18. apríl

(Þetta mun vera seinasta bloggið mitt í Flúðaskóla þar sem lokamatið er að byrja:()

Þriðjudagurinn 18. apríl

Við fengum glósur og hraðan fyrirlestur um æxlunarkerfi mannsins þar sem við höfðum ekki mikinn tíma.

Kynlaus æxlun

 • Frumuskipting (mítósa)
 • Knappskot
 • Gró æxlun
 • Vaxtaæxlun
 • Klónun

Kynæxlun

 • Kk. og kvk.
 • Sáðfruma og eggfruma (meiósa).

Effin 5 – ólíkir lífsferlar

 • Fífill – fjölgast með fræum sínum.
 • Fiskur – Kvk verpir eggjum, kk setur sæði yfir þau, svo verður til pokaseyði.
 • Fíll – Frjóvgun eins og hjá mönnum.
 • Fiðrildi – Fyrst egg, verður að lirfu, síðan fer það í púpu og verður að lokum að fiðrildi.
 • Fugl – Kvk og kk frjóvgast og kvk verpir eggjum, ungar klekjast út.

Sæði

 • Sáðfrumur sem eistun mynda og sáðvökvi.
 • Hlutverk hans er að flytja næringu fyrir sáðfrumurnar, drepa bakteríur og afsýra leggöng (umhverfi legganga er oft of súrt fyrir sáðfrumurnar).
 • Innan við 1% sáðfrumnana ná að egginu.
 • Um 100 milljón sáðfrumur í hverjum ml (Um 3.75 ml sæðis eru í hverjum ml.)

Eggmyndun

 • Hefst strax í fósturlífi, lýkur eftir frjóvgun.
 • Tvílitna eggmóðurfruma skiptist með meiósa og myndar einlitna eggfrumu.
 • Við fæðingu: 400 þ eggmóðurfrumur í eggjastokkum, við kynþroska: 40 þ, aðeins um 400 egg ná að þroskast.

Í leginu…

 • Fósturþroski: frumfósturskeið → ungfósturskeið → myndfósturskeið.
 • Okfruma: Samruni eggfrumu og sáðfrumu, fyrsta fruma nýs einstaklings. Um 21 klst eftir frjóvgun skiptir hún sér í tvennt og svo í tvennt (þá fjórar til) o.s.frv.

Fréttir og annað:

Neikvæður massi ögrar þyngdarlögmálinu

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *