Laufey Helga
:)

Við náðum bara einum tíma í þessari viku, þannig að þetta er síðasta bloggið vegna þess að svo byrjar lokamat.

Þriðjudagur 18. apríl

Á þriðjudaginn var fyrirlestur um æxlunarkerfi mannsins. Við fengum líka glósur.

 • Kynlaus æxlun:
  – frumuskipting (mítósa)
  – knappskot (eins og með tré)
  – gróæxlun
  – klónun
 • Kynæxlun:
  – karlkyn og kvenkyn
  – sáðfruma og eggfruma (meiósa)
 • Effin fimm – ólíkir lífsferlar
  – Fífill → planta → fjölgast með fræi
  – Fiskur → kvk verpir eggjum → kk setur sæði yfir eggin → pokaseyði → fiskur
  – Fugl → kvk og kk – par → verpa eggjum → ungi nærist á því sem er í egginu → unginn klekst úr eggi → fugl
  – Fiðrildi → egg → lirfa → púpa → fiðrildi (dæmi um myndbreytingu)
  – Fíll → kvk er með eggjastokka → frjóvgun er eins og hjá mönnum
 • Sæði
  – sáðfrumur eru í sæði
  – 2.5 – 5ml. í hverju sáðláti
  – 50 til 150 sáðfrumur í hverjum ml.
  – rétt um 1% sáðfrumna ná að egginu.
 • Sáðvökvi – hlutverk hans
  – flytur og nærir sáðfrumur
  – drepur bakteríur
  – afsýrir leggöngin (þau eru með of hátt sýrustig fyrir sáðfrumur ef sáðvökvinn væri ekki)
 • Eggmyndun kvenna
  – hefst þegar konur eru fóstur
  – lýkur rétt eftir frjóvgun
  – tvílitna eggmóðurfruma → skiptist með meiósu → myndar einlitna eggmóðurfrumu
 • Eggmóðurfrumur…
  – við fæðingu: um 400 þús.
  – við kynþroska: um 40.000
  – u.þ.b. 400 egg ná að þroskast
 • Okfruma
  – samruni eggfrumu og sáðfrumu
  – fyrsta fruman hjá nýjum einstakling
  – skiptir sér í tvennt, svo verða fjórar frumur, svo átta o.s.frv.

Við horfðum á myndband í tímanum sem var myndasýning. Myndirnar voru teknar inní legi konunnar við getnað og svo er fylgt meðgöngunni aðeins eftir.

Fréttir

Fordæmalaus fölnun kóralrifsins mikla

 Vökvi sem ögrar þyngdarlögmálinu

 

Mánudagur 27. mars

Á mánudaginn byrjuðum við á glærukynningu um orkugjafa og framtíðina. Ég og Einar Ágúst vorum saman í hóp og okkar kynning var um nýtingu og verndun auðlinda. Við nýttum þennan tíma í að leita að upplýsingum, notuðum netið mest en fundum svo eina bók. Við glósuðum hjá okkur það sem átti að koma fram.

Þriðjudagur 28. mars

Á þriðjudaginn fengum við tíma í tölvuveri til að gera kynninguna. Þetta er það sem átti að koma fram:

 1. Hvað er auðlind?
  – Eitthvað sem maður hefur gagn af eða getur nýtt.
  – Skiptist í 3 flokka
  – Endurnýjanlegar (náttúrulegir orkugjafar, vatn, vindur… þessar sem klárast ekki)
  – Takmarkaðar auðlindir (þær auðlindir sem geta klárast, fiskur, skógar…)
  – Óendurnýjanlegar auðlindir (þær sem munu á endanum klárast, kol, olía, málmar, þessir orkugjafar eru ekki umhverfisvænir)
 2. Kostir/gallar
  Kostir:
  – Mikið af endurnýjanlegum auðlindum.
  – Erum sjálfbær.
  – Fjölbreytni
  Gallar:
  – Hætta á ofnotkun
 3. Framtíðin
  – Fer eftir því hvernig við nýtum auðlindirnar, gætu klárast, gætu endst lengi.
  – Breytilegt eftir árum hvernig nýtingin er.

Fimmtudagur 30. mars

Á fimmtudaginn var verið að kynna þetta verkefni en það náðu ekki allir hóparnir að kynna þannig að það verður haldið áfram með kynningar í næstu viku.

Fréttir

80% stúlkna limlestar

Fundu risavaxið risaeðlufótspor

Magnað flug í gegnum suðurljósin – myndband og frétt

Trump slær loftslagsmálin út af borðinu

Mánudagur 20. mars

Á mánudaginn var ekki tími því við vorum í danskennslu.

Þriðjudagur 21. mars

Á þriðjudaginn var fyrirlestur um eðlisfræði (orku og annað) á Íslandi.

Við fórum yfir:

mælieiningar og orku
– Öll orka jarðar má rekja til sólarinnar.
– Orka eyðist ekki – breytir bara um form.
– SI-einingakerfið er notað á Íslandi. (Metrar og Celsius)

orkugjafar og framtíðin
– Endurnæyjanlegir orkugjafar. (Sólar-, vind- og vatnsorka og svo jarðvarmi)

vindorka – kostir/gallar
kostir:
– mengar ekki
– ókeypis
– endurnýjanleg
– afturkræf
gallar:
– fugladauði
– ferðavenjur dýra breytast
– hljóðmengun

jarðvarmi
mikill varmi í möttli jarðar sem losnar með:
– varmaleiðni
– varmastreymi
jarðhitasvæðum skipt í
– háhitasvæði (eins og á Geysi)
– lághitasvæði (eins og á Flúðum)

Fimmtudagur 23. mars

Á fimmtudaginn vorum við í ,,Mistery Skype“ við krakka á Norðurlöndunum og tíminn féll niður.

Fréttir

Höfðu 80 risaeðluegg á brott með sér

 

 

Mánudagur 13. mars

Á mánudaginn var Nearpod kynning um lífríki Íslands. Ég glósaði smá en þetta er það sem ég glósaði.

Lofthjúpur jarðar:

 • Skiptist í fimm hvolf.

  lagskipting_lofthjups_jardar

  Mynd 1

 • Veðrahvolf:
  – 90% af öllu efni.
  – Næstum öll vatnsgufa í lofthjúpnum.
  – Í 10 km. hæð frá jörðu.
 • Heiðhvolf:
  – Ósonlag.
  – Í 10-50 km. hæð frá jörðu.
 • Miðhvolf:
  – Þar eyðast flestir loftsteinar.
  – Í 50-90 km. hæð frá jörðu.
 • Hitahvolf/Jónahvolf:
  – Þar myndast norðurljósin.
  – Í ca 90-500 km. hæð frá jörðu.
 • Úthvolf:
  – Þar er Hubble sjónaukinn (í um 600 km. hæð)
  – Í 500 km.hæð og upp.
 • Efni í lo8fthjúpnum:
  – Nitur (N) 78%
  – Súrefni (O) 21%
  – Argon (Ar) 1%
  – Svo eru líka efni eins og CO2 og H2O.

  blóm

  Mynd 4

Veðurfar:   

 • Heitt loft leitar upp og kalt loft niður.
  – Gerist í veðrahvolfinu og og eins með vatnið í sjónum.
  – Þá verður blöndun.

Gróðurfar:

 • Ísland er í barrskógabeltinu en samt er freðmýri hérna.
 • Freðmýri: Þegar frostið fer aldrei úr jörðinni.

Höfin:

 • Gjöful fiskimið við Ísland út af Golfstraumnum.
  – Sjórinn blandast og þá blandast næringaefni og stórir fiskistofnar „laðast“ að því.
 • Löng strandlína.
 • Mikill munur á sjávarföllum (flóði og fjöru)
 • Golfstraumurinn og Norður-Grænlandsstraumurinn mætast við strendur Íslands.

Hvað ógnar hafinu?

 • Hnignun búsvæða
 • Veiði
 • Hlýnun sjávar

  mosi_11

  Mynd 2

 • Súrnun sjávar

Flóra Íslands:

 • Innlendar háplöntutegundir eru um 490 (um háplöntur).
 • Mosa tegundir eru yfir 600.
 • Það eru 700 fléttu tegundir
 • Það eru um 2100 sveppa tegundir á Íslandi.
 • Mosar, fléttur og sveppir eru mjög einkennandi fyrir Ísland.

Fléttur:

Fléttur eru besta dæmið um samhjálp. Fléttur eru þörungar og sveppir en þá er þörungurinn að ljóstillifa (hann er frumframleiðandi) og kemur með glúkósa og sveppurinn sem er sundrandi kemur með efnin. 

Samlífi skiptist upp í þrennt en það er:
– samhjálp: báðar verurnar hafa gagn af því. Dæmi: fléttur.
– gistilífi: önnur veran hefur gagn af því en hin hvorki gagn né ógagn. Dæmi: gerlar í meltingunni okkar.
– sníkjulífi: önnur veran hefur gagn af því en hin ógagn. Dæmi: lús.

Vatnalífríki:

 • Ekki fjölbreytt.
 • Mikill breytileiki  milli tegunda – dæmi um það er bleikjan í Þingvallavatni.
  þingvallavatn

  Mynd 3 – Þingvallavatn

  – Sílableikja
  – Kuðungableikja
  – Murta
  – Dvergbleikja

 • Þingvallavatn er eina vatnið í heiminum sem þetta er þekkt.

Fána – smádýr:

 • Það eru 1400 tegundir smádýra á Íslandi.
 • 3/4 eru skordýr

Þriðjudagur 14. mars

Við náðum bara fyrri tímanum vegna þess að við fórum í FSu á Starfamessuna. Í þessum tíma héldum við áfram að tala um fánu Íslands – fuglana. Þetta er það sem ég glósaði:

 • Ekki margar tegundir en stórir stofnar.
  – T.d. er Ísland með u.þ.b. 70% af öllum stofni Heiðargæsarinnar.
 • Íslendingar drápu síðasta geirfuglinn…

Við komumst ekki yfir neitt rosalega mikið í þessum tíma en við töluðum líka um allt þetta sem ég var að glósa.

Fimmtudagur 16. mars

Á fimmtudaginn vorum við í Bláfjöllum sem var ótrúlega gaman en misstum af tímanum.

Fréttir

Minni dýr vegna hlýnunar jarðar

Fundu heilastarfsemi eftir andlát

Heimildir

Mynd 1 – Stjörnufræðivefurinn

Mynd 2 – ferlir.is

Mynd 3 – flickr

Mynd 4 – Wikimedia Commons

Háplöntur – Náttúrufræðistofnun.

Mánudagur 6. mars

Á mánudaginn var spjalltími. Við vorum að tala um jarðfræði Íslands. Við töluðum m.a. um tvo menn sem hétu Helgi Pjetursson og Guðmundur Kjartansson.

Helgi Pjetursson 

Helgi Pjetursson eða Dr. Helgi Pjeturss eins og hann var oft kallaður. Hann var jarðfræðingur en hann útskrifaðist úr Kaupmannahafnarháskólanum. Þar lærði hann náttúrufræði og landafræði en var með jarðfræði sem sérgrein. Seinna þá útskrifaðist hann með doktorsgráðu í jarðfræði og var fyrsti Íslendingurinn til þess að gera það. Það sem var svo ,,flott“ við hann var hvað hann hugsaðialltaf út fyrir kassann. Eftir það að hann átti flottan starfsferil þá fór hann eiginlega bara yfir um.

Guðmundur Kjartansson

Hann var Íslenskur jarðfræðingur sem var fæddur í Hruna. Hann var annar Íslendingurinn til þess að útskrifast úr doktorsnámi í jarðfræði, á eftir Helga Pjeturss. Guðmundur rannsakaði mikið jarðfræði suðurlands eins og t.d. Heklu og fleira. Það sem er svo merkilegt við þennan mann er að hann kom með stapa-kenninguna en hún fjallar um það hvernig móberg myndast.

Seinni hluta tímans vorum við að svara heimspekilegum spurningum og vorum að spjalla um það en ég (og Einar Ágúst) fengum spurninguna „hvað er náttúra?“ en okkur fannst náttúra vera eiginlega allt sem er utandyra. Fjöll, skógar og vötn geta til dæmis tilheyrt náttúrunni en svo geta líka verið hlutir eins og tún og akrar og eitthvað svoleiðis og svo tilheyra dýr og plöntur líka náttúrunni. Þetta orð – náttúra – nær yfir svo margt að það er erfitt að skilgreina hugtakið.

Þriðjudagur 7. mars og fimmtudagur 9. mars

Þá vorum við að taka samræmdu prófin og misstum af tímanum.

Fréttir

Íslensk norðurljósamynd vekur athygli

Fjarlægðu 915 smápeninga úr maga skjaldböku! (myndband með frétt)

Heimildir

helgipjeturss.is

Wikipedia – Guðmundur Kjartansson

Fréttir – mbl.is

Mánudagur 27. febrúar

Á mánudaginn vorum við í 10. bekk ekki í skólanum vegna starfskynninga. Ég fór í Þjóðleikhúsið og það var mjög gaman.

Þriðjudagur 28. febrúar

Á þriðjudaginn notuðum við tímann í það að gera glærukynningu sem fjallaði um starfskynninguna okkar.

Fimmtudagur 2. mars

Á fimmtudaginn var fyrsti tíminn í nýjum helkk en nýi hlekkurinn fjallar um Ísland. Þar erum við að fara að læra um nánast allt sem tengist t.d. jarðfræði, líffræði og náttúruvernd á Íslandi. Í þessum tíma fengum við hugtakakort en vorum svo bara að tala um allskonar sem tengist jarðfræðinni og töluðum m.a. um það hvernig móberg myndast en það myndast þegar eldgos verða í vatni.

Við töluðum líka aðeins um Kerlingarfjöll en þau eru úr líbaríti (ljósu) en hrafntinnur eru líka úr líbaríti (svörtu) en ástæðan fyrir litamuninum er að bergið myndast ekki við sömu aðstæðurnar.

4981971087_18fb19b545_b240px-ObsidianOregon
Mynd 1 Kerlingarfjöll                                Mynd 2 Hrafntinna

Fréttir

Skutu nashyrning í dýragarði

Eitt af hverjum fjórum börnum deyr vegna mengunar

Heimildir

Mynd 1

Mynd 2

Mánudagur 13. febrúar

Á mánudaginn féll tíminn niður vegna árshátíðar undirbúnings.

Þriðjudagur 14. febrúar

Á þriðjudaginn fórum við í próf uppúr eðlisfræðihlekknum.

Fimmtudagur 16. febrúar

Á fimmtudaginn fengy þeir sem náðu ekki að klára prófið tíma til þess að klára það en restin fór í tölvuverið að blogga.

Samantekt úr hlekknum

Í þessum hlekk var eðlisfræði og við tókum sérstaklega fyrir rafmang. Við byrjuðum hlekkinn á því að rifja upp hvað orka væri og nokkar myndir hennar og svo líka lögmálið um varðveislu orkunnar sem er að það sé ekki hægt að skapa orku né eyða henni heldur getur hún bara breytt um mynd. Við notuðum mikið stöðvavinnu og unnum þar nokkur verkefnablöð og gerðum skemmtilegar tilraunir og unnum svo nokkur verkefni bæði í tölvu og svo lekaliða verkefnið. Við fengum heimskókn frá rafvirkja og hann fræddi okkur um sitt starf og almennt um rafmagn. Við fórum yfir lögmál Ohms (útskýrt í þessari færslu) rafhleðslu og  rafstraum, rafspennu og viðnám. Við lok hlekkjarins fórum við yfir straumrásir, raðtengdar og hliðtengdar og svo aðeins yfir segulmagn.

Fréttir og fleira

Fundu nýtt sólkerfi!

Stóra pizzu-málið rataði í heimsfréttirnar!!

Fréttir af mbl.is og visir.is

Mánudagur 6. febrúar

Á mánudaginn var ég ekki í skólanum en krakkarnir voru að læra um straumrásir.

Þriðjudagur .7. febrúar

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og það voru sömu stöðvar í boði og í seinustu viku (hægt að sjá hér) en núna fór ég á stöð númer 4 og gerði verkefnablað um straumrásir.

Við áttum að merkja við þau atriði sem eru röng en þau eru; A, B, D og F

A: Það er mínushleðsla báðu megin á batteríinu en til að það virki verða að vera bæði jákvætt- og neikvætt hlaðnar eindir.

B: Til þess að straumrásin virki mega ekki vera „göt“ í straumrásinni.

D: „Leiðarinn“ er úr harðviði en harðviður leiðir ekki rafmagn og er þar af leiðandi einangrari en ekki leiðari.

F: Það er bara annað skautið tengt en til að peran lýsi þurfa þau bæði að vera tengd.

Hvað myndi gerast ef straumrásin væri virk?

 1. Þá myndu allar perurnar lýsa nema F og E.
 2. Bjallan (H) myndi lýsa því að straumurinn fer í gegnum hana vegna þess að hún er hliðtengd.
 3. Peran C lýsir áfram þó að peran E væri fjarlægð vegna þess að straumurinn fer í gegnum hana, hún er hliðtengd.
 4. Peran I hættir að lýsa ef C er fjarlægð því hún er raðtengd.
 5. Pera C heldur áfram að lýsa þó að I peran sé fjarlægð vegna þess að rafeindirnar þurfa ekki að fara í gegnum peru I til þess að komast að C.

Það sem er raðtengt Á myndinni er; C, F og H.
Það sem er hliðtengt á myndinni er; I, J og L.

En vegna þess að ég var ekki á mánudaginn skildi ég ekkert í þessu þannig að Gyða útskýrði þetta fyrir mér þannig að hérna kemur aðeins um straumrásir:

 • Straumrás er hringrás – eiginlega vegur fyrir rafeindir til að streyma um.
 • Straumrásir eru annaðhvort raðtengdar eða hliðtengdar
 • Raðtenging: Þá eru allt tengt í sömu hringrásinni. Tökum aðventuljós sem dæmi því þau eru oftast raðtengd. Ef að ein pera slokknar þá slokkna allar vegna þess að þá myndast „gat“ í rásina og rafeindirnar geta ekki streymt þar í gegn og til þess að allt lýsi þurfa rafeindirnar að komast allan hringinn.
 • Hliðtenging: Þá er straumrásin ekki bara tengd í hring eins og með raðtengingunni heldur eru aðrar tengingar líka sem rafeindirnar geta farið eftir. Það eru flóknari tengingar.

Á næstu stöð fór ég að fikta í að búa til allskonar straumrásir.

 

Fimmtudagur 9. febrúar

Á fimmtudaginn var nearpod fyrirlestur um segulmagn og segulkrafta en við fórum ekki mjög djúpt ofan í það heldur var aðallega verið að kynna það fyrir okkur.

 • Segulmagn: Þegar rafeindir snúast um sjálfar sig og fara að virka eins og seglar. Segulmagn verður til vegna aðdráttar- og fráhrindikrafts sem má rekja til þess hvernig rafeindir hreyfast í e-u ákveðnu efni. Segulmagn er notað í mörgum tækjum eins og t.d. áttavitum, dyrabjöllum, síma o.fl.
 • Segulkraftur: Krafturinn er mestur næst endunum (segulskaut -norður-/suðurskaut) og fer minnkandi því lengra frá. Ósamstæð skaut dragast að hvort öðru en samstæð hrinda frá sér. Alveg eins og með rafeindir og róteindir.

Fréttir og fleira

Lag um eðlisfræði

Fæddist með 4 fætur og 2 limi

Heimildir

Mínar glósur úr fyrirlestri

Bókin Eðlisfræði 1

Við fengum heimaverkefni en það var að taka mynd af rafmagnstöflunni okkar og merkja inn lekaliðann. Ég á heima í frekar gömlu húsi og er með gamla töflu sem er með postulíns öryggi en engum lekaliða. Til þess að slá út heima þarf að skrúfa út hvert öryggi fyrir sig en lekaliðinn fyrir okkar hús er í öðru húsi á bænum.

Taflan okkar

lekaliður-heima

Heima hjá ömmu og afa er nýrri tafla og hjá þeim er lekaliðinn hér.

lekaliður-amma-og-afi

 

Mánudagur 30. janúar

Á mánudaginn héldum við áfram að fara yfir rafmagn en tókum fyrir þessi hugtök:

 • Rafhleðsla: Flæði rafeinda – þegar hlutur/efni fær auka rafeind er hann rafhlaðinn.
  – Aðdráttarkraftur: Kraftur sem dregur saman. Það virkar á milli einda sem hafa gagnstæðar hleðslur (rafeind (-) og róteind (+)).
 • – Fráhrindikraftur: Kraftur sem ýtir í sundur. Virkar á milli einda með sömu hleðslu (rafeind og rafeind (- og -) eða róteind og róteind (+ og +))
  – Dæmi um aðdráttar- og fráhrindikraft eru seglar. Stundum er hægt að setja þá saman en stundum ekki. Það fer eftir því hvort seglarnir sem eru saman séu með jákvæða eða neikvæða hleðslu.
  Myndaniðurstaða fyrir attraction and repulsive forcesMynd 1
 • Rafsvið: Allar hlaðnar eindir hafa eitthvert rafsvið utan um sig en það er sterkast næst eindinni og verður veikara því lengra frá henni.
 • Stöðurafmagn: Þegar rafhleðslur safnast saman í hlut og virkar með utanaðkomandi áhrifum en þá flytjast rafeindir á milli hluta. T.d. þegar það er nuddað blörðu í hausinn á sér þá er bæði hægt að festa blöðruna á vegg og hárið manns verður rafmagnað. Þá hefur rafmagn safnast saman í báðum hlutunum.
 • Hlutir eru hlaðnir með…
  Núning: Hlutum núið saman –> Rafeindir flytjast á milli hlutanna –> Einn hluturinn verður jákvætt hlaðinn, hinn verður neikvætt hlaðinn.
  Leiðing: Tveir hlutir snertast –> Rafeindir flæða á milli.
  Rafhrif: Óhlaðinn hlutur snertir hlaðinn hlut –> Rafeindir óhlaðna hlutarins raðast uppá nýtt –> Óhlaðni hluturinn dregst að þeim hlaðna.
 • Eldingar: Verða til þegar rafeindir flytjast á milli skýja eða frá skýi til jarðarinnar en þegar þær fara frá skýjunum til jarðarinnar verður afhleðsla.
 • Rafspenna: Til þess að hreyfa rafeindir þarf orku og því meiri orka því meiri spenna. Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til þess að hreyfa hverja rafeind. Rafspenna er mæld í voltum  (V).
 • Rafstraumur: Streymi rafeinda eftir vír og því fleiri rafeindir því meiri straumur er. Rafstraumur er ráknaður með I en er mældur í amperum (A).
 • Viðnám: Viðnám er mótstaða gegn rafstreymi og er táknað með R (á ensku: resistance) og er mælt í ohm (Ω)
 • Lögmál Ohms: Rafstrumur=spenna (I=V/R)
                                            viðnám

Myndaniðurstaða fyrir ohm's lawMynd 2

Þriðjudagur 31. janúar

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég fór á stöð 1 sem tók næstum allan tímann en seinustu 15 mínúturnar fór ég að skoða tilrauna stöðvarnar en þar var hægt að taka í sundur allskonar rafmagnsdót eins og t.d. snúrur, innstungur o.fl. Svo var líka hægt að búa til rafrásir og mynda stöðurafmagn með blöðru.

Á stöð 1 var sjálfspróf uppúr bókinni Eðlisfræði 1 á bls. 13 en þetta voru svörin mín:

stöðvavinna 1stöðvavinna 2Myndir frá mér

Fimmtudagur 2. febrúar

Á fimmtudaginn kom Guðjón pabbi hennar Ragnheiðar í heimsókn (hann er rafvirki). Hann fór vel yfir allt það sem tengist rafmagni, allt frá rafmagni á heimilum yfir í vindmyllur sem eru tvöfaldur Hallgrímskirkjuturn og úr því yfir í eldingar. Það sem stóð uppúr hjá mér í þessum fyrirlestri (spjalli) voru þessi atriði:

 • Ef einhver fær rafstraum getur sá hinn sami fests í straumnum (eins og í teiknimyndunum) og ef einhver festist þá þarf að passa það að koma ekki við hann nema með hlut sem leiðir ekki eins og t.d. einhverju úr tréi eins og sleif til dæmis eða með einhverju úr plasti eða einfaldlega bara einhverju sem leiðir ekki rafmagn.
  Myndaniðurstaða fyrir tom cat cartoon electric shockMynd 3
 • Það þarf bara 1-2 milliamper til þess að drepa manneskju.
 • Að allir ættu að hafa eldingavara heima hjá sér. (það stendur í svari úr stöðvavinnunni á þriðjudaginn hvað eldingavari er)
 • Það er ekki hægt að geyma rafmagn og þess vegna er gott að vera með uppistöðulón t.d. fyrir  vatnsaflsvirkjanirnar vegna þess að það er hægt að geyma vatnið en ekki rafmagnið.
 • Þegar það er verið að skipta um skemmdan bút á rafmagnslínu eru þeir sem laga hana í sérstökum málmbúningum (því að ef að þeir fá straum fer straumurinn bara utan um búninginn en ekki í þá) og fara á línuna með þyrlu og laga bútinn þannig. Þeir fá ekki straum vegna þess að þeir snerta ekki jörðina. (Alveg eins og fuglar getas setið á rafmagnslínum án þess að grillast)+
 • Gömul hús eru ekki með lekaliði í rafmagnstöflunni en það er í nýjum rafmagnstöflum.

Fréttir og fleira

Ný getnaðarvörn að koma á markaðinn?

Þrumur og eldingar fylgdu skilunum

Eldingar – vídjó

Heimildir

Mynd 1: Wikimedia Commons

Mynd 2: electronics-tutorials.ws

Mynd 3: keywordsuggest.org

Glósur: Ég glósaði sjálf þegar Gyða var með fyrirlestur

Allt sem kom fram á fimmtudaginn var eitthvað sem Guðjón sagði.