0

23.-26. nóvember

Mánudagurinn 23. nóvember

Það var nearpod kynning um himingeiminn.

Þriðjudagurinn 24. nóvember

Við skoðuðum mismunandi fyrirbæri í vetrarbrautinni okkar

Fimmtudagurinn 26. nóvember

Við völdum okkur fyrirbæri í alheiminum til að kynna í kynningunni okkar og ég valdi mér halastjörnur.

0

9.-12. nóvember

Mánudagurinn 9. nóvember

Það var fyrirlestrartími. Við fjölluðum um hugtök eins og hreyfing, hröðun, vegalengd, ferð og hraði. Við lögðum áherslu á hugtakið hröðun því að við ætlum að gera tilraun þar sem við ætlum að finna hröðun.

Til þess að finna hröðun: Lokahraði – upphafshraði / tími = hröðun.

Þriðjudagurinn 10. nóvember

Við gerðum tilraun með hröðun. Okkur var skipt í hópa (ég var með Laufeyju, Bartek og Einari Ágústi í hóp). Við rúlluðum tennisbolta 20m og tókum tímann á hverjum 5 metrum. Síðan reiknuðum við út hröðun boltans.

Fimmtudagurinn 12. nóvember

Við vorum niðri í tölvuveri að vinna í skýrslunni. Við fengum líka einkunnir úr dýrafræðiritgerðinni.

Fréttir: 

Tungl mars að klofna

 

 

0

2.-5. nóvember

Mánudagurinn 2. nóvember

Töluðum um lögmál Newtons, við fjölluðum aðallega um hugtökin hraði og hröðun.

 • Hraði: Til að finna hraðann deilir maður vegalengdini með tímanum. Dæmi: 60m / 8s = 7,5 m/s
 • Hröðun: Til að finna hröðunina dregur þú frá upphafshraðann frá lokahraðanum svo delir þú útkomunni með tímanum. Dæmi: Upphafshraði=0 m/s, lokahraði=14 m/s, tími=10s. 14 m/s – 0 m/s = 14 m/s / 10s = 1,4 m/s

Þriðjudagurinn 3. nóvember

Það átti að vera stöðvavinna en við fórum frekar niður í sófana og fórum í smá heimspeki og leiki.

Fimmtudagurinn 5. nóvember

Við fórum í eðlisfræðikahoot og svo æi jólakahhotið sem við gerðum í fyrra.

Fréttir:

Gatið á ósonlaginu að stækka

0

26.-29. október

Mánudagurinn 26. október

Við vorum að fjalla um krafta í straumefni, flug og þrýsting.

Við skoðuðum hvernig t.d. fallhlífarstökk virka. Þegar fallhlífarstökkvari stekkur úr flugvél fer hann á aukandi hraða vegna þyngdarafls jarðar, en svo kemur loftmótstaðan á móti þyngdaraflinu og fallhlífarstökkvarinn hægir á sér. Þegar loftmótstaðan og þyngdarafl jarðar eru jöfn, þá stoppar hraðinn en fallhlýfarstökkvarinn stoppar ekki í loftinu heldur heldur áfram á sama hraða (hraðinn aukast ekki). Svo setur hann fallhlýfina upp og þá verður loftmótstaðan meiri heldur en þyngdaraflið þannig að hann hægir á sér. Afþví að hann hægir á sér verða loftmótstaðan og þyngdaraflið aftur jöfn bara á hægari hraða en áður. Og þá er honum örrugt að lenda (vegna hægs hraða).

Við skoðuðum líka önnur myndbönd og fréttir.

Þriðjudagurinn 27. október

Við gerðum tilraun í stigahlaupi og svo skrifuðum skýrslu um hlaupið. Vorum sett í þriggja manna hópa (ég var með Axeli og Hannibal í hóp). Við völdum okkur stiga í skólanum og mældum hæð hans. Við skiptum með okkur hlutverkum (hlaupari, ritari og tímavörður). Hlauparinn labbaði upp stigann þrisvar sinnum og svo hljóp hann þrisvar sinnum. Tímavörðurinn tók tímann og ritarinn skráði allar upplýsingarnar á blað. Svo reiknuðum við allt út (massa, kraft, vinnu og afl). Svona voru útreikningarnir:

Massi nemanda var 70 kg.

Kraftur: 70 kg * 9,8 m/s2 = 686 N

Vinna: 686 N * 2,76 m = 1893 Nm

Afl í göngu: 1893 Nm / 8,56 s = 221,01

Afl í hlaupi: 1893 / 4,12 s = 459,92

Fimmtudagurinn 29. október

Við unnum í tölvuverinu og kláruðum stigahlaupsskýrsluna.

Fréttir:

Antílópur að deyja út?

 

0

19.-22.október

Mánudagurinn 19.október

Við byrjuðum á nýjum hlekk og þar lærum við eðlisfræði. Við fengum glósur og svo horfðum við á vídeo um eðlismassa og rúmmál. Við fengum verkefni um krafta og þar áttum við að tengja rétta mynd við rétta texta og svo annað verkefni um krafta þar sem við áttum að finna fyrirsagnir fyrir ákveðna texta.

Þriðjudagurinn 20.október

Það var stöðvavinna og ég og Laufey vorum saman í hóp. Fyrsta stöðin sem við fórum á áttum við að finna eðlismassa steina. Við byrjuðum á að finna massa steinanna og svo rúmmálið og svo deildum við massanum með rúmmálinu og þá fengum við eðlismasssann.

 • Steinn 1: 67,8 gr./18 ml.= 3,76 gr./cm3
 • Steinn 2: 52,3 gr./22 ml.= 2,37 gr./cm3
 • Steinn 3: 68,9 gr./21 ml. = 3,28 gr./cm3
 • Steinn 4: 71,6 gr./31 ml. = 2;3 gr./cm3
 • Steinn 5: 65 gr./24 ml. = 2,7 gr./cm3

Meðaltal: 2,88 gr./cm3

Fimmtudagurinn 22.október

Gyða var ekki en við fórum í tölvuverið og horfðum á nokkur myndbönd og gerðum svo verkefni um eðlismassa. Hér að neðan eru svör við spurningunum.

 • Massi er mældur í kg.
 • Viðurinn er 0,4 gr./cm3
 • Ísinn er 0,92 gr./cm3
 • Álið er 2,7 gr./cm3
 • Ég komst ekki að hvað hlutur A í mystery var en eðlismassi hans var 19,3
 • Hlutur D gæti verið ís
 • Álið hefur mesta eðlismassann

Fréttir:

Loftsteinadrífa (Óríonítar) í Garðabæ