strax við vatnið. En þegar þú blandar saman matarlit við olíu blandast efnin ekki saman. Olía er vatnsheld, þess vegna t.d. flýtur bensínið í pollunum. Til þess að gera sandinn vatnsheldan þurftum við bara að ata honum út í olíu, þess vegna spreyjuðum við sandinn með spreyi sem inniheldur efni með eitthverskonar olíu. Þegar við tókum vatnshelda sandinn úr vatninu varð hann aftur eins og venjulegur sandur einfaldlega vegna þess að hann var ekki í vatni.

Fimmtudagurinn 12. janúar

Búnar að taka allt upp, byrjuðum að klippa og ,,edita“ myndbandið, redda myndum og útbúa texta.

Mánudagurinn 16. janúar

Lögðum loka hönd á að ,,edita“ myndbandið, en Laufey kláraði svo myndbandið alveg heima hjá sér.

Þriðjudagurinn 17. janúar

Skil á verkefnum inn á padlet. Allir í bekknum náðu að skila á réttum tíma sem var frábært. Við fengum matslista til þess að meta okkar eigið verkefni og frammistöðu. Svo fórum við bara að kynna og sýna/framkvæma verkefnið fyrir bekkinn og auðvitað Gyðu. Mér fannst yfir allan bekkinn verkefnin hjá okkur öllum nokkuð góð, og ég var bara frekar ánægð með myndbandið (og kynninguna) okkar sem við skiluðum.

Hér getiði horft á myndbandið.

Myndir:

VV17 1VV17 3VV17 5VV17 4

Heimildir:

Steve Spangler science

original

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *