0

18. apríl

(Þetta mun vera seinasta bloggið mitt í Flúðaskóla þar sem lokamatið er að byrja:()

Þriðjudagurinn 18. apríl

Við fengum glósur og hraðan fyrirlestur um æxlunarkerfi mannsins þar sem við höfðum ekki mikinn tíma.

Kynlaus æxlun

 • Frumuskipting (mítósa)
 • Knappskot
 • Gró æxlun
 • Vaxtaæxlun
 • Klónun

Kynæxlun

 • Kk. og kvk.
 • Sáðfruma og eggfruma (meiósa).

Effin 5 – ólíkir lífsferlar

 • Fífill – fjölgast með fræum sínum.
 • Fiskur – Kvk verpir eggjum, kk setur sæði yfir þau, svo verður til pokaseyði.
 • Fíll – Frjóvgun eins og hjá mönnum.
 • Fiðrildi – Fyrst egg, verður að lirfu, síðan fer það í púpu og verður að lokum að fiðrildi.
 • Fugl – Kvk og kk frjóvgast og kvk verpir eggjum, ungar klekjast út.

Sæði

 • Sáðfrumur sem eistun mynda og sáðvökvi.
 • Hlutverk hans er að flytja næringu fyrir sáðfrumurnar, drepa bakteríur og afsýra leggöng (umhverfi legganga er oft of súrt fyrir sáðfrumurnar).
 • Innan við 1% sáðfrumnana ná að egginu.
 • Um 100 milljón sáðfrumur í hverjum ml (Um 3.75 ml sæðis eru í hverjum ml.)

Eggmyndun

 • Hefst strax í fósturlífi, lýkur eftir frjóvgun.
 • Tvílitna eggmóðurfruma skiptist með meiósa og myndar einlitna eggfrumu.
 • Við fæðingu: 400 þ eggmóðurfrumur í eggjastokkum, við kynþroska: 40 þ, aðeins um 400 egg ná að þroskast.

Í leginu…

 • Fósturþroski: frumfósturskeið → ungfósturskeið → myndfósturskeið.
 • Okfruma: Samruni eggfrumu og sáðfrumu, fyrsta fruma nýs einstaklings. Um 21 klst eftir frjóvgun skiptir hún sér í tvennt og svo í tvennt (þá fjórar til) o.s.frv.

Fréttir og annað:

Neikvæður massi ögrar þyngdarlögmálinu

 

0

27.-30. mars

Mánudagurinn 27. mars

Við byrjuðum á paraverkefni um orku þar sem við áttum að skila í glærukynningu, ég var með Ragnheiði í hóp. Við fengum að velja úr mörgum hugtökum og við völdum sólarorku. Við byrjuðum strax að leita að upplýsingum um sólarorku í bókum og á netinu og glósuðum hjá okkur. Svo settum við þetta upp hvernig við vildum hafa það og hvað kæmi fram og hvað ekki og skiptum svoldið með okkur verkum.

Þriðjudagurinn 28. mars

Sólarorka:

 • Sólin er endurnýjanleg orkulind.
 • Allar orkulindir má rekja til sólarinnar, hún er uppistaða svo margs.
 • Við nýtum hana með rafhlöðum og plöntur og þörungar nýta hana með ljóstillífun.
 • Kjarnasamruni á sér stað í iðrum sólarinnar sem veldur því að mikil orka leysist og fer til jarðarinnar í formi ljósgeisla og hita. (Kjarnasamruni er þegar léttar sameindir koma saman og mynda kjarna)
 • Gríðarleg orka sem losnar.
 • E-r orka glatast þegar hún fer í gegnum andrúmsloftið, þá skiptir hún um stefnur og gös draga hana að sér.
 • Sólarrafhlöður breyta sólarljósi beint og milliliðalaust í raforku, í þeim er hálfleiðari sem gleypir ljóseindirnar og mynda rafstraum.
 • Orkan er minna notuð á Íslandi, aðallega á sumarhúsum og húsbílum þar sem orkuþörfin er minni en á venjulegum heimilum. En með vonum um betri sumur gæti þeim ferið fjölgandi.
 • Verðið á sólarrafhlöðum er hátt miðað við stærð en með fjölgandi framleiðslu lækkar verðið alltaf aðeins og þetta verður algengara.

kína

Sunrise Sun Forest Clouds Pinwheel Windräder

Fimmtudagurinn 30. mars

Það var kynningardagur og flestir náðu að kynna en þó ekki allir. Okkar kynning gekk bara nokkuð vel, hún var reyndar svoldið langdregin en það var þó nóg af upplýsingum og fróðleik.

Framtíðin…

Vitundavakning er alls staðar að gerast, fólk er að átta sig á loftlagsbreytingum og sjá hvað þetta getur leitt með sér ef við stoppum þetta ekki. Ríki eru að grípa inn í og taka sig á að nota endurnýjanlegar og umhverfisvænar orkulindir í stað þeirra óendurnýjanlegu og þeim sem menga. Vind- og sólarorka eru mikilvægar orkulindir sem við ættum að nýta miklu meira og ég held að í framtíðinni mun allt virka með þessum orkum og fólk mun hlægja þegar það hugsar til ársins 2017 þar sem enþá var notað bensín og kol (en hvað veit ég).

Fréttir og annað:

Photo of the day – íslenski hesturinn

Suðurljósin timelapse

 

0

20.-23. mars

Mánudagurinn 20. mars

Það var enginn tími vegna danskennslu.

Þriðjudagurinn 21. mars

Við fengum afhendar glósur um orku á Íslandi, hér er smá um það sem við fjölluðum um:

 • Öll orka á upptök sín frá sólinni.
 • Vatnsaflsvirkjanir: Breyta stöðuorku í hreyfiorku
 • Vindorka: Vindmyllur notaðar, rafallinn framleiðir rafmagn. Stefnt á að nota vindorku mikið í framtíðinni í orkuframleiðslu. Breytileg og erfitt að geyma en mengar ekki og er endurnýjanleg orkulind.
 • Jarðvarmi: Jörðin losar varmann í möttlinum með varmaleiðni og varmastreymi. Svæðum skipt í lág- og háhitasvæði.
 • Framtíðin er í okkar höndum: endurnýjanlegar orkulindir.

Fimmtudagurinn 23. mars

Það var enginn tími vegna þess að við vorum að vinna ,,mystery-skype“ verkefni í sambandi við dag Norðurlandanna.

Fréttir og annað:

Teiknar Mexíkóborg eftir minni

Trump dregur úr aðgerðum varðandi loftslgasbreytinga

0

13. – 16. mars

Eins og í seinustu viku er mikið að gera og þess vegna var lítið af náttúrufræðitímum.

Mánudagurinn og þriðjudagurinn 13.- 14. mars

Það var smá nearpod-kynning um lífríki Íslands. Þetta var allt það sem við erum búin að læra áður eða að minnsta kosti heyrt um, en þetta var góð upprifjun. (Á þriðjudaginn fengum við bara fyrri tímann). Við töluðum um m.a. …:

 • Gróðurfar landsins. Við erum í barrskógabeltinu (þótt að það sé ekkert voðalega mikið um barrskóga). Mikið er af freðmýri sérstaklega á hálendinu. Þar eru áberandi margar tegundir af fléttum, mosum og sveppum.
 • Fugla en mikið er af stórum stofnum þótt að þeir séu ekkert endilega margir. Sem dæmi má nefna Æðarfuglastofninn sem er sá lang stærsti í heiminum.
 • Hafið við Ísland þar sem eru gjöful fiskimið. Það er mikill munur á flóði og fjöru
 • Samlífi (þar sem tvær lífverur hafa e-s konar eða ,,ósamband“)sem skiptist í gistilífi þar sem það er hagstætt fyrir aðra lífveruna og breytir engu fyrir hina, sníkjulífi þar sem það er hagstætt fyrir aðra lífveruna en óhagstætt fyrir hina og svo samhjálp (besta dæmið um samhjálp eru fléttur) þar sem það er hagstætt fyrir báðar lífverurnar.
 • Bleikjurnar í Þingvallavatni en það er eina vatnið í heiminum sem hefur fjóra stofna af bleikju. Þær hafa þróast með tímanum á mismunandi hátt, og eru ólíkar aðstöður sem þær hafa lagað sig að.

Svo er gott að kunna þetta helsta með lagskiptingu Jarðarinnar, lofthjúp Jarðarinnar, hringrás vatnsins og gróðurhúsaáhrifin.

 

 

0

6. – 9. mars

Lítið var að gera í þessari viku vegna samræmdna prófa.

Við töluðum þó e-ð um Helga Pjeturss sem var fyrstur Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í jarðfræði. Hann var samt þekktastur fyrir að uppgvöta að ekki hafi einungis verið eitt jökulskeið, og að Ísland hafi mótast á mörgum kulda- og hlýskeiðum. Fyrir þetta fékk hann doktorsnafnbót frá Kaupmannahafnarháskóla = doktor í jarðfræði.

Svo töluðum við aðeins um Guðmund Kjartansson sem var fæddur í Hrunamannahreppi en hann kom kom fram með stapakenninguna. Hún er þannig að stapar og öll móbergsfjöll eru mynduð við gos undir vatni eða jökli.

Heimildir:

Helgi Pje

Guðmundur Kjatansson

Fréttir og annað:

Photo of the day á NaGeographic – Jökulsárlón

Dýrin að minnka vegna hlýnun Jarðar?

0

27. febrúar – 2. mars

Mánudagurinn 27. febrúar

Við 10. bekkur vorum í starfskynningum svo enginn skóli.

Þriðjudagurinn 28. febrúar

Það var enginn náttúrufræðitími vegna starfkynningarkynningum.

Fimmtudagurinn 2. mars

Við byrjuðum á nýjum hlekk sem fjallar um náttúrufræði Íslands. Við kynnum okkur jarðfræði, eðlisfræði og líffræði landsins og skoðum umhverfið, auðlindir, samfélagið, náttúruvernd, orku og hamfarir sem eru allt í kringum okkur. Við fengum hugtakakort afhent á meðan við fjölluðum aðallega um jarðfræði Íslands, t.d. um móberg sem er lang algengast á Íslandi og svo líparít sem finnst t.d. í Kerlingafjöllum. Móberg myndast bara undir vatni eða jökli, þetta er í raun askan sem kemur ú rgosinu og safnast saman og límist síðan með hjálp vatns. Líparítið getur verið mismunandi eftir aðstæðum, hrafntinna getur myndast eða baggalútur eða svona ljósleitt eins og í Kerlingafjöllum.

Herðubreið-Iceland-2 kerlingafjöll

 1. Hér sést móbergsfjallið Herðubreið.
 2. Hér sjást Kerlingafjöll úr ljósu líparíti.

Fréttir og annað:

Einu grasætu aparnir í heiminum – timelapse

Fornmynjar frá 1000 árum fyrir Krist

400 þ. manns deyja í USA vegna mataræðis

Heimildir:

Herðubreið

Kerlingafjöll

0

24.-27. október

Fimmtudagurinn 20. október

Við byrjuðum á erfðafræði sem ég er mjög spennt fyrir. Við fengum afhentar glósur og hugtakakort og svo var fyrirlestur. Gyða fór vel yfir glósurnar, en það er mjög mikilvægt að vita hvað um er að ræða fyrir erfðafræði áður en við förum dýpra og í flóknari umræður, þ.e.a.s. grunnurinn af erfðafræði er mjög mikilvægur fyrir skilning og meðvitund í framhaldi.

Mánudagurinn 24. október

Við héldum áfram með fyrirlesturinn og áfram að reyna að skilja sem best erfðafræðina.

Þriðjdagurinn 25. október

Það var stöðvavinna upp úr erfðafræði. Það voru margar stöðvar og ég náði ekki að fara á margar. Ég tók sjálfspróf upp úr bókinni Maður og náttúra, svo fór ég á stöð þar sem við áttum að útskýra allskonar hugtök upp úr erfðafræði og svo vann ég í hefti þar sem var lögð áhersla á svipgerð og arfgerð.

Sjálfspróf 4.1. 

1.Hvar eru genin?

-Í litningi sem er í frumukjarnanum.

2. Hvað heitir efnasambandið sem ber í sér erfðaupplýsingarnar?

-DNA.

3. Hvað framleiða frumurnar með hjálp upplýsinga frá DNA-sameindunum?

-Prótín.

4. Hvað er litningur?

-Frumulíffæri, í þeim er DNA, þeir geyma sem sagt erfðaefnið. Þeir stýra starfsemi frumunnar.

5. Hvað eru gen?

-Þau eru hluti af litningi. Þau eru lítill partur af DNA-sameind. Þau eru ,,leiðbeiningar´´ um vöxt og starfsemi líkamans.

6. Hvað ákvarðar hvers konar prótín eru smíðuð?

-Röð niturbasa (upplýsingarnar í DNA-sameindunum eru táknaðar með fjórum bókstöfum – amínósýrur eða niturbasar).

 

Fimmtudagurinn 27. október

Vorum í tölvuverinu að vinna allskonar verkefni. Ég fór á góðan vef sem var að útskýra erfðafræði og uppgvötanir Mendels, svo gat maður farið í próf upp úr textanum. Svo skoðaði ég íslensk myndbönd um gen, litninga o.fl.

Hugtök sem við vorum að vinna með:

 • Arfhreinn – Einstaklingur sem hefur eins gen fyrir ákveðið einkenni.
 • Arfblendinn – Einstaklingur sem hefur ólík gen fyrir ákveðið einkenni.
 • Ríkjandi gen – Sterkari eiginleikinn af e-u einkenni, táknað með stórum staf (H).
 • Víkjandi gen – Veikari eiginleikinn af e-u einkenni, táknað með litlum staf (h).
 • Svipgerð – Hvernig arfgerðin kemur út, sjáanlegt.
 • Arfgerð – Genauppbygging lífverunnar.

arfhreinn

Hver er Mendel?

Gregor Mendol var munkur og fann lausn við ráðgátunni um erfðir. Hann vann með baunagrös, en þau henta vel til tilrauna því þau vaxa svo hratt. Hann frjóvgaði tvær plöntur saman bæði með fræum frá lágvöxnum plöntum og svo hávöxnum. Fræ lágvaxinna plantna gáfu frá sér eingöngu lágvaxna plöntu en fræ af hávöxnum plöntum gáfu bæði, bara hávaxnar plöntur og svo hávaxnar og lágvaxnar plöntur. Ef hann lét hreinræktaðar hávaxnar plöntur (HH) og hreinræktaðar lágvaxnar plöntur (hh) æxlast fékk hann bara hávaxnar plöntur, hávöxnu plönturnar ríkja yfir þeim lágvöxnu. Sterkari eiginleikinn kallast ríkjandi (H)en sá veikari víkjandi (h). Einstaklingar sem hafa eins gen yfir e-t einkenni (HH eða hh) kallast arfhreinir, einstaklingar sem hafa ólík gen yfir e-t einkenni (Hh) kallast arfblendnir. Dæmið sett í reitatöflu:

gen

En hins vegar varð hann ekki frægur fyrir þessa uppgvötun, enginn fattaði hvað hann var að gera, en Bandaríkjamaður og Englendingur föttuðu svo uppgvötanir Mendels um 100 árum seinna og urðu þeir frægir fyrir að uppgvöta uppbyggingu DNA.

Fréttir og annað:

Níunda reikistjarnan skammt undan?

Líttu upp í himininn í nóvember – nóvember dagskrá

 

 

 

 

0

23.-26. nóvember

Mánudagurinn 23. nóvember

Það var nearpod kynning um himingeiminn.

Þriðjudagurinn 24. nóvember

Við skoðuðum mismunandi fyrirbæri í vetrarbrautinni okkar

Fimmtudagurinn 26. nóvember

Við völdum okkur fyrirbæri í alheiminum til að kynna í kynningunni okkar og ég valdi mér halastjörnur.

0

9.-12. nóvember

Mánudagurinn 9. nóvember

Það var fyrirlestrartími. Við fjölluðum um hugtök eins og hreyfing, hröðun, vegalengd, ferð og hraði. Við lögðum áherslu á hugtakið hröðun því að við ætlum að gera tilraun þar sem við ætlum að finna hröðun.

Til þess að finna hröðun: Lokahraði – upphafshraði / tími = hröðun.

Þriðjudagurinn 10. nóvember

Við gerðum tilraun með hröðun. Okkur var skipt í hópa (ég var með Laufeyju, Bartek og Einari Ágústi í hóp). Við rúlluðum tennisbolta 20m og tókum tímann á hverjum 5 metrum. Síðan reiknuðum við út hröðun boltans.

Fimmtudagurinn 12. nóvember

Við vorum niðri í tölvuveri að vinna í skýrslunni. Við fengum líka einkunnir úr dýrafræðiritgerðinni.

Fréttir: 

Tungl mars að klofna

 

 

0

5.-8.október

Mánudagurinn 8.október

Við héldu áfram að tala um liðdýr. Við skoðuðum sérstaklega skordýr, krabbadýr og áttfætlur. Svo enduðum við tímann á að skoða ótrúlegar myndir af skordýrum o.fl.

Þriðjudagurinn 9.október

Það var stöðvavinna. Ég byrjaði á stöð A, þar áttum við að útskýra fullkomna og ófullkomna myndbreytingu ég teiknaði þessamynd:

image

Svo fór ég á stöð J og þar áttum við að gera krossglímu um dýr með sex fætur (skordýr). Svona var krossglíman mín

Súrefni                                                                                                                            vatnaKordýr                                                                                                                               andOp                                                                                                                                  fálmaRi                                                                                                                                             Drekaflugur                                                                                                                           bÝflugur                                                                                                                         loftæðaR

Svo fór ég á stöð I og þar skoðaði ég köngulær í einhverskonar tæki. Hérna er mynd af köngulónni sem ég skoðaði:

könguló1

Fimmtudagurinn 8.október

Vorum í tölvuverinu að vinna í ritgerðinni. En ég er að skrifa um geitur.

Geitur:

Eiginleikar geita:

Geitur eru fullþroskaðar og í sínu besta formi frá  tveggja til fimm vetra aldurs. Þær verða aflóga átta til níu vetra. Þær eru skapstórar og hrekkjóttar. Það er best að fara varlega að þeim og með góðu og laða þær svo að sér með lagni. T.d. er ekki sniðugt að beita hundum á þær enda eru þær ekki hlýðnar við hunda og stanga þá ef þeir fara of nærri þeim. Geitur krefjast miklu meiri væntumþykju heldur en sauðfé og sálarlíf þeirra virðist vera fíngerðara. Geitur eru ásæknar við girðingar og sækja í allskonar grænmeti og jurtir sem verið er að rækta. Þær eru líka mjög gæfar og vilja láta klappa sér og strjúka. Geitur eru samt líka tortryggnar og langræknar. Ef  einhver gerir þeim eitthvað gleyma þær því alls ekki en þær eru miklir vinir vina sinna.

Heimildir teknar úr: Melrakki eftir Jón Torfason o.fl., kafli: Geitur, Eiginleikar.