13. – 16. febrúar

Lítið var gert í þessari viku, vegna árshátíðarvinnu og undirbúnings.

Mánudagurinn 13. febrúar

Engin tími vegna árshátíðarundirbúnings

Þriðjudagurinn 14. febrúar

Það var próf úr eðlisfræðihlekknum.

Fimmtudagurinn 16. febrúar

Ég var ekki í skólanum en mér skilst að þeir sem kláruðu ekki prófið fengu tíma til þess.

Hér er smá upprifjun úr eðlisfræðihlekknum þar sem við fjölluðum sérstaklega um rafmagn: 

  • Straumur (I) er fjöldi rafeinda eða streymi þeirra, því fleiri rafeindir því hærri straumur – mældur í amper (A).
  • Spenna (V) er orka rafeinda, því meiri spenna því meiri orku fær hver rafeind – mæld í Voltum (V).
  • Viðnám (R) er sú leið eða vinna sem þarf að gera/fara, (,,brekkan sem þarf að fara upp”) – mæld í Ohm (Ω).
  • Lögmál Ohms: I = V / R
  • Í grunninn geta rafrásir verið tvenns konar, hliðtengdar og svo raðtengdar. Raðtengdar eru þessar einföldu, rafeindirnar ganga bara eina leið þar sem allt tengist öllu, ef að ein pera bilar þá er virkar rafrásin ekki, þær styðjast hvor við aðra. Hliðtengdar rafrásir geta verið frekar flóknari, þær geta farið mismunandi leiðir þannig að ef að e-ð gerist geta rafeindirnar farið aðrar leiðir.

Fréttir og annað:

3/4 hluti mannkyns með farsíma eftir þrjú ár.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *