6.-9. febrúar

Mánudagurinn 6. febrúar

Það var nearpod um rafrásir.

Til eru tvennskonar gerðir af rafrásum bæði hliðtengdar og raðtengdar. Raðtengdar eru eru þessar einföldu, rafeindirnar ganga bara eina leið þar sem allt tengist öllu, ef að ein pera bilar þá er virkar rafrásin ekki, þær styðjast hvor við aðra. Hliðtengdar rafrásir geta verið frekar flóknari, þær geta farið mismunandi leiðir þannig að ef að e-ð gerist geta rafeindirnar farið aðrar leiðir.

Þriðjudagurinn 7. febrúar

Það var stöðvavinna, við unnum saman í hóp ég, Ragnheiður, Laufey og Einar Ágúst. Við unnum fyrst verkefnablað um rafrásir, fyrsta verkefnið á blaðinu var þannig að við áttum að finna fjögur atriði sem voru röng á þessari hliðtengdu rafrás sem sést hér á myndinni:

rafrás1

Þau atriði sem eru röng á myndinni eru yfirstrikuð.

A = Það eru bara neikvæðar eindir, vantar þær jákvæðu til þess að þetta virki (jákvæðu senda neikvæðu eftir vírnum).

B = Straumurinn verður að ná saman í hring, það má ekkert op vera annars kemst ekkert til skila.

D = Viður er eingrari (leiðir ekki rafmagn), það fer ekkert rafmagn í gegnum ,,leiðarann”.

F = Vírinn fer bara í annað skautið, til þess að peran virki þarf það að ná í bæði skautin, peran er bara þannig. En hins vegar hindrar hún ekki rafmagnið að fara í gegn sína leið, hún lýsir bara ekki.

Ef að straumrásin er virk þá…:

  • Myndu allar perurnar lýsa nema F og E
  • Myndi bjallan (H) virka – vegna þess að straumurinn fer í gegn þrátt fyrir að það sé op á móti henni.
  • Myndi pera C lýsa þrátt fyrir að pera E yrði fjarlægð – vegna þess að straumurinn frá batterýinu fer tvær leiðir.
  • Myndi pera I ekki lýsa ef að pera C yrði fjarlægð – vegna þess að rafeindirnar komast ekki í gegnum harðviðarkubbinn (hann er einangrari)
  • Myndi pera C lýsa þrátt fyrir að pera I yrði fjarlægð

Perurnar I, J og L eru hliðtengdar, þær ná ekki saman í einfaldan hring. Perurnar C og F og bjallan H eru raðtengdar, þær eru á sömu línu sem nær í (einfaldan) hring.

Svo fórum við að skoða og fikta í svona rafdóti. Þar var fullt af dóti í pakka sem hægt var að tengja saman, hægt var að tengja litlar ljósaperur, hreyfla og svona viftur. Ég og Ragnheiður prófuðum að tengja smá saman, hér sjást myndir fyrir og eftir að við kveiktum á því:

rafdót1 rafdót

Fimmtudagurinn 9. febrúar

Það var smá nearpod um segulmagn og segulkraft.

Segulmagn: Þegar rafeindirnar snúast um hverja aðra virka þær eins og seglar. Með aðdráttar- og fráhindrandikröftum sem rafeindir hafa þegar þær hreyfast myndast segulmagn. Þetta er notað í ýmsum tækjum svo sem áttavitum, dyrabjöllum og símum.

Segulkraftur: Krafturinn sem segull hefur, krafturinn er sterkastur næst hvorum endanum (yst). Ósamstæð skaut dragast að hvor öðru en samstæð hrinda hvor öðru frá.

Fréttir og annað:

Hvalir komnir að ströndinni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *