0

Vísindavaka 2016

14.- 25. janúar

Það var vísindavaka og ég, Laufey og Ragnheiður vorum saman í hóp. Við byrjuðum á að finna tilraunir aðallega á youtube. Við fundum nokkrar tilraunir sem komu til greina. Eftir einn tíma og eitt langt facebook-chat fundum við tilraun.

Tilraunin:

Það sem þarf:

  • Klaka.
  • Gróft salt.
  • Stór skál.
  • Plastflaska.
  • Vatn.
  • Hitamælir.

Aðferð:

Maður byrjar á að fylla plastflösku af köldu vatni. Svo tekur maður stóra skál og fyllir hana af klökum. Maður setur flöskuna, hitamælinn og smá salt ofan í skálina og býður þangað til að skálin (innihald hennar) verði -8° C. Þegar hitamælirinn sýnir -8° C tekur maður flöskuna varlega upp úr skálinni og svo ber maður henni í borð eða vegg og þá frosnar vatnið.

Það sem gerðist hjá okkur:

Við prófuðum þessa tilraun tvisvar sinnum.

Fyrsta tilraun: Við gerðum hið sama og stendur í aðferðinni en skálin náði ekki -8° C heldur 1° C. Ég held að það hafi haft mikil áhrif á tilraunina. Svo náðu klakarnir ekki allveg upp fyrir flöskuna. Við hefðum getað notað stærri skál og fleiri klaka.

Önnur tilraun: Við gerðum það sama og í fyrstu tilraun nema við notuðum fleiri klaka og bættum svo líka við snjó ofan í skálina. Þá náði skálin -3° C (vantaði 5° í viðbót) en tilraunin tókst samt ekki.

flaska í skál

 

 

Fyrsta tilraunin

 

 

 

Það sem má laga: Ég held að tilrauni hefði getað tekist ef að við myndum nota stærri skál og fleiri klaka. Því þá hefðu klakarnir náð upp fyrir flöskuna og skálin hefði kannski farið niður í lægra hitastig.

Hvað á að gerast?

Vatnið í flöskunni er rétt við frystingu og þegar flaskan fær högg, þá eykur það og svo minnkar þrýstinginn hratt, sem leiðir til lækkunar á hitastigi, sem byrjar frystinguna.

Sýningar- og skiladagur 

Mánudaginn 25. janúar var sýningardagur. Við áttum öll að vera búin að skila inn á padlet vefinn Við fengum að sjá öll verkefnin sem hinir í bekknum gerðu og svo áttum við að kynna okkar verkefni. Svo gerðum við líka sjálfsmat um verkefnið okkar.

Fréttir og annað:

Photo ark – dýr sem við gætum bjargað – dreifum skilaboðunum

30 ár frá Challenger slysinu