0

18. apríl

(Þetta mun vera seinasta bloggið mitt í Flúðaskóla þar sem lokamatið er að byrja:()

Þriðjudagurinn 18. apríl

Við fengum glósur og hraðan fyrirlestur um æxlunarkerfi mannsins þar sem við höfðum ekki mikinn tíma.

Kynlaus æxlun

 • Frumuskipting (mítósa)
 • Knappskot
 • Gró æxlun
 • Vaxtaæxlun
 • Klónun

Kynæxlun

 • Kk. og kvk.
 • Sáðfruma og eggfruma (meiósa).

Effin 5 – ólíkir lífsferlar

 • Fífill – fjölgast með fræum sínum.
 • Fiskur – Kvk verpir eggjum, kk setur sæði yfir þau, svo verður til pokaseyði.
 • Fíll – Frjóvgun eins og hjá mönnum.
 • Fiðrildi – Fyrst egg, verður að lirfu, síðan fer það í púpu og verður að lokum að fiðrildi.
 • Fugl – Kvk og kk frjóvgast og kvk verpir eggjum, ungar klekjast út.

Sæði

 • Sáðfrumur sem eistun mynda og sáðvökvi.
 • Hlutverk hans er að flytja næringu fyrir sáðfrumurnar, drepa bakteríur og afsýra leggöng (umhverfi legganga er oft of súrt fyrir sáðfrumurnar).
 • Innan við 1% sáðfrumnana ná að egginu.
 • Um 100 milljón sáðfrumur í hverjum ml (Um 3.75 ml sæðis eru í hverjum ml.)

Eggmyndun

 • Hefst strax í fósturlífi, lýkur eftir frjóvgun.
 • Tvílitna eggmóðurfruma skiptist með meiósa og myndar einlitna eggfrumu.
 • Við fæðingu: 400 þ eggmóðurfrumur í eggjastokkum, við kynþroska: 40 þ, aðeins um 400 egg ná að þroskast.

Í leginu…

 • Fósturþroski: frumfósturskeið → ungfósturskeið → myndfósturskeið.
 • Okfruma: Samruni eggfrumu og sáðfrumu, fyrsta fruma nýs einstaklings. Um 21 klst eftir frjóvgun skiptir hún sér í tvennt og svo í tvennt (þá fjórar til) o.s.frv.

Fréttir og annað:

Neikvæður massi ögrar þyngdarlögmálinu

 

0

27.-30. mars

Mánudagurinn 27. mars

Við byrjuðum á paraverkefni um orku þar sem við áttum að skila í glærukynningu, ég var með Ragnheiði í hóp. Við fengum að velja úr mörgum hugtökum og við völdum sólarorku. Við byrjuðum strax að leita að upplýsingum um sólarorku í bókum og á netinu og glósuðum hjá okkur. Svo settum við þetta upp hvernig við vildum hafa það og hvað kæmi fram og hvað ekki og skiptum svoldið með okkur verkum.

Þriðjudagurinn 28. mars

Sólarorka:

 • Sólin er endurnýjanleg orkulind.
 • Allar orkulindir má rekja til sólarinnar, hún er uppistaða svo margs.
 • Við nýtum hana með rafhlöðum og plöntur og þörungar nýta hana með ljóstillífun.
 • Kjarnasamruni á sér stað í iðrum sólarinnar sem veldur því að mikil orka leysist og fer til jarðarinnar í formi ljósgeisla og hita. (Kjarnasamruni er þegar léttar sameindir koma saman og mynda kjarna)
 • Gríðarleg orka sem losnar.
 • E-r orka glatast þegar hún fer í gegnum andrúmsloftið, þá skiptir hún um stefnur og gös draga hana að sér.
 • Sólarrafhlöður breyta sólarljósi beint og milliliðalaust í raforku, í þeim er hálfleiðari sem gleypir ljóseindirnar og mynda rafstraum.
 • Orkan er minna notuð á Íslandi, aðallega á sumarhúsum og húsbílum þar sem orkuþörfin er minni en á venjulegum heimilum. En með vonum um betri sumur gæti þeim ferið fjölgandi.
 • Verðið á sólarrafhlöðum er hátt miðað við stærð en með fjölgandi framleiðslu lækkar verðið alltaf aðeins og þetta verður algengara.

kína

Sunrise Sun Forest Clouds Pinwheel Windräder

Fimmtudagurinn 30. mars

Það var kynningardagur og flestir náðu að kynna en þó ekki allir. Okkar kynning gekk bara nokkuð vel, hún var reyndar svoldið langdregin en það var þó nóg af upplýsingum og fróðleik.

Framtíðin…

Vitundavakning er alls staðar að gerast, fólk er að átta sig á loftlagsbreytingum og sjá hvað þetta getur leitt með sér ef við stoppum þetta ekki. Ríki eru að grípa inn í og taka sig á að nota endurnýjanlegar og umhverfisvænar orkulindir í stað þeirra óendurnýjanlegu og þeim sem menga. Vind- og sólarorka eru mikilvægar orkulindir sem við ættum að nýta miklu meira og ég held að í framtíðinni mun allt virka með þessum orkum og fólk mun hlægja þegar það hugsar til ársins 2017 þar sem enþá var notað bensín og kol (en hvað veit ég).

Fréttir og annað:

Photo of the day – íslenski hesturinn

Suðurljósin timelapse

 

0

20.-23. mars

Mánudagurinn 20. mars

Það var enginn tími vegna danskennslu.

Þriðjudagurinn 21. mars

Við fengum afhendar glósur um orku á Íslandi, hér er smá um það sem við fjölluðum um:

 • Öll orka á upptök sín frá sólinni.
 • Vatnsaflsvirkjanir: Breyta stöðuorku í hreyfiorku
 • Vindorka: Vindmyllur notaðar, rafallinn framleiðir rafmagn. Stefnt á að nota vindorku mikið í framtíðinni í orkuframleiðslu. Breytileg og erfitt að geyma en mengar ekki og er endurnýjanleg orkulind.
 • Jarðvarmi: Jörðin losar varmann í möttlinum með varmaleiðni og varmastreymi. Svæðum skipt í lág- og háhitasvæði.
 • Framtíðin er í okkar höndum: endurnýjanlegar orkulindir.

Fimmtudagurinn 23. mars

Það var enginn tími vegna þess að við vorum að vinna ,,mystery-skype“ verkefni í sambandi við dag Norðurlandanna.

Fréttir og annað:

Teiknar Mexíkóborg eftir minni

Trump dregur úr aðgerðum varðandi loftslgasbreytinga