0

Lekaliði

Við fengum verkefni að skoða og taka mynd af rafmagnstöflunni heima og merkja inn lekaliðann. Lekaliðinn er aðalrofinn sem stjórnar í rauninni öllu, hann getur slökkt á öllu. Oftast er hann greinilegur eða merktur (í öðrum lit, öðruvísi lögun eða stærð eða frá öllum hinum). Heima hjá mér er hann ekki svo greinilegur en hann er samt aðeins öðruvísi en hinir rofarnir. Hann slær öllu út ef ef e-ð kemur eða e-ð er óeðlilegt. Hann er til á öllum heimilum (ja…lang flestum) og er á rafmagnstöflunni ásamt öðrum rofum sem stjórna e-s hluta heimilisins. Á mínu heimili eru tvær rafmagnstöflur, ein sem sést hér fyrir neðan sem er aðeins flóknari en svo er önnur, eldri sem stjórnar aðeins nokkrum hlutum heimilisins.

lekaliði - merkturHér sést lekaliðinn merktur með rauðu.

0

Rafmagn á Dal – 26. janúar

Fimtudagurinn 26. janúar

Við vorum niðri í tölvuveri að vinna verkefni (sjá fyrir neðan) á náttúrufræðisíðunni.

Við horfðum á mynband um hreina orku og áttum að svara eftirfarandi spurningum:

 1. Hve stór hluti af orkunotkun Íslendinga er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum?
 2. Í hvað er innflutta orkan notuð?
 3. Hvaða áhrif hefur það á umhverfið þegar bensín og annað jarðefnaeldsneyti er brennt?

Svör:

 1. 3/4 hluti allrar orku.
 2. Hún er notuð í fiskiskipaflotann og samgöngutæki (vélar).
 3. Það lætur frá sér gróðurhúsalofttegundir sem er skaðvaldur hlýnun jarðar.

Við horfðum svo á myndband um raforku og áttum að svara eftirfarandi spurningum:

 1. Nefndu dæmi um þrjú mismunandi form orku.
 2. Úr hvaða þremur öreindum eru atóm gerð?
 3. Hvaða öreindir hafa jákvæða hleðslu?
 4. En neikvæða?
 5. Hvað á sér stað þegar rafmagn er flutt eftir rafmagnsvír?
 6. Hvernig er hægt að framleiða rafmagn á Íslandi?
 7. Hvað er rafhleðsla, og hvað er rafmagn?

Svör:

 1. Raforka, hreyfiorka og stöðuorka
 2. Róteindir sem hafa jákvæða hleðslu, rafeindir sem hafa neikvæða hleðslu og svo nifteindir sem eru hlutlausar.
 3. Róteindir
 4. Rafeindir
 5. Róteindirnar draga að sér rafeindirnar í vírnum, þegar þær færast yfir myndast rafstraumur.
 6. Með endurnýtanlegri orku eins og vatnsafli, með fossum og virkjunum, jarðhita og aðeins vindorku.
 7. Hver öreind hefur í sér ákveðna rafhleðslu og flutningur og samspil eða hreyfing rafeinda býr til rafmagn.