0

5. – 8. desember

Mánudagurinn 5. desember

Við rifjuðum upp efnafræðina sem við lærðum mjög vel í 8. bekk. Við ræddum aðalega um rót-, nift- og rafeindir en hér eru nokkur hugtök:

 • Róteindir – Þær eru í kjarnanum og hafa jákvæða hleðslu. Róteindirnar eru alltaf jafn margar og rafeindirnar.
 • Rafeindir – Þær sveima á baugum (rafeindahvolfum) í kringum frumukjarnann, þær eru með neikvæða hleðslu.
 • Nifteindir – Þær eru í kjarnanum og hafa neikvæða hleðslu. Mismunur sætistölunnar og róteindanna er nifteindirnar.
 • Sætistala – Fjöldi róteinda segir til um sætistölu frumefnis (Sætistalan ákvarðast af róteindunum).
 • Flokkur – Liggur lóðrétt í lotukerfinu, flokkur frumefnis ákvarðar fjöldi nifteinda á ysta rafeindahvolfi.
 • Lota – Liggja lárétt í lotukerfinu, lota frumefnis ákvarðar fjölda rafeindahvolfa þess efnis.

natrium1natrium-sett-uppEfri mynd: Rauði hringurinn: Sætistalan, fjöldi róteinda. Blái hringurinn: Mismunur tölunnar og sætistölunnar eru nifteindirnar, í þessu tilfelli: 23-11 = 12 nifteindir.

Neðri mynd: Hér raðast nifteindirnar á hvolfin 3. Það eru þrjú hvolf því að Natrium er í 3. lotu í lotukerfinu. Á ysta hringnum er aðeins ein nifteind en það ákvarðast af í hverjum flokki frumefnið er: Natrium er í 1. flokki.

Þriðjudagurinn 6. desember

Það var sýrustigstilraun. Við máttum ráða okkur í hópa sjálf en ég, Laufey, Ragnheiður og Axel vorum saman í hóp. Tilraunin var þannig að við áttum að mæla sýrustigið á mismunandi efnum og bæta síðan rauðkálssafa við til að sjá mismunandi liti og áferð.

Við fengum fimm mismunandi efni í vökvaformi sem við mældum og skráðum svo niður sýrustig á með því að setja sýrustigsstrimla (mjóir strimlar með 4 litum á, litirnir breytast þegar strimillinn fer ofan í e-ð annað efni) ofan í efnin í 10 sekúndur og bera svo saman við myndir á sýrustigsstrimlakassanum. Við helltum svo efnunum í fimm tilraunaglös og sem við röðuðum eftir hversu súr efnin voru. Við helltum svo rauðkálssafa út í efnin og skráðum niður lit og áferð efnanna. Efnin komu mjög mismunandi út og komu okkur skemmtilega á óvart: Bleik, fjólublá og glær, fjólublá og græn sem breyttist síðan í gul. Mér fannst þetta skemmtileg og fræðandi tilraun.

Fimmtudagurinn 8. desember

Við fengum tímann í tölvuverinu til þess að halda áfram með sýrustigsskýrsluna.

Fréttir og annað:

Alveg óundirbúin fyrir smástirni

Heimildir:

Mynd tekin af chemicalelements.com. Linkur.

 

0

11.-14. janúar

Mánudagurinn 11. janúar

Við kláruðum Avatar í byrjun tímans en hún var mjög skemmtileg og fræðandi mynd. Eftir það áttum við að leita okkur að tilraun fyrir vísindavöku og ég var með stelpunum í hóp, en við fundum enga tilraun í tímanum (fundum síðar tilraun).

Avatar hugleiðingar (og svör við spurningum):

 • Myndin gerist í framtíðinni
 • Andrúmsloft Pandóru er samsett úr köfnunarefni, súrefni, koldíoxíð, xenon, metan og vetnissúlfíð. Andrúmsloftið á Pandóru er töluvert þéttara heldur en á Jörðinni en það er fyrst og fremst vegna hás hlutfalls xenon.
 • Mennirnir eru að sækjast eftir steinefninu unobtainium sem er efni sem er ekki til í raunveruleikanum en það er víst svakalega verðmætt. En orðið er til og verkfræðingar og vísindamenn hafa notað það orð yfir fullkomið efni sem á að geta leyst öll verkfræðileg vandamál
 • Það eru margar náttúruauðlindir á Pandóru og öll náttúran er eiginlega margar náttúruauðlindir en auðlindin sem mannfólkið vill fá er unobtainium.
 • Pandórubúar bera ótrúlega virðingu og umhyggju fyrir náttúrunni. Þeir tengjast náttúrunni og lífverum á Pandóru með halanum sínum, þar eru nokkurs konar rætur eða kjarni inn í halanum og hann ,,festist´´ við gróður, lífverur o.fl. Þegar þeir tengjast náttúrunni og lífverunum þá finna þeir fyrir þeim og geta talað við þau og skilið með því aðeins að hugsa eða senda ,,boð“.
 • Lífríki Pandóru er frekar ólíkt því á jörð en gróður t.d. er svipaður, svo eru sumar lífverur sem hafa eðli dýra á Jörð en ekki beint eins og þau. Allt er miklu stærra og fjölbreyttara en það er samt ekki mikið af lífríkinu sem við hugsum bara: ,,Vá! Ég hef aldrei séð þetta áður, hvað er þetta eiginlega?“
 • Mér fannst ótrúverðugast svífandi fjöllin því að það þyrfti svo mikið afl segulsviðsins.
 • Pandóra er 4,4 ljós-ár í burtu frá jörðinni.
 • Munnurinn á tungli, reikistjörnu og sól: Tungl = snýst í kringum reikistjörnu, reikistjarna = snýst í kringum stjörnu og er nógu ,,massíf“ til þess að vera ávöl með sinn eiginn þyngdarkraft, sól = er stjarna sem er stór bolti með heit gös.
 • Já, ég held að tungl eins og Pandóra gæti fundist í geimnum. Geimurinn er svo ótrúlega stór og við vitum um, aðeins brot af honum svo afhverju ætti ekki slíkt tungl að fyrirfinnast í geimnum, við vitum ekkert hvað er þarna úti?

 

Þriðjudagurinn 12. janúar

Það var starfsdagur svo enginn skóli.

Fimmtudagurinn 14. janúar

Vorum að skipuleggja vísindavökuna (hvernig við ætluðum að skila verkefninu, hver verður rannsóknarspurningin og hvernig henni verður svarað). Við ákváðum að skila verkefninu í myndbandi.

Fréttir:

ný reikistjarna fundin?

Heimildir:

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

https://en.wikipedia.org/wiki/Unobtainium

https://www.childrensmuseum.org/blog/unobtainium-isnt-realor-is-it

0

4.-7. janúar

Alla þessa viku horfðum við á myndina Avatar. En Avatar gerist á plánetunni Pandóru þar sem 3 m háir bláir frumbyggjar búa. Frumbyggjarnir eru með e-r mannleg einkenni og heimurinn þeirra er ekki svo ólíkur okkar. Þeir sýna náttúrunni og umhverfinu mjög mikla virðingu og eru líka mjög friðsælar verur. Svo kemur mannfólkið og veður yfir Pandóru og sýnir mjög mikla óvirðingu gagnvart frumbyggjunum…(svo + ást, ævintýri og drama)

Við áttum að fylgjast sérstaklega með þessum eftirtöldum hlutum á meðan við horfðum á myndina:

 • Hvenær gerist myndin?
 • Hvernig er lofthjúpurinn samsettur? Er súrefni? Er eldur?
 • Eftir hverju eru mennirnir að slægjast eftir á Pandóru?
 • Hverjar eru eiginlegar auðlindir tunglsins?
 • Hvernig tengjast Pandórubúar náttúrunni?
 • Svipar lífríki Pandóru til þess sem við þekkjum á jörð? Hvað er líkt og hvað er ólíkt?
 • Hvaða þættir í myndinni eru mjög ótrúverðugir?
 • Hve langt er til Pandóru frá jörðinni?
 • Hver er munur tungli, reikistjörnu og sól?
 • Er líklegt að slíkt tungl fyrirfinnist í geimnum?

Fréttir:

Philae óvirkt

0

7.-10. desember

Mánudagurinn 7. desember

Við vorum að vinna í stjörnufræði-kyningunni okkar í tölvuveri

Þriðjudagurinn 8. desember

Við vorum með 8. bekk að horfa á Mikla hvell myndband.

Fimmtudagurinn 10. desember

Við vorum að vinna í kynningunni. Þetta var síðasti tíminn í tölvuverinu sem við fengum til að vinna kynninguna.

 

 

0

16.-19. nóvember

Mánudagurinn 16. nóvember

Við byrjuðum í nýjum hlekk þar sem við erum í stjörnufræði. Í hlekknum munum við gera einstaklings kynningu um eitthvað fyrirbæri í alheiminum t.d. um reikistjörnur, sólina og halastjörnur. Við munum kynna kynninguna heima og í skólanum. Við fengum svo iPada og máttum skoða og lesa um eitthvað fyrirbæri í alheimnum eða bara alheiminn sjálfan. Gyða mældi sérstaklega með stjörnufræðivefnum enda er mjög gott að skoða þar, líka er hann góð heimild og svo er nánast hægt að lesa um allt sem tengist stjörnufræði.

Þriðjudagurinn 17. nóvember

Það var enginn skóli hjá okkur út af menningarferð. Þar fórum við á náttúrugripasafn í Kópavogi. Þar sáum við fullt af uppstoppuðum íslenskum dýrum svo sem refi, mýs, krabba og alls konar fugla (t.d. fálka, rjúpu og svani). Við sáum líka lifandi fiska í fiskabúrum sem lifa á Íslandi og svo alls konar skeljar, kuðunga og steina. Við fórum líka á sjómynjasafn í Reykjavík.

Fimmtudagurinn 19. nóvember

Það var tölvutími og við kynntum okkur alls konar fyrirbæri í alheiminum fyrir kynninguna. Þar notuðum við mest stjörnufræðivefinn. Við skoðuðum líka mörg forrit til að kynna kynninguna okkar.

 

Fréttir:

Kortleggja hafsbotninn