0

22.-25. febrúar

Mánudagurinn 22. febrúar

Fórum yfir það sem við vorum búin að læra og lykilhugtökin í þessum hlekk. Svo fórum við í alías með hugtökum úr hlekknum. Okkur var skipt í þriggja manna hópa og við áttum að útskýra hugtökin án þess að segja orðið sjálft. Í lok tímans fengum við afhent heimapróf fyrir þennan hlekk.

Nokkur lykilhugtök í hlekknum:

 • Varmi
 • Varmaleiðing
 • Varmaburður
 • Varmageislun
 • Hiti
 • Hreyfiorka
 • Varmaorka
 • Stöðuorka
 • Einangrun

Þriðjudagurinn 23. febrúar

Við fengum að vinna heimaprófið í tímanum. Við máttum vinna saman en bara mjög hljóðlega. Þegar tíminn var búin átti ég eftir allar ritgerðarspurningarnar og eina ,,tengispurningu“.

Fimmtudagurinn 25. febrúar

Það var vetrarfrí.

Það sem ég lærði nýtt í hlekknum:

 • Það eru til mismunandi form orku; Hreyfiorka, stöðuorka, varmaorka, efnaorka, rafsegulorka og kjarnorka.
 • SI einingin fyrir bæði orku og vinnu er júl.
 • Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku.
 • Varmi getur tilflust á þrjá vegu; Varmaleiðing, varmaburður og varmageislun.
 • Hvorki er hægt að skapa orku, né eyða henni aðeins hægt að breyta mynd hennar.
 • Tæki geta aldrei nýtt alla orkuna 100 %.

Fréttir og fleira:

Myndir úr eins árs geimför hjá Scott Kelly – hér er einmitt frétt frá þegar Scott kom heim eftir árs dvöl í geimnum

 

 

0

15.-18. febrúar

Mánudagurinn 15. febrúar

Okkur var skipt í tveggja manna hópa, ég og Laufey vorum saman í hóp. Hóparnir áttu að velja sér tvær spurningar af nokkrum spurningum sem Gyða var búin að skrifa niður. Við áttum að skrifa spurningarnar og svör við þeim á blað og svo kynna þær fyrir bekknum. Hér eru spurningarnar okkar:

Hvað er hafgola og afhverju kemur hún oftast á seinni hluta dags?

Svar: Hafgola er vindur sem blæs af hafi inn á land. Hún myndast vegna þess að loftið sem er yfir landinu, stígur upp og kalt loft frá hafinu kemur í staðinn. Hafgolan kemur oftast seinni parts dags vegna þess að loftið yfir landinu gufar upp þegar sólin er farin og þá kemur kaldi vindurinn frá hafinu í staðinn.

Hvað er loftþrýstingur?

Jörðin er með 100 km þykkan lofthjúp og maður heldur oft að hann vegi ekki neitt, en þetta þykka lag af lofti er með mikinn massa og sá þrýstingur/kraftur er kallaður loftþrýstingur.

Það náðu ekki allir að kynna m.a. ég og Laufey, þannig að við áttum að kynna á þriðjudaginn.

Þriðjudagurinn 16. febrúar

Við kláruðum fyrst að kynna spurningarnar. Okkur var skypt í tveggja manna hópa (ég var með Hannibal í hóp) og við máttum ráða hvort við lásum e-ð á netinu eða svara spurningum í náttúrufræði-bókinni, þetta var allt tengt veðri, varma og orku. Við svöruðum spurningunum í bókinni, mér fannst spurningarnar frekar erfiðar.

Fimmtudagurinn 18. febrúar

Það var hópavinna og ég var með Einari Kára og Guðna í hóp. Við áttum að taka 4 myndir úti af e-m hugtökum sem við erum að læra um (dæmi: varmi, orka, hiti, hreyfiorka, leiðni). Við héldum fyrst að við áttum að taka 4 myndir af sama hugtakinu (a.m.k. hélt ég það), þannig að myndirnar voru ekki allveg þær fjölbreyttustu.

Fréttir og annað:

dýra-mynstur – myndir

0

8. – 11. febrúar

Mánudagurinn 8. febrúar

Skoðuðum fréttir og blogg og svo horfðum við á fræðslumyndband á Kvisti (vefur á nams.is) um varma.

Þriðjudagurin 9. febrúar

Við fórum inn á Kvisti og horfðum á þrjú myndbönd um varma. Við áttum svo að skila svo verkefni eftir hvert myndband, við máttum ráða hvernig við skiluðum (dæmi: Hugtakakort, glósur, krossglíma, spurningar). Ég skilaði verkefnunum í spurningum og svo svörum við þeim. Ég náði ekki að klára verkefnin hjá öllum myndböndunum.

Hér eru spurningarnar mínar við Orka, varðveisla og umbreyting:

Hvaðan kemur næstum öll orkan á jörðinni?

Svar: Úr sólinni.

Hvað gerist við orkuna þegar hún kemur til jarðar?

Svar: Hún umbreytist.

Er hægt að eyða orku?

Svar: Nei, ekki eyða né mynda hana.

Hvað er nýtni?

Svar: Nýtanleg orka eða heildarorka (sýnd í %).

Geta tæki nýtt alla orku?

Svar: Nei, ekki 100%.

Hvar sjáum við orkunýrnun?

Svar: Í öllu.

Fimmtudagurinn 11. febrúar

það var enginn tími vegna skíðaferðar.

 

Ég ætla að skila spurningum sem voru á heimasíðunni hér:

Á hvaða þrjá vegu flyst varmi?

Svar: Varmaleiðing – varmi flyst í gegnum efni eða frá einu efni til annars, varmaburður – varmi berst með straumi straumefnis, varmageislun – orka flyst í gegnum rúmið.-

Berðu saman hreyfiorku og stöðuorku.

Svar: Hreyfiorka er orka sem hlutur býr yfir af sökum hreyfingar sinnar en stöðuorka er orka sem stafar af kröftum sem verka á milli eininga þess og afstöðu þess.

Hvað er hiti og hvernig er hann mældur?

Svar: Hiti er mælikvarði, á meðalhreyfiorku, hann er mældur í gráðum á Celsíus eða einingum á Kelvin

Hvað er varmi og í hvaða einingum er hann mældur?

Svar:Varmi grundvallast af þeim efnismassa sem er til staðar, varmi kemur við sögu hvort sem efnið hitnar eða kólnar. Varmi er mældur í júlum

Hvaða tilgangi gegnir einangrun?

Svar: Hann dregur úr varmatapi vegna varmaleiðingar.

Hvaða tengsl eru á milli vinnu, varma og orku?

Svar: Þetta er allt nokkurs konar orka. Vinna er eiginlega orka og með orku getum við fengið varma.

Fréttir og annað:

Janúar hlýjastur – er allt að bráðna? – annað global warming tengt – timelpse, 1884-2011

 

 

 

0

1.-4. febrúar

Mánudagurinn 1. febrúar

Við töluðum um varma og skoðuðum aðeins blogg, fréttir og vídeó.

Þriðjudagurinn 2. febrúar

Okkur var skipt í hópa og við fengum 40 mín. til þess að búa til og framkvæma ,,varmatilraun“ . Ég var með Begga og Gumma í hóp og við ætluðum að gá hvort leiðir betur varma, sink eða kopar. Við fengum sink- og koparplötur hjá Gyðu og svo fórum við út og stungum þeim í snjóinn. Við biðum í 1 mín. og tókum þá plöturnar upp. Okkur fannst koparinn vera kaldari. Við vitum ekki fyrir víst hvort kopar leiðir betur varma heldur en sink, því að koparplatan var þynnri heldur en sinkplatan, þannig að við höldum að það gæti hafi hjálpað, því að þá þarf styttri tíma til að platan nái x hitastigi. Við tókum þetta allt upp á ipadinn og klipptum til og skiluðum svo myndbandinu inn á facebook grúbbuna.

Hvað er að gerast? 

Kuldinn úr snjónum flyst til platnanna með beinni snertingu sameinda, s.s. orkan berst frá einni sameind til annars = Varmaleiðing

Fimmtudagurinn 4. febrúar 

Ég var ekki í skólanum og svo féll líka tíminn niður vegna veðurs.

Fréttir og annað:

Bananar tilraunadýr fyrir krabbameinsskanna

 

 

 

0

25.-28. janúar

Mánudaginn 25. janúar

Það var sýningardagur. Við áttum öll að vera búin að skila inn á padlet en það voru e-r tæknileg vandamál hjá flestum svo við gátum ekki horft á myndböndin (allir skiluðu verkefninu með myndbandi). Við horfðum á okkar vídeó (sem við stelpurnar gerðum) en svo restin af tímanum fór í að finna út úr hinum vídeóunum.

Þriðjudagurinn 26. janúar

Við byrjuðum að horfa á vísindavökuvídeóin en svo byrjuðum við í nýjum hlekk um varma. Við fengum glósur og hugtakakort og svo fórum við í nearpod kynningu.

Fimmtudagurinn 28. janúar

Við vorum niðri í tölvuveri að blogga um vísindavöku.

Um nýja hlekkinn:

 • Myndir orku;Hreyfiorka stöðuorka, varmaorka, efnaorka, rafsegulorka og kjarnorka.
 • Hreyfiorka: Sú orka sem hlutur byr yfir af sökum hreyfingar sinnar.
 • Stöðuorka: Háð því hvar hlutur er staðsettur, stafar af kröftum sem verka á milli eininga þess og afstöðu þeirra.
 • Varmaorka: Hreyfiorka sem stafar af hreyfingu einda.
 • Hiti: Mællikvarði á meðalhreyfiorku.
 • Varmi: Grundvallast af þeim efnismassa sem er til staðar.
 • Varmaflutningur: Tilfærsla á varma
 • Varmaleiðing: Þegar varmi flyst í gegnum efni, eða frá einu efni til annars.
 • Varmaburður: Þegar varmi flyst með straumi straumefnis.
 • Varmageislun: Þegar orka flyst í gegnum rúmið t.d. sólarljós.

Fréttir og annað:

Bestu ,,Photo of the Day“ myndirnar frá 2015

Staðir sem voru innblástur fyrir bíómyndir (aðallega teiknimyndir)