27. febrúar – 2. mars

Mánudagurinn 27. febrúar

Við 10. bekkur vorum í starfskynningum svo enginn skóli.

Þriðjudagurinn 28. febrúar

Það var enginn náttúrufræðitími vegna starfkynningarkynningum.

Fimmtudagurinn 2. mars

Við byrjuðum á nýjum hlekk sem fjallar um náttúrufræði Íslands. Við kynnum okkur jarðfræði, eðlisfræði og líffræði landsins og skoðum umhverfið, auðlindir, samfélagið, náttúruvernd, orku og hamfarir sem eru allt í kringum okkur. Við fengum hugtakakort afhent á meðan við fjölluðum aðallega um jarðfræði Íslands, t.d. um móberg sem er lang algengast á Íslandi og svo líparít sem finnst t.d. í Kerlingafjöllum. Móberg myndast bara undir vatni eða jökli, þetta er í raun askan sem kemur ú rgosinu og safnast saman og límist síðan með hjálp vatns. Líparítið getur verið mismunandi eftir aðstæðum, hrafntinna getur myndast eða baggalútur eða svona ljósleitt eins og í Kerlingafjöllum.

Herðubreið-Iceland-2 kerlingafjöll

  1. Hér sést móbergsfjallið Herðubreið.
  2. Hér sjást Kerlingafjöll úr ljósu líparíti.

Fréttir og annað:

Einu grasætu aparnir í heiminum – timelapse

Fornmynjar frá 1000 árum fyrir Krist

400 þ. manns deyja í USA vegna mataræðis

Heimildir:

Herðubreið

Kerlingafjöll

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *