27.-30. mars

Mánudagurinn 27. mars

Við byrjuðum á paraverkefni um orku þar sem við áttum að skila í glærukynningu, ég var með Ragnheiði í hóp. Við fengum að velja úr mörgum hugtökum og við völdum sólarorku. Við byrjuðum strax að leita að upplýsingum um sólarorku í bókum og á netinu og glósuðum hjá okkur. Svo settum við þetta upp hvernig við vildum hafa það og hvað kæmi fram og hvað ekki og skiptum svoldið með okkur verkum.

Þriðjudagurinn 28. mars

Sólarorka:

  • Sólin er endurnýjanleg orkulind.
  • Allar orkulindir má rekja til sólarinnar, hún er uppistaða svo margs.
  • Við nýtum hana með rafhlöðum og plöntur og þörungar nýta hana með ljóstillífun.
  • Kjarnasamruni á sér stað í iðrum sólarinnar sem veldur því að mikil orka leysist og fer til jarðarinnar í formi ljósgeisla og hita. (Kjarnasamruni er þegar léttar sameindir koma saman og mynda kjarna)
  • Gríðarleg orka sem losnar.
  • E-r orka glatast þegar hún fer í gegnum andrúmsloftið, þá skiptir hún um stefnur og gös draga hana að sér.
  • Sólarrafhlöður breyta sólarljósi beint og milliliðalaust í raforku, í þeim er hálfleiðari sem gleypir ljóseindirnar og mynda rafstraum.
  • Orkan er minna notuð á Íslandi, aðallega á sumarhúsum og húsbílum þar sem orkuþörfin er minni en á venjulegum heimilum. En með vonum um betri sumur gæti þeim ferið fjölgandi.
  • Verðið á sólarrafhlöðum er hátt miðað við stærð en með fjölgandi framleiðslu lækkar verðið alltaf aðeins og þetta verður algengara.

kína

Sunrise Sun Forest Clouds Pinwheel Windräder

Fimmtudagurinn 30. mars

Það var kynningardagur og flestir náðu að kynna en þó ekki allir. Okkar kynning gekk bara nokkuð vel, hún var reyndar svoldið langdregin en það var þó nóg af upplýsingum og fróðleik.

Framtíðin…

Vitundavakning er alls staðar að gerast, fólk er að átta sig á loftlagsbreytingum og sjá hvað þetta getur leitt með sér ef við stoppum þetta ekki. Ríki eru að grípa inn í og taka sig á að nota endurnýjanlegar og umhverfisvænar orkulindir í stað þeirra óendurnýjanlegu og þeim sem menga. Vind- og sólarorka eru mikilvægar orkulindir sem við ættum að nýta miklu meira og ég held að í framtíðinni mun allt virka með þessum orkum og fólk mun hlægja þegar það hugsar til ársins 2017 þar sem enþá var notað bensín og kol (en hvað veit ég).

Fréttir og annað:

Photo of the day – íslenski hesturinn

Suðurljósin timelapse

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *