0

13.-16.október

Mánudagurinn 13.október

Við fengum nýtt hugtakakort og glósur um efnafræði. Gyða sagði okkur hvað við ætluðum helst að læra og gera í þessum hlekk t.d. ætlum mikið að læra um lotukerfið. Svo fór hún yfir glósurnar sem við fengum. Í lok tímans skoðuðum við fréttir og hlustuðum á lag með öllum frumefnunum sem er búið að finna (frumefnum sem var búið að finna þegar lagið var búið til).

Eitthvað sniðugt:

http://www.privatehand.com/flash/elements.html

 

Miðvikudagurinn 15.október

ég var ekki í skólanum á miðvikudaginn

Fimmtudagurinn 16.október

Okkur var skipt í hópa og hver hópur fékk:steina, bikarglas, mæliglas, vog og einhvað fleira. Hver hópur átti að mæla massa steins og rúmmál og reikna út eðlismassann. Við byrjuðum á að setja vatn í svona glas með stúti og settum svo steininn ofan í og vatnið sem lak úr glasinu er massi steinsins. Við settum vatnið sem lak úr glasinu í mæliglas sem sagði okkur hver rúmsentímetrar steinsins var. Við gerðum þrjár svona mælingar og fundum svo meðaltalið. Svo settum við steininn á vog og mældum þyngd hans, fundum líka meðaltal hans í þremur mælingum. Við skráðum þetta svo allt saman í töflu. Við náðum reyndar ekki allveg að klára.

Frétt:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/16/hvers_vegna_er_gosmodan_bla/

0

29.sept.-2.okt.

Mánudagurinn 29.september

Við fórum aðeins yfir hugtakakortið og bættum eitthvað við það. Við kíktum líka aðeins á blogg. Í lok tímans fórum við í frumu-alías. Sem virkar þannig að okkur var skipt upp í hópa og hver og einn í hópnum átti að leika einhver frumu-hugtök og hinir í liðinu manns eiga að giska. Mér fannst þetta bara mjög skemmtileg þótt að við grúttöpuðum.

Miðvikudagurinn 1.október

Þegar við vorum búin að taka könnunina lærðum við að vinna með smásjá. Við tókum lítinn blaðbút bæði úr vísindablaði og úr prentuðu blaði með stöfum á. Á blaðbútinn settum við vatnsdropa og svo örþunnt gler. Það var skrýtið hver munurinn var á prentaða blaðinu og blaðinu úr tímaritinu. Við skoðuðum líka hár úr okkur og sáum það í mismunandi stærðum. Mér fannst þetta mjög áhugavert. Við enduðum á að taka könnum um allt það sem við vorum búin að læra um frumur, frumulíffæri o.fl.

Á fimmtudaginn var kennaraþing og þess vegna enginn skóli.

Mér finnst þetta mjög áhugaverð frétt:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/10/05/konnudu_einstaka_eiginleika_vatns/

0

15.-18.september 2014

Mánudagurinn 15.september

Hver og einn fékk einn ipad og við prófuðum appið nearpod sem er svona glæruapp og kennarinn (Gyða) getur stjórnað því og sýnt okkur glærur og látið okkur leysa eða teikna verkefni. Gyða sýndi okkur glærur um t.d. ljóstillífun, vistkerfið, svo áttum við að teikna fæðukeðjur og fæðuvef. Hún sýndi okkur svo líka mynd af strumpaþorpinu og við áttum að gera hring utan um frumframleiðendurna.

Miðvikudagurinn 17.september

Við horfðum á myndina “Baráttan um ljósið“ í fyrri tímanum. Myndin fjallar um hvernig dýrin lifa í regnskógunum við miðbaug. Í myndinni kom fram hvernig dýr (m.a. apar, ljón og skordýr) og líka plöntur lifa í rosalega háum hita. Mikið er af háum trjám og plöntum sem hylja regnskóginn og kemst þá lítil birta inn í skóginn og dýrin jafnt sem plöntur sem lifa innan um þessi háu tré berjast um þessa litlu birtu í skóginum. Mér fannst myndin mjög áhugaverð.  Í seinni tímanum fórum við í tölvurnar og blogguðum smá.

Á fimmtudaginn voru foreldraviðtöl og enginn skóli.

0

Vika 2, hlekkur 1

Fimmtudagurinn 4.september 2014

Ég veit að þetta kemur dálítið seint en…

Við horfðum á mynd um Afríku, Challenge of change. Myndin sagði frá m.a.  sléttunum, regnskógunum og þurrkatímabilinu. svo var líka fjallað um lífsbaráttu dýranna í Austur-Afríku, þar var hægt annað hvort aðlagast eð deyja. Í myndinni kemur fram að fyrir 30 miljónum ára klofnaði  Austur-Afríka í tvennt og það uxu risa stórir klettar ofan í gjánna og regnskýjin komust ekki yfir vestur hlutann, þannig að það rigndi ekkert austan meginn við gjánna. þá þornuðu regnskógarnir upp og varð að sléttu þar sem yfir 2 miljónir dýra lifa. Mér fannst þessi mynd mjög áhugaverð og ég hafði gaman af henni:)

0

Vika 3, hlekkur 1

Mánudagurinn 8.september 2014

Gyða var með fyrirlestur í vistfræði. Við lærðum t.d. um ljóstillifun, ófrumbjarga og frumbjarga lífverur, lifandi og lífvana hluti, fæðuvefi og fæðukeðjur og vistkerfi. Við fórum líka yfir stofnana, eins og bleikjustofninn í Þingvallavatni. Stofn er hópur lífvera af sömu tegund sem lifir á afmörkuðu svæði. Stofnar vilja ekkert endilega éta það sama né búa saman.

Á fimmtudaginn missti ég af náttúrufræði tíma:(

0

Vika 3, hlekkur 1

Miðvikudagurinn 10.september 2014

Á miðvikudaginn fórum við út í skóg. Við byrjuðum að finna ýmsa hluti í skóginum og svo fórum við að vinna t.d. verkefni um lífverur í skóginum, flokka þær í ákveðna flokka, búa til fæðukeðju og fæðuvef, mæla flatarmál skógarins og finna okkur uppáhalds stað í skóginum og annað hvort búa til ljóð eða texta eða teikna mynd um það sem þú heyrir og skynjar á staðnum. Svo fórum við í einhverja leiki í lokin.