Rafmagn á Dal – 26. janúar

Fimtudagurinn 26. janúar

Við vorum niðri í tölvuveri að vinna verkefni (sjá fyrir neðan) á náttúrufræðisíðunni.

Við horfðum á mynband um hreina orku og áttum að svara eftirfarandi spurningum:

 1. Hve stór hluti af orkunotkun Íslendinga er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum?
 2. Í hvað er innflutta orkan notuð?
 3. Hvaða áhrif hefur það á umhverfið þegar bensín og annað jarðefnaeldsneyti er brennt?

Svör:

 1. 3/4 hluti allrar orku.
 2. Hún er notuð í fiskiskipaflotann og samgöngutæki (vélar).
 3. Það lætur frá sér gróðurhúsalofttegundir sem er skaðvaldur hlýnun jarðar.

Við horfðum svo á myndband um raforku og áttum að svara eftirfarandi spurningum:

 1. Nefndu dæmi um þrjú mismunandi form orku.
 2. Úr hvaða þremur öreindum eru atóm gerð?
 3. Hvaða öreindir hafa jákvæða hleðslu?
 4. En neikvæða?
 5. Hvað á sér stað þegar rafmagn er flutt eftir rafmagnsvír?
 6. Hvernig er hægt að framleiða rafmagn á Íslandi?
 7. Hvað er rafhleðsla, og hvað er rafmagn?

Svör:

 1. Raforka, hreyfiorka og stöðuorka
 2. Róteindir sem hafa jákvæða hleðslu, rafeindir sem hafa neikvæða hleðslu og svo nifteindir sem eru hlutlausar.
 3. Róteindir
 4. Rafeindir
 5. Róteindirnar draga að sér rafeindirnar í vírnum, þegar þær færast yfir myndast rafstraumur.
 6. Með endurnýtanlegri orku eins og vatnsafli, með fossum og virkjunum, jarðhita og aðeins vindorku.
 7. Hver öreind hefur í sér ákveðna rafhleðslu og flutningur og samspil eða hreyfing rafeinda býr til rafmagn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *