Lekaliði

Við fengum verkefni að skoða og taka mynd af rafmagnstöflunni heima og merkja inn lekaliðann. Lekaliðinn er aðalrofinn sem stjórnar í rauninni öllu, hann getur slökkt á öllu. Oftast er hann greinilegur eða merktur (í öðrum lit, öðruvísi lögun eða stærð eða frá öllum hinum). Heima hjá mér er hann ekki svo greinilegur en hann er samt aðeins öðruvísi en hinir rofarnir. Hann slær öllu út ef ef e-ð kemur eða e-ð er óeðlilegt. Hann er til á öllum heimilum (ja…lang flestum) og er á rafmagnstöflunni ásamt öðrum rofum sem stjórna e-s hluta heimilisins. Á mínu heimili eru tvær rafmagnstöflur, ein sem sést hér fyrir neðan sem er aðeins flóknari en svo er önnur, eldri sem stjórnar aðeins nokkrum hlutum heimilisins.

lekaliði - merkturHér sést lekaliðinn merktur með rauðu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *