0

13. – 16. febrúar

Lítið var gert í þessari viku, vegna árshátíðarvinnu og undirbúnings.

Mánudagurinn 13. febrúar

Engin tími vegna árshátíðarundirbúnings

Þriðjudagurinn 14. febrúar

Það var próf úr eðlisfræðihlekknum.

Fimmtudagurinn 16. febrúar

Ég var ekki í skólanum en mér skilst að þeir sem kláruðu ekki prófið fengu tíma til þess.

Hér er smá upprifjun úr eðlisfræðihlekknum þar sem við fjölluðum sérstaklega um rafmagn: 

 • Straumur (I) er fjöldi rafeinda eða streymi þeirra, því fleiri rafeindir því hærri straumur – mældur í amper (A).
 • Spenna (V) er orka rafeinda, því meiri spenna því meiri orku fær hver rafeind – mæld í Voltum (V).
 • Viðnám (R) er sú leið eða vinna sem þarf að gera/fara, (,,brekkan sem þarf að fara upp”) – mæld í Ohm (Ω).
 • Lögmál Ohms: I = V / R
 • Í grunninn geta rafrásir verið tvenns konar, hliðtengdar og svo raðtengdar. Raðtengdar eru þessar einföldu, rafeindirnar ganga bara eina leið þar sem allt tengist öllu, ef að ein pera bilar þá er virkar rafrásin ekki, þær styðjast hvor við aðra. Hliðtengdar rafrásir geta verið frekar flóknari, þær geta farið mismunandi leiðir þannig að ef að e-ð gerist geta rafeindirnar farið aðrar leiðir.

Fréttir og annað:

3/4 hluti mannkyns með farsíma eftir þrjú ár.

0

6.-9. febrúar

Mánudagurinn 6. febrúar

Það var nearpod um rafrásir.

Til eru tvennskonar gerðir af rafrásum bæði hliðtengdar og raðtengdar. Raðtengdar eru eru þessar einföldu, rafeindirnar ganga bara eina leið þar sem allt tengist öllu, ef að ein pera bilar þá er virkar rafrásin ekki, þær styðjast hvor við aðra. Hliðtengdar rafrásir geta verið frekar flóknari, þær geta farið mismunandi leiðir þannig að ef að e-ð gerist geta rafeindirnar farið aðrar leiðir.

Þriðjudagurinn 7. febrúar

Það var stöðvavinna, við unnum saman í hóp ég, Ragnheiður, Laufey og Einar Ágúst. Við unnum fyrst verkefnablað um rafrásir, fyrsta verkefnið á blaðinu var þannig að við áttum að finna fjögur atriði sem voru röng á þessari hliðtengdu rafrás sem sést hér á myndinni:

rafrás1

Þau atriði sem eru röng á myndinni eru yfirstrikuð.

A = Það eru bara neikvæðar eindir, vantar þær jákvæðu til þess að þetta virki (jákvæðu senda neikvæðu eftir vírnum).

B = Straumurinn verður að ná saman í hring, það má ekkert op vera annars kemst ekkert til skila.

D = Viður er eingrari (leiðir ekki rafmagn), það fer ekkert rafmagn í gegnum ,,leiðarann”.

F = Vírinn fer bara í annað skautið, til þess að peran virki þarf það að ná í bæði skautin, peran er bara þannig. En hins vegar hindrar hún ekki rafmagnið að fara í gegn sína leið, hún lýsir bara ekki.

Ef að straumrásin er virk þá…:

 • Myndu allar perurnar lýsa nema F og E
 • Myndi bjallan (H) virka – vegna þess að straumurinn fer í gegn þrátt fyrir að það sé op á móti henni.
 • Myndi pera C lýsa þrátt fyrir að pera E yrði fjarlægð – vegna þess að straumurinn frá batterýinu fer tvær leiðir.
 • Myndi pera I ekki lýsa ef að pera C yrði fjarlægð – vegna þess að rafeindirnar komast ekki í gegnum harðviðarkubbinn (hann er einangrari)
 • Myndi pera C lýsa þrátt fyrir að pera I yrði fjarlægð

Perurnar I, J og L eru hliðtengdar, þær ná ekki saman í einfaldan hring. Perurnar C og F og bjallan H eru raðtengdar, þær eru á sömu línu sem nær í (einfaldan) hring.

Svo fórum við að skoða og fikta í svona rafdóti. Þar var fullt af dóti í pakka sem hægt var að tengja saman, hægt var að tengja litlar ljósaperur, hreyfla og svona viftur. Ég og Ragnheiður prófuðum að tengja smá saman, hér sjást myndir fyrir og eftir að við kveiktum á því:

rafdót1 rafdót

Fimmtudagurinn 9. febrúar

Það var smá nearpod um segulmagn og segulkraft.

Segulmagn: Þegar rafeindirnar snúast um hverja aðra virka þær eins og seglar. Með aðdráttar- og fráhindrandikröftum sem rafeindir hafa þegar þær hreyfast myndast segulmagn. Þetta er notað í ýmsum tækjum svo sem áttavitum, dyrabjöllum og símum.

Segulkraftur: Krafturinn sem segull hefur, krafturinn er sterkastur næst hvorum endanum (yst). Ósamstæð skaut dragast að hvor öðru en samstæð hrinda hvor öðru frá.

Fréttir og annað:

Hvalir komnir að ströndinni

0

30. janúar – 2. febrúar

Mánudagurinn 30. janúar

Við fórum í nearpod og lærðum aðeins um rafspennu og rafstraum.

Straumur (I)– Fjöldi rafeinda eða streymi þeirra, því fleiri rafeindir því hærri straumur – mældur í amper (A).

Spenna (V) – Orka rafeinda, því meiri spenna því meiri orku fær hver rafeind – mæld í Voltum (V).

Ef við hugsum þetta sem menn með bakpoka, þá eru þrír menn með lítinn bakpoka hver: lítill straumur og lág spenna, en þrír menn með stóran bakpoka hver: lítill straumur og há spenna. Tíu menn með lítinn bakpoka hver: mikill straumur og lág spenna, en tíu menn með stóran bakpoka hver: mikill straumur og há spenna.

Viðnám (R) – Sú leið eða vinna sem þarf að gera/fara, ,,brekkan sem þarf að fara upp” – mæld í Ohm (Ω). Lögmál Ohms: I = V / R

Þriðjudagurinn 31. janúar

Það var stöðvavinna, ég vann með Ragnheiði. Við byrjuðum á að sækja okkur tölvu og kíkja á nokkur phet-forrit, við náðum ekki alveg áttum á þessu þannig að við ákváðum að svara grunn spurningum um rafmagn úr Eðlisfræði 1 bókinni. Svo fórum við í lokin að fikta við og skoða allskonar græjur. T.d. prófuðum við að taka innstungur í sundur og skoða eldgamlan kassa með fullt af rafmagns dóti í, með engum leiðbeiningum…

Hér eru spurningarnar sem við svöruðum úr Eðlisfræði 1:

1. Hvaða eindir eru í frumeind og hvers konar rafhleðslu hafa þessar eindir?

Svar: Róteindir með jákvæða hleðslu, rafeindir með neikvæða hleðslu og nifteindir með enga hleðslu.

2. Hvers konar rafhleðslu fær sá hlutur sem:

a) hefur of margar rafeindir? – Svar: Neikvæða hleðslu

b) vantar rafeindir? – Svar: Jákvæða hleðslu

3. Hvers vegna er frumeind í heild óhlaðin?

Svar: Því hún hefur jafn margar róteindir og rafeindir

4. Hvað gerist ef tveir hlutir koma nærri hvor öðrum og þeir hafa:

a) sams konar hleðslu? – Svar: Þau hrinda hvor öðru frá sér.

b) mismunandi rafhleðslu? – Svar: Þau laðast að hvor öðru.

5. Nefndu dæmi um stað sem er öruggur ef þrumuveður gengur yfir?

Svar: Eldingar leita að hæsta punktisvo þú skalt forðast háar hæðir og punkta (t.d. ekki gott að hlífa sér undir stóru tré). Gott er að fara inn í bíl, því málmyfirbygging bílsins verkar sem verndandi umgjörð.

6. Hvers vegna ættir þú að forðast að vera úti á vatni í þrumuveðri?

Svar: Vatn leiðir vel svo ef að elding slær vatnið berst hún til þín í gegnum vatnið og þú færð rafstraum.

7. Hvernig virkar eldingarvari?

Svar: Hann er settur á (oftast) háar byggingar til þess að verja þær gegn eldingum. Hann er úr málmi (leiðir rafmagn vel) og verður að vera hæsti byggingarinnar. Úr honum er koparvír sem tengist koparplötu sem er grafinn í jörðina. Ef elding slær niður leiðir koparvírinn rafeindirnar beint í jörðina.

8. Þú nuddar uppblásinni blöðru við hárið á þér. Bæði blaðran og hárið verða rafhlaðin. Útskýrðu það sem gerist.

Svar: Hluti rafeindanna í hárinu þínu færist yfir í blöðruna. Blaðraner þá með umframfjölda rafeinda en hárið skortir þær. Blaðran er þá neikvæð og hárið jákvætt þess vegna dragast þau að hvort öðru.

9. Útskýrðu það sem gerist þegar þrumur og eldingar verða?

Svar: Í skýjunum myndast rosaleg spenna á milli eindanna sem fær þau til að ,,brjálast´´ og hlaupa.

10. Þegar þú klæðir þig úr peysu geta smáneistar myndast og þú heyrir brakandi hljóð. Á hverju byggist þetta?

Svar: Það sama og gerist í skýjunum bara miklu minna.

Fimmtudagurinn 2. febrúar 

Við fengum rafvirkja í heimsókn, Guðjón sem vinnur í Landsvirkjun. Hann fór yfir hvernig vinnan hans er í Landsvirkjun og hætturnar í kringum hana og hvernig vindmyllur virka. Einnig fór hann yfir hætturnar og hvernig rafmagninu er stýrt heima. Svo fór hann yfir þetta ,,basic” sem við erum að læra, um straum og spennu.

Nokkuð sem ég lærði:

 • Þegar e-r fær rafstraum getur hann fest sig í honum eins og lamaður, og til þess að losa e-n úr rafstraumi verður að passa að nota efni sem leiða ekki rafmagn eins og t.d. trésleif eða plastáhald. Ef að notað er t.d. málm (sem leiðir vel) fær ,,bjargvætturinn´´ líka rafstraum og festist líka og getur ekkert gert.
 • Ef við líkjum rafspennu og rafstraumi við vatnsslöngu þá er straumurinn vatnið sem kemur úr slöngunni en spennan er krafturinn.
 • Það á aldrei að fikta í rafmagni!
 • 70 mA (milliamper) geta drepið mann og aðeins 15 lætur mann missa allan kraft (vöðvastjórnun). En það fer samt eftir aðstæðum.
 • Til þess að laga eða skipta um rafmagnsvír (rafmagnsvírinn sem er strengdur á staurum um allt land) þarf að nota þyrlu og vera í sérstökum málm búningum, vegna hættu gríðarlegs rafstraums. Málmbúningurinn virkar þannig að rafmagnið sem kemur frá vírnum í búninginn fer aðeins í málminn sem er utan á honum, fer ekki í einstaklinginn því að hann er einangraður.
 • Það verður að nota rafmagn um leið og það er framleitt, því rafmagn er ekki hægt að geyma. Þess vegna eru uppistöðulón hér, til þess að geyma orkuna úr vatninu og nota hana svo síðar/nota eftir þörf.

Fréttir og annað:

Meginland fundið undir hafinu

Fróðlegt 8 mín myndband um tilraunir rafstraums – (kennari sýnir nemendum)

 

0

23.-26. janúar

Mánudagurinn 23. janúar

Við erum komin í nýjan hlekk um eðlisfræði þar sem við fjöllum um orku, náttúruna og umhverfið en núna fyrst ætlum við að leggja áherslu á rafmagn. Við fengum nýjan glósupakka og hugtakakort svo fórum við í nearpod. Við ryfjuðum upp orku, það er ekki hægt að eyða henni bara breyta henni. Hér eru nokkur hugtök orkunnar:

 • Stöðuorka – Sú orka sem hlutur býr yfir eftir því hvar hann er staðsettur. Því hærra sem hluturinn er uppi því meiri stöðuorka.
 • Hreyfiorka – Sú orka sem felst í hreyfingu hlutar.
 • Varmaorka – Sú orka sem hlutur býr yfir eftir því hve heitur hann er. Því heitari sem hluturinn er því meiri varmaorka.

Dæmi um þegar orka breytir um form: Vindur blæs á vindmyllu (vindorka), vindmyllan breytir orkunni í rafmagn (raforka) til þess að við getum notað það.

Þriðjudagurinn 24. janúar

Engin skóli, við fórum á skólakynningar í Reykjavík og heimsóttum Tækniskólann og Borgarholtsskóla.

Fimmtudagurinn 26. janúar

Við vorum niðri í tölvuveri að horfa á myndbönd um rafmagn og svara svo spurningum (sjá nánar í verkefnabanka).

Fréttir og annað:

Tímakristallar – efni sem munu breyta heiminum?

 

0

Rafmagn á Dal – 26. janúar

Fimtudagurinn 26. janúar

Við vorum niðri í tölvuveri að vinna verkefni (sjá fyrir neðan) á náttúrufræðisíðunni.

Við horfðum á mynband um hreina orku og áttum að svara eftirfarandi spurningum:

 1. Hve stór hluti af orkunotkun Íslendinga er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum?
 2. Í hvað er innflutta orkan notuð?
 3. Hvaða áhrif hefur það á umhverfið þegar bensín og annað jarðefnaeldsneyti er brennt?

Svör:

 1. 3/4 hluti allrar orku.
 2. Hún er notuð í fiskiskipaflotann og samgöngutæki (vélar).
 3. Það lætur frá sér gróðurhúsalofttegundir sem er skaðvaldur hlýnun jarðar.

Við horfðum svo á myndband um raforku og áttum að svara eftirfarandi spurningum:

 1. Nefndu dæmi um þrjú mismunandi form orku.
 2. Úr hvaða þremur öreindum eru atóm gerð?
 3. Hvaða öreindir hafa jákvæða hleðslu?
 4. En neikvæða?
 5. Hvað á sér stað þegar rafmagn er flutt eftir rafmagnsvír?
 6. Hvernig er hægt að framleiða rafmagn á Íslandi?
 7. Hvað er rafhleðsla, og hvað er rafmagn?

Svör:

 1. Raforka, hreyfiorka og stöðuorka
 2. Róteindir sem hafa jákvæða hleðslu, rafeindir sem hafa neikvæða hleðslu og svo nifteindir sem eru hlutlausar.
 3. Róteindir
 4. Rafeindir
 5. Róteindirnar draga að sér rafeindirnar í vírnum, þegar þær færast yfir myndast rafstraumur.
 6. Með endurnýtanlegri orku eins og vatnsafli, með fossum og virkjunum, jarðhita og aðeins vindorku.
 7. Hver öreind hefur í sér ákveðna rafhleðslu og flutningur og samspil eða hreyfing rafeinda býr til rafmagn.