0

3. – 6. október

Mánudagurinn 3. október

Það voru kynningar á hugtökunum sem við völdum okkur í sambandi við hvað get ég gert. Það var ekki nógur tími til þess að allir náðu að klára.

Þriðjudagurinn 4. október

Við héldum áfram með kynningarnar þar sem ég fjallaði um náttúruvernd. Í seinni tæimanum fórum við í alias um það sem við vorum að læra um. Dæmi um hugtök í alias:

 • Umhverfisvænn – Að umgangast og hugsa vel um náttúruna.
 • Erfðabreytt matvæli – Matvæli sem eru framleidd úr lífverum (plöntum, t.d. grænmeti, baðmull og baunir) sem eru með breytt eða skipt út gen. Það eru tekin gen frá öðrum lífverum og sett í aðrar til þess að fá hina fullkomnu vöru. Plantan er gerð ónæm fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum. Það eru mismunandi skoðanir á þessu, bæði góðar og slæmar. Kostirnir eru aðallega að framleitt eru hraustari plöntur, því þær eru ónæmar fyrir allskonar efnum. Svo er líka talað um að breyta plöntum þannig að þær nýta sólarljósið betur, sem lætur þær vaxa hraðar. Meira er vitað um kosti heldur en galla erfðabreytts matvælis, en ótti við óvissu er meðal þeirra efstu. Óvissa um sköðun heilsu og umhverfis, breytingar á náttúrulegum gróðri. Svo er líka að allar plönturnar eru eins, með nákvæmlega sömu gen. Ef að ein planta deyr þá ættu allar að deyja líka.
 • Vistvænn lífsstíll – Að lifa lífunu þannig að hugsa um vistkerfið í náttúrunni.
 • Þrávirk efni – Efnasambönd sem berast í lífverur með fæðu. Þetta eru oft efni sem eru upprunin á iðnaðarsvæðum og eru oftast mjög hættuleg. Efnin berast í jarðveg og þannig í plöntur og svo upp í fæðukeðjuna. Dæmi: Efnið berst með hafinu, þörungur tekur efnið upp, rækja étur þörunginn, smokkfiskur étur rækjuna, loðna étur smokkfiskinn, þorskur étur loðnuna og svo étum við þorskinn. Þannig berast þrávirk efni alla leið til okkar og annara dýra.
 • Súrt regn – Rigning sem hefur hátt sýrustig. Hún hefur áhrif á plöntur, sjávardýr og byggingar. Helsti skaðvaldurinn er maðurinn, en efni sem hann lætur frá sér, eins og brennistein og köfnunarefni leysast upp í vatni og til verður sýra.
 • Auðlindanýting – Auðlindir sem við nýtum

Fimmtudagurinn 7. október

Við tókum könnun með því að svara þrem spurningum úr ég ber ábyrgð. Við máttum nota hvaða hjálpartæki sem við vildum. Svo voru skil í loks tíma. Hér eru spurningarnar sem ég tók og svör (í styttri og einfaldari útgáfunni):

 • Loftslagsbreytingar – Hvaða breytingar er verið að tala um og hvaða afleiðingar gætu þær haft á og við Ísland? Nefndu nokkur atriði.

Þetta eru breytingar út af efnum í lofthjúpnum. Súrnun sjávar hefur mikil áhrif á og við Ísland. Sjórinn gleypir koldíoxíð og þannig breytist sýrustigið og kalkmettun lækkar. Þetta hefur áhrif á lífríki hafsins.

 • Hvers vegna eru kóralrif mikilvæg fyrir lífríki Jarðar? Og hvaða hætta steðjar að þessum vistkerfum?

Kóralllar eru helstu kalkframleiðendur sjávar. Súrnun sjávar hægir á vexti þeirra og þeir verða veikari. Kóralrifin eru búsvæði og uppeldisstöðvar margra lífvera í sjónum og ef að þeir deyja raskast allt lífríki sjávar.

 • Loftslagsbreytingar – Nefndu nokkur dæmi um áhrif á heimsvísu.

Alparnir – Hægt að bráðna sem hefur gríðarleg áhrif á hringrás vatns í Evrópu.

Newtok, Alaska – Sjávarhiti hækkar og sífrerið (frosinn grunnur þorpsins) bráðnar og bæjirnir eyðast eða jafnvel sökkva. Mörg flóð hafa komið upp og talið er að þorpið muni verða undir vatni innan 100 ára.

Fréttir og annað:

Stofnfrumur bjarga hjartveikum öpum

Veður update

Heimildir:

Vísindavefurinn – erfðabreytt efni

Vísindavefurinn – þrávirk efni

Wikipedia – súrt regn

 

 

0

26.-29. september

Mánudagurinn 26. september

Við fengum tölvuverið til þess að halda áfram með verkefnið ég ber ábyrgð.

 

Þriðjudagurinn 27. september

Enginn tími vegna Norrænaskólahlaupinu.

 

Fimmtudagurinn 29. september

Héldum áfram með verkefnið – seinasti tíminn.

 

Náttúruvernd:

 • Verndun landslagsgerða, náttúruminja og fjölbreytni á milli tegunda og vistkerfa.
 • Reynt er að stuðla að því að náttúran fái að þróast eftir eigin lögmálum – reynt að tryggja að næstu kynslóðir fái að njóta ósnortinnar náttúru.
 • Friðun er þegar verndað er búsvæði dýra og plantna, jarðmyndana og landslags.
 • Mikilvægt skref var tekið í friðun þegar sett voru lög um fuglavernd.
 • sérstök náttúrusvæði gerð að þjóðgörðum – Þingvellir var fyrsti þjóðgarður Íslands.
 • Íslendingar settu seint almenn lög um náttúruvernd.
 • Hlutverk náttúruverndarnefndar er að ráðleggja, koma með tillögur og fræðslu og kynna fyrir almenningi skyldur og réttindi.
 • Áhrif manna efst á lista yfir neikvæð áhrif á friðlýst svæði.
 • Stórar virkjanir mikil ógn sérstakra svæða í náttúrunni.

Hvað er að gerast?

Mennirnir eru að eyða jörðinni smátt og smátt. Þeir höggva trén sem gefa okkur súrefni, menga hafið sem aflar okkur fæðu og gefur okkur vatn, menga andrúmsloftið sem er ástæðan afhverju við öndum, traðka og sprengja upp jörðina sem heldur okkur standandi á fótum okkra, rífa niður landslagið sem við njótum alla daga, sóa matnum sínum þegar milljónir aðra svelta. Allt fyrir hvað? Betra samfélag? Svo þeir geti búið til ný efni, tæki eða stórbyggingar. Ef svo er, bætir þetta í alvörunni samfélagið? Með því að búa til e-ð nýtt sem aðrir geta notið, en hvernig eiga þeir að geta notið þegar þeir geta ekki andað, borðað eða staðið á föstu landi. Þurfum við að eyða jörðinni til þess að fá betra samfélag? Ef við viljum bæta samfélagið okkar verðum við að hugsa um nátúruna. Því að náttúran er það sem heldur okkur lifandi. Við verðum að gera e-ð í því, við verðum að gera e-ð fyrir næstu kynslóðir okkar, svo þau fái að lifa góðu og heilbryggðu lífi og svo þau fái að vera stolt.

 

Fréttir og annað:

sorphaugur í sjónum

 

0

19.-22. september

Mánudagurinn 19. september

Það voru foreldraviðtöl og enginn skóli.

 

Þriðjudagurinn 20. september

Við byrjuðum á nýju einstaklingsverkefni sem tengist áhrifs mannsins á jörðina. Við völdum okkur eitt hugtak, ég valdi mér hugtakið náttúruvernd. Í þessu verkefni eigum við að fræðast og kynnast hugtakinu, við eigum svo að skila verkefninu einhvern veginn eins og við viljum fyrir framan bekkinn. Í tímanum byrjaði ég að leita mér upplýsinga á netinu og í bókum. Ég fann svoldið af upplýsingum, en flestar upplýsingarnar voru um náttúruvernd Íslands (þó að það hafi líka hjálpað) en ekki almennt um náttúruvernd.

Aðeins um náttúruvernd:

 • Verndun landslagsgerða, náttúruminja og líffræðilegrar fjölbreytni (fjölbreytni milli tegunda og vistkerfa).
 • Þegar dregið er úr hættu á að líf, land, sjór, vatn eða andrúmsloft skemmist, reynt er að vernda það sem er sérstakt eða sögulegt.
 • Reynt er að stuðla að því að náttúran fái að þróast eftir eigin lögmálum.
 • Friðun er ein af helstu aðferðunum við náttúruvernd – tilgangur hennar er aðallega að vernda búsvæði lífvera, jarðmyndunar og landslags.

Hvað get ég gert?

Látið í mér heyra. Svo einfalt er það. Koma þessu meira á framfæri og vernda náttúruna. Svo auðvitað hjálpar það að nota lífrænar vörur, nota rafmagn og menga lítið sem ekkert.

 

Fimmtudagurinn 22. september

Ég var ekki í skólanum.

 

Heimildir:

Umhverfisstofnun – náttúruvernd

 

Fréttir og annað:

áhrif mannsins á náttúruna-myndbönd – nature is speaking, mother natureman vs. earth

Menn búsettir á Mars?

 

 

 

 

0

12. – 15. september

Mánudagurinn 12. september

Það var enginn náttúrufræði tími.

Þriðjudagurinn 13. september

Við byrjuðum á að skoða fréttir aðallega um mengun mannsins á jörðinni.

Svo líka horfðum við á frétt um fornleifar sem fundust í Stöðvarfirði. Samkvæmt C-14 greiningu eru fornleifarnar um 800 ára gamlar. C-14 er geislavirk kolefnissamsæta sem myndast úr nitri loftsins fyrir áhrif geimgeisla. Jafnan fyrir myndun C-14:

nifteind + 14N —> 14C + róteind

Svo var stuttur gagnvirkur lestur. Við vorum þrjú saman í hóp, við stelpurnar fengum að vera saman. Við völdum okkur eina opnu (kafla) í bókinni Framtíðin í okkar höndum. Við völdum gróðurhúsaáhrifin. Við skiptum á að lesa, taka textann saman, spyrja spurninga og spá fram í tímann. Svo tókum við nokkur lykilhugtök úr textanum. Hugtökin sem við komum með voru:

 • Vatnsgufa – áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin.
 • Flúorgastegundir – eitraðar gastegundir sem menga andrúmsloftið.
 • Díniturmónoxíð – hláturgas.
 • Koltvíoxíð – koltvísýringur (CO2) samsettur úr einni kolefnisfrumeind og tveimur súrefnisfrumeindum.
 • Lofthjúpur – Verndar jörðina frá hættulegum geislum úr geimnum og viðheldur jöfnu hitastigi, án hans væri ekkert líf hér.
 • Ískjarni – Á Suðurskautslandinu er náð í ískjarna 3 km í jörðinni til loftslagsmælinga. Í ískjarnanum er hægt að vita hitastig jarðar fyrir milljónum árum.

Við lásum hugtökin og spurningarnar fyrir allan bekkinn.

Fimmtudagurinn 15. september

Við fengum tímann í að blogga niðri í tölvuveri.

 

Heimildir:

Vísindavefurinn – C-14

Wikipedia – flúor

 

Fréttir og annað:

Vatn undir yfirborði ístunglsins Evrópu

 

0

5.-8. september

Mánudagurinn 5. september

Ég var ekki í tímanum en þau töluðu t.d. um:

 • Vistkerfi – Allar lifandi og líflausar einingar á ákveðnu svæði og samspil þeirra.
 • Líffræðilega fjölbreytni – Er í rauninni fjölbreytni lífríkis. Hún er metin með því að athuga fjölda lífvera, útbreiðslu
 • Mikilvægi hafsins – Við getum nýtt svo margt úr hafinu eins og, fæðu, olíu, salt og allskonar verðmæt efni. Orkubúskapur jarðar er líka að miklu leyti háður hafinu sem og veðurfarið. En ekki ef að mennirnir hætta ekki að menga.

Þau svöruðu líka þessum spurningum úr glósunum:

 1. Hvernig eru auðlindir nýttar?
 2. Hvers vegna eru hringrásarferli í náttúrunni mikilvæg?
 3. Hvað er sjálfbær þróun?
 4. Hvaða ábyrgð höfum við gagnvart komandi kynslóðum?
 5. Hvað get ég gert?

Svör:

 1. Auðlindir eru nýttar í rafmagnsframleiðslu og allskonar orkuframleiðslu.
 2. Þau halda náttúrunni gangandi.
 3. Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir störfum framtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að sinna sínum þörfum.
 4. Við höfum þá ábyrgð að ganga vel um okkur og vera skynsöm.
 5. Nota rafmagn í stað olíu og nota umhverfisvænar vörur.

 

Þriðjudagurinn 6. september

Það var stöðvavinna með 14 stöðvum. Ég átti að vinna með Einari Ágúst í hóp. Við gerðum krossgátur, stafarugl og orðarugl um vistfræði. Við gerðum líka smá lesskilningsverkefni um vistkerfið og svo lásum við aðeins um hringrás kolefnis. Okkur gekk mjög vel á öllum stöðvum.

kolefni

Hér fyrir ofan er góð og einföld útskýring á hringrás kolefnis sem er að finna í bókinni Maður og náttúra.

 

Fimmtudagurinn 8. september

Svör við spurningu á náttúrufræðivefnum:

2. Gerðu fæðupýramíða og lýstu orkuflæðinu eftir því sem ofar dregur. Nefndu dæmi um vistkerfi og lífverur.

Fæðupíramíði eða orkupíramíði sýnir okkur hvernig orkan breytist eftir þrepum í fæðukeðjunni. Þegar við skoðum píramíðann sjáum við að lífverunum fækkar með hverjum hlekk hans.

Stærð hlekkjanna á píramíðanum sýnir okkur orku hlekksins sem er í boði fyrir lífverur hans. Sem sagt eftir því sem hlekkurinn er breiðari því meiri orka er í boði fyrir lífverur hans. Þannig staflast hlekkirnir upp í píramíða. Neðst er orkumesti hlekkurinn og efst er toppneytandinn sem hefur minnstu orkuna.

Dæmi: Neðst er gras, svo kemur maur sem étur grasið, svo jarðsvín sem étur maurana og svo er toppneytandinn híena sem étur jarðsvínið.

faedupiramidi

Það er miðað við að um 10% orkunnar glatast á milli þrepa í píramíðanum. Restin glatast m.a. við öndun, við hreyfingu og sem hiti.

 

Heimildir:

Vísindavefurinn – fæðupíramídi

Líffræðileg fjölbreytni – pdf

Umhverfisstofnun – líffræðileg fjölbreytni

Utanríkisráðuneytið – sjálfbær þróun

Maður og Náttúra (bók) – bls.20, 16

 

Fréttir og annað:

Súrnun sjávar – afleiðingar

Heimur knúinn af endurnýjanlegri orku er innan seilingar

 

 

 

 

0

29. ágúst – 1.september

Mánudagurinn 29. ágúst – fyrsti tíminn í vetur

Við byrjuðum fyrsta náttúrufræðitímann okkar á að fá afhent hugtakakort og glósur á meðan við spjölluðum aðeins um Danmerkurferðina okkar. Svo fórum við líka aðeins yfir hvernig allt saman mun verða í vetur. Við fórum ekkert yfir glósurnar í tímanum heldur fengum við staðreyndir um Danmörku. Við áttum að segja hve sammála staðreyndunum við vorum á skalanum 1-10, dæmi: Það vaxa fleiri plöntur í Danmörku en á Íslandi?  Svarið mitt var 9, því að það er m.a. hærri meðalárshiti í Danmörku.

Þriðjudagurinn 30. ágúst

Við byrjuðum á að rifja upp hugtök sem við höfum lært í gegnum árin. Hér eru þau helstu sem við rifjuðum upp:

Ljóstillífun: Ljóstillífunarformúlan er H2O (vatn) +CO2 (koltvíoxíð)→C6H12O6 (glúkósi) +O2 (súrefni). Þegar plöntur ljóstillífa nota þeir orkuna úr sólinni og koltvíoxíð og framleiða súrefni.

Bruni: Öfugt ferli við ljóstillífun – glúkósi+súrefni→koltvíoxíð+vatn+(orka). T.d. geta kanínur ekki búið til sýna eigin næringu fyrir sjálfan sig eins og plöntur (með ljóstillífun) Þau verða því að éta plöntur til að fá orku. Þegar orkan er notuð losnar hún við bruna.

Vistkerfi: Allt lifandi og líflaust á tilteknum stað (greinilegt svæði), getur verið allt Atlantshafið eða lítið fiskabúr .

Fæðukeðja: Sýnir á einfaldan hátt tengsl lífvera. Hvernig þau éta hvort annað. Kanínan étur grasið, refurinn étur kanínuna, fálkinn étur refinn og svo deyr fálkinn og verður að mold þar sem grasið vex, svona heldur þetta áfram.

fæðukeðja

Fæðuvefur: Tengdar fæðukeðjur í sama vistkerfi mynda fæðuvef. Því flóknari vefur því betri, því þá er minni hætta að vefurinn eyðileggist. Ef hann er mjög einfaldur dettur kannski einn hlekkur út og þá er allt eyðilaggt, því þeir þurfa þennan hlekk til að komast af. En ef að einn hlekkur dytti út í flóknari vef eru margir aðrir hlekkir til að treysta á.

fæðuvefur

Fæðupíramídi: Sýnir hvernig orkan breytist eftir þrepum í fæðukeðjunni. Hver hlekkur eða tegund hefur ákveðna orku, því meiri orku því stærri hlekkur. Svo stafla þeir sér svo uppá hvorn annan eftir orku þannig að þeir mynda píramída. Þannig að t.d. eru frumframleiðendur neðst og svo toppneytendur efst. U.þ.b. 10% orkunnar fer á milli þrepa í píramídanum.

Við fórum svo út að tákna/finna hugtök sem tengist efninu okkar og taka mynd. Við stelpurnar fengum að vera saman í hóp, við tókum þrjár myndir: ljóstillífun, neytandi og bruni.

Svo fórum við aðeins yfir hringrásir vatns og kolefnis og líka fjölluðum við aðeins um þrávirk efni.

Þrávirk efni: Þrávirk efni eru oft upprunin á iðnaðarsvæðum og berast svo í jarðveg og þaðan í plöntur og svo upp í fæðukeðjuna. Dæmi: Þrávirkt efni berst frá iðnaðarverksmiðju í botninn á sjó. Þörungarnir fá efnin í sig, sílin borða þörungana, ýsan borðar sílin og maðurinn borðar ýsuna. Nú er maðurinn búinn að fá í sig þrávirk efni sem kom fyrst úr iðnaðarverksmiðju. Vísindamenn hafa mestar áhyggjur af toppneytendum, en þessi efni geta stundum verið krabbameinsvaldandi, skaðað ónæmiskerfið og minnkað frjósemi.

 

Fimmtudagurinn 1. september

Við vorum niðri í tölvuveri og fengum að blogga. Þeir sem voru búnir að því áttu að afla sér upplýsinga um stafræna borgaravitund.

Hvað er stafræn borgaravitund?

Það er að hafa þekkingu, vitund, færni og viðhorf til að sýna ábyrga og virta hegðun þegar tækni er notuð. Þ.e.a.s. hegða sér vel og þekkja öryggi þegar tækni er notuð.

 

Heimildir:

wikipedia – stafræn borgaravitund

wikipedia – vistkerfi

vísindavefurinn – fæðukeðjur o.fl.

vísindavefurinn – þrávirk efni

Mynd 1

Mynd 2

Fréttir:

Loftmengun eykur líkurnar á alzheimer?

Myndir mánaðarins á national geographic

 

 

 

 

0

Danmerkurferð – lífríkið í Danmörku

Danmerkurferð – 22.-26. ágúst

Við í 10. bekk fórum í skólaferð til Danmerkur í fjóra daga. Þar gerðum við og sáum margt mjög skemmtilegt og áhugavert, en einnig var lífríkið þar fróðlegt.

Lífríkið í Danmörku er aðeins öðruvísi heldur en heima á Íslandi. Loftið er hlýrra og mildara og svo er svo láglent og flatt. Danmörk er í tempraðabeltinu og það ríkir úthafsloftslag. Um 75% landsins er ræktað land, í sveitunum er nánast hver ferkílómetri ræktaður. Landið er allveg nyrst í laufskógarbeltinu en ekki er mikið um laufskóga, en það eru barrskógar ræktaðir til nytja.

Dýralíf:

Dýralífið í Danmörku er ekki beint fjölbreytt (ekki þannig að maður taki eftir því). Aðallega það sem maður tók eftir í Kaupmannahöfn voru fuglar (sérstaklega dúfur á götunum), engisprettur (á kvöldin heyrði maður mikið í engisprettum þar sem var hátt gras) og alskonar skordýr.

Við fórum líka í dýragarðinn í Kaupmannahöfn. Þar fengum við tvo tíma til að skoða okkur um. Þarna voru mörg dýr sem lifa ekki í Danmörku (nema í dýragarðinum…). Við náðum ekki að skoða öll dýrin á þessum tíma en það var allveg nóg. Dýrin sem lifa í Danmörku sem við sáum í dýragarðinum voru t.d. mörg húsdýr eins og geitur, svín, íslenski hesturinn og kanínur.

En annars staðar í sveitum Danmerkur, þar sem við fórum ekki, er mikil ræktun á kúm, svínum og hestum. En helstu villtu spendýrin eru t.d. krónhirtir, hérar, rauðrefir, villisvín og dádýr.

Plöntur:

Maður tók eftir því að plöntu- og gróðurlíf Danmerkur er meira og fjölbreyttara heldur en á Íslandi, aðallega vegna þess að það er láglendara og flatara og mildara loftslag í Danmörku. Í Kaupmannahöfn tók maður mest eftir stórum trjám og mikið af lægri gróðri.

 

Heimildir:

danmorkos.wikispaces.com

visindavefurinn.is

 

Fréttir og annað:

En hlýnar jörðin