0

9.-12.mars

Mánudagurinn 9.mars

Við fengum nýjar glærur og fengum nearpod kynningu (tókum smá próf þar sem við áttum að útskýra hvað allt gerði í vatnsaflsvirkjun) um orku vatnsfalla og jarðhita.

Miðvikudagurinn 11.mars

Byrjuðum á að skoða hvaða mynd hafi unnið í facebookmyndaleiknum sem við gerðum í síðustu viku. Svo var okkur skipt í tveggja til þriggja manna hópa og ég var með Viktori í hóp. Við áttum að lesa fræðilegan texta og búa til hugtakakort út frá því. Við byrjuðum á að skrifa hugtök sem gætu komið að gagni á miða, svo gerðum við hugtakakort á rissblað (eins og við ætluðum að hafa það) og færðum það síðan á harðspjaldablað (sem var loka útgæafan). Við lituðum kortið með tússlitum.

Fimmtudagurinn 12.mars

Það var ekki náttúrufræði tími út af það var kynning á öllu það sem var verið að gera í faggreinavali.

fréttir: tapinn að losna úr Suðurskautslandinu

0

2.-5.mars

Mánudagurinn 2.mars

Við fengum afhendar nýjar glósur um þemaverkefnið sem við vorum byrjuð í, Hvítá. Rifjuðum upp einhvað það sem við vorum búin að læra um, m.a. frumbjarga og ófrumbjarga lífverur, fæðukeðjur og vefir.

Miðvikudagurinn 4.mars

Gyða var ekki. Við horfðum á heimildarmynd um tilhugalíf dýra. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig dýr ná sér í maka og hvernig þau lifa með maka sínum. Mér fannst áhugaverðast þegar tveir fuglar unnu saman og hoppuðu í takt og gerðu hljóð til að ná sér í maka og þegar fiskur bjó til listaverk til að ná sér í maka.

Fimmtudagurinn 5.mars

Okkur var skipt í hópa og við áttum að fara út og taka myndir af fjórum hugtökum sem við höfum verið að læra um. Þegar hópurinn var búinn að því átti hann að setja myndirnar á facebook og skrifa hvað er á hverri mynd. Svo áttu allir að like-a fjórar myndir sem þeim fyndist flottastar.

Fréttir:

Banna loftslagsbreytingar

0

23.-26.febrúar

Mánudagurinn 23.febrúar

Við sátum öll í hring og fórum í leik/umræðu. Á borðinu voru tveir miðar sem stóð á annars vegar skynsamlegt og hins vegar rugl og bull. Svo dró hver og einn miða sem stóð einhver fullyrðing og sá sem var með miðann átti að segja hvað honum fyndist og rökstyðja, svo áttu allir að ræða um það sem stóð á miðanum og ákveða hvort það væri skynsamlegt, rugl og bull eða á milli (og rökstyðja svar sitt).

Miðvikudagurinn 25.febrúar

Við skoðuðum blogg hjá þeim sem voru í tímanum og skoðuðum myndbönd m.a. af Svampi Sveinssyni og enduðum svo tímann á hengimann.

Fimmtudagurinn 26.febrúar

Það var nearpod-kynning um Hvítá.

0

16.-19.febrúar

Mánudagurinn 16.febrúar

Við skiluðum heimaprófinu en það var enginn náttúrufræði-tími vegna þess að við vorum í dansi.

Miðvikudagurinn 18.febrúar

Það var öskudagur og við vorum í íþróttahúsinu þegar það átti að vera náttúrufræðitími.

Fimmtudagurinn 19.febrúar

Við byrjuðum í nýjum hlekk aðallega um Hvítá. Við fengum nýjan glærupakka sem við fórum yfir og svo var líka nearpod-kynning. Við máttum glósa einhvað á hugtakakortið úr kynningunum. Það verður svo gefin einkunn fyrir hugtakakortið. Hér er smá fróðleikur:

Innri öfl koma úr iðrum jarðar t.d. eldgos og jarðskjálfti – Ytri öfl koma að utan t.d. vindur og úrkoma – Vatnaskil eru mörkin á milli vatnasviða – Vatnasvið er það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.

Hvítá

 • 3.lengsta á á landinu
 • jökulá- á sem á upptök sín í jökli
 • 185 km löng
 • á upptök sín úr Hvítárvatni

Þingvallavatn

 • stærsta náttúrulega vatn á Íslandi
 • 83,7 ferkílómetrar
 • 114 m djúpt
 • Úr vatninu rennur Sogið

Sogið

 • 19 km langt
 • lindá- á sem á upptök sín í lindum eða uppsprettum þar sem grunnvatn sprettur úr jörðinni
 • Sogið rennur í Hvítá

Hvítárvatn

 • 30 ferkílómetrar
 • 84 m dýpt
 • jökullitað- þegar á er jökullituð á hún upptök úr jökli og þar er sandur og aska sem fer með ánni og litar ánna

Sogið+Hvítá=Ölfusá

Heimildir: glósupakkinn og glósur úr hugtakakortinu.

Fréttir: Simpsons ekki í Bandaríkjunum