13. – 16. mars

Eins og í seinustu viku er mikið að gera og þess vegna var lítið af náttúrufræðitímum.

Mánudagurinn og þriðjudagurinn 13.- 14. mars

Það var smá nearpod-kynning um lífríki Íslands. Þetta var allt það sem við erum búin að læra áður eða að minnsta kosti heyrt um, en þetta var góð upprifjun. (Á þriðjudaginn fengum við bara fyrri tímann). Við töluðum um m.a. …:

  • Gróðurfar landsins. Við erum í barrskógabeltinu (þótt að það sé ekkert voðalega mikið um barrskóga). Mikið er af freðmýri sérstaklega á hálendinu. Þar eru áberandi margar tegundir af fléttum, mosum og sveppum.
  • Fugla en mikið er af stórum stofnum þótt að þeir séu ekkert endilega margir. Sem dæmi má nefna Æðarfuglastofninn sem er sá lang stærsti í heiminum.
  • Hafið við Ísland þar sem eru gjöful fiskimið. Það er mikill munur á flóði og fjöru
  • Samlífi (þar sem tvær lífverur hafa e-s konar eða ,,ósamband“)sem skiptist í gistilífi þar sem það er hagstætt fyrir aðra lífveruna og breytir engu fyrir hina, sníkjulífi þar sem það er hagstætt fyrir aðra lífveruna en óhagstætt fyrir hina og svo samhjálp (besta dæmið um samhjálp eru fléttur) þar sem það er hagstætt fyrir báðar lífverurnar.
  • Bleikjurnar í Þingvallavatni en það er eina vatnið í heiminum sem hefur fjóra stofna af bleikju. Þær hafa þróast með tímanum á mismunandi hátt, og eru ólíkar aðstöður sem þær hafa lagað sig að.

Svo er gott að kunna þetta helsta með lagskiptingu Jarðarinnar, lofthjúp Jarðarinnar, hringrás vatnsins og gróðurhúsaáhrifin.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *