0

13. – 16. mars

Eins og í seinustu viku er mikið að gera og þess vegna var lítið af náttúrufræðitímum.

Mánudagurinn og þriðjudagurinn 13.- 14. mars

Það var smá nearpod-kynning um lífríki Íslands. Þetta var allt það sem við erum búin að læra áður eða að minnsta kosti heyrt um, en þetta var góð upprifjun. (Á þriðjudaginn fengum við bara fyrri tímann). Við töluðum um m.a. …:

  • Gróðurfar landsins. Við erum í barrskógabeltinu (þótt að það sé ekkert voðalega mikið um barrskóga). Mikið er af freðmýri sérstaklega á hálendinu. Þar eru áberandi margar tegundir af fléttum, mosum og sveppum.
  • Fugla en mikið er af stórum stofnum þótt að þeir séu ekkert endilega margir. Sem dæmi má nefna Æðarfuglastofninn sem er sá lang stærsti í heiminum.
  • Hafið við Ísland þar sem eru gjöful fiskimið. Það er mikill munur á flóði og fjöru
  • Samlífi (þar sem tvær lífverur hafa e-s konar eða ,,ósamband“)sem skiptist í gistilífi þar sem það er hagstætt fyrir aðra lífveruna og breytir engu fyrir hina, sníkjulífi þar sem það er hagstætt fyrir aðra lífveruna en óhagstætt fyrir hina og svo samhjálp (besta dæmið um samhjálp eru fléttur) þar sem það er hagstætt fyrir báðar lífverurnar.
  • Bleikjurnar í Þingvallavatni en það er eina vatnið í heiminum sem hefur fjóra stofna af bleikju. Þær hafa þróast með tímanum á mismunandi hátt, og eru ólíkar aðstöður sem þær hafa lagað sig að.

Svo er gott að kunna þetta helsta með lagskiptingu Jarðarinnar, lofthjúp Jarðarinnar, hringrás vatnsins og gróðurhúsaáhrifin.

 

 

0

6. – 9. mars

Lítið var að gera í þessari viku vegna samræmdna prófa.

Við töluðum þó e-ð um Helga Pjeturss sem var fyrstur Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í jarðfræði. Hann var samt þekktastur fyrir að uppgvöta að ekki hafi einungis verið eitt jökulskeið, og að Ísland hafi mótast á mörgum kulda- og hlýskeiðum. Fyrir þetta fékk hann doktorsnafnbót frá Kaupmannahafnarháskóla = doktor í jarðfræði.

Svo töluðum við aðeins um Guðmund Kjartansson sem var fæddur í Hrunamannahreppi en hann kom kom fram með stapakenninguna. Hún er þannig að stapar og öll móbergsfjöll eru mynduð við gos undir vatni eða jökli.

Heimildir:

Helgi Pje

Guðmundur Kjatansson

Fréttir og annað:

Photo of the day á NaGeographic – Jökulsárlón

Dýrin að minnka vegna hlýnun Jarðar?

0

27. febrúar – 2. mars

Mánudagurinn 27. febrúar

Við 10. bekkur vorum í starfskynningum svo enginn skóli.

Þriðjudagurinn 28. febrúar

Það var enginn náttúrufræðitími vegna starfkynningarkynningum.

Fimmtudagurinn 2. mars

Við byrjuðum á nýjum hlekk sem fjallar um náttúrufræði Íslands. Við kynnum okkur jarðfræði, eðlisfræði og líffræði landsins og skoðum umhverfið, auðlindir, samfélagið, náttúruvernd, orku og hamfarir sem eru allt í kringum okkur. Við fengum hugtakakort afhent á meðan við fjölluðum aðallega um jarðfræði Íslands, t.d. um móberg sem er lang algengast á Íslandi og svo líparít sem finnst t.d. í Kerlingafjöllum. Móberg myndast bara undir vatni eða jökli, þetta er í raun askan sem kemur ú rgosinu og safnast saman og límist síðan með hjálp vatns. Líparítið getur verið mismunandi eftir aðstæðum, hrafntinna getur myndast eða baggalútur eða svona ljósleitt eins og í Kerlingafjöllum.

Herðubreið-Iceland-2 kerlingafjöll

  1. Hér sést móbergsfjallið Herðubreið.
  2. Hér sjást Kerlingafjöll úr ljósu líparíti.

Fréttir og annað:

Einu grasætu aparnir í heiminum – timelapse

Fornmynjar frá 1000 árum fyrir Krist

400 þ. manns deyja í USA vegna mataræðis

Heimildir:

Herðubreið

Kerlingafjöll