0

20.-23.apríl

Mánudagurinn 20.apríl

Ég man ekki hvað við gerðum, kannski var ekki tími. (Það var ekki inn á náttúrusíðunni heldur)

Miðvikudagurinn 22.apríl

Við vorum aðallega úti. Okkur var skipt í hópa og ég var með stelpunum. Við áttum að fara út og finna lífverur og taka myndir af þeim og greina þær síðan. Við stelpurnar tókum fullt af myndum af lífverum og reyndum að hafa þær sem fjölbreyttastar. Við tókum mynd t.d. af hesti, margfætlu, fugli og fullt af trjám og gróðri. Við áttum að setja myndirnar inn á facebookgrúbbuna og skrifa hvaða lífvera væri á þeim (ef við vissum hvaða lífvera væri). Svo fórum við inn. Þar fengum við fullt af steinum sem var málað á einhver orð (oftast hálf orð) og við áttum að mynda önnur orð eða ný orð með tvem eða fleiri steinum.

Fimmtudagurinn 23.apríl

Það var sumardagurinn fyrsti og enginn skóli.

Fréttir: geimfarið hrapar stjórnlaust niður til jarðar

ætlar að vera 150 ára gamall

0

13.-16.apríl

Mánudagurinn 13.apríl

Við fengum nýtt hugtakakort og settum inn einhver hugtök aðalega um fugla. Svo fórum við inn á fuglavefinn og fórum í fuglaleiki.

Miðvikudagurinn 15.apríl

Okkur var skipt í tveggja manna hópa og ég lenti með Guðbrandi í hóp. Það sem við áttum að gera var að greina þrjú barrtré, sem við gerðum og gekk bara vel. Svo áttum við að taka viðtal við einhverja lífveru. Við tókum viðtal við alaskaösp og skiluðum af okkur því á myndbandi (en flestir skiluðu af sér á blaði). Svo settum við myndbandið á facebook.

Það var enginn tími á fimmtudaginn vegna skíðaferðar.

Fréttir: hlýjasti fyrsti ársfjórðungur sögunnar

 

0

6.-9.apríl

Það var enginn tími hjá mér í seinustu viku vegna árshátíðarvinnu.

Mánudagurinn 6.apríl

Það var annar í Páskum og enginn skóli.

Miðvikudagurinn 8.apríl

það var enginn tími vegna Marítufræðslu (fræðsla um dóp)

Fimmtudagurinn 9.apríl

við horfðum á nokkrar stuttmyndir (The Nature Is Speaking) þar sem frægir einstaklingar tala inn á t.d. blóma-, regnskóga-, og móður náttúru-stuttmyndir. Í stuttmyndunum er þemað (t.d. blóma og regnskóga) að tala og er að tala um hvað það gerir, hvernig er það og hvað gerir það fyrir mennina. Aðallega er verið að tala um hvað það gerir fyrir mennina og boðskapurinn er að náttúran þarf ekki mennina en mennirnir þurfa náttúruna.  Við horfðum á blóma-, regnskóga- og hafs-stuttmyndina.

Blómin: Ég lærði það að blómin gefa manni svo margt t.d. mat eins og hveiti, ávexti og kartöflur og þau eru notuð á svo margan hátt í ljóð og myndlist. Ef að það væru ekki blóm þá værum við líklega ekki hér.

Regnskógurinn: Ég lærði að regnskógurinn hefur alltaf verið þarna til staðar fyrir okkur. Mennirnir höggva tréin og taka plönturnar og nota þær t.d. í meðöl og annað smyrsl. Hann gefur okkur súrefni og án hans værum við líklega ekki hér. Fólkið er sama um skóginn en hanner ástæðan fyrir því að við lifum.

Hafið: Ég lærði að hafið er meiri hluturinn af jörðinni og hefur alltaf verið og hafið skapaði landið. Allar manneskjur þarfnast þess. Fólkið gerir ekkert fyrir það nema að menga það, en hafið er ástæðan fyrir að mennirnir lifa. Mennirnir taka frá því lífverur og menga það svo og þeir ætlast til að hafið mati þá.

Mér fannst þessar myndir mjög skemmtilegar og áhugaverðar.

Fréttir. hvalirnir ferðast þvert yfir kyrrahafið

fyrsta litmyndin af Plútó