Laufey Helga
:)

Fimtándi til átjándi september 2014.

Á mánudeginum prófuðum við app sem heitir Nearpod. Nearpod er app í iPad eða eitthvað snjalltæki, sem er eiginlega eins og Power point. Við fengum öll einn iPad og fórum inná Nearpod, þar sem Gyða var með glærusýningu. Við lærðum betur um ljóstillífun, frumframleiðendur, neytendur og sundrendur. Við gerðum ýmis verkefni inná Nearpod eins og að teikna inná mynd af strumpaþorpinu alla frumframleiðendurna. Við héldum glærusýningunni áfram og teiknuðum svo fæðukeðju og fæðuvef. Fæðukeðja er hálfgerður hringur um hber étur hvað en fæðuvefur er mjög svipaður nema þá fer þetta ekki hring heldur tengist allt saman.

á miðvikudeginum horfðum við á mynd sem heitir Baráttan um ljósið. Í henni var sýnt hvernig fýrin lifa í regnskógunum við miðbaug. Í mynfdnni kom meðal annars fram hvernig nokkrar tegundir af öpum lifa (man ekki hvaða tegundir), ljón og nokkur skordýr og fullt fleira. Myndin var bara um það hvernig dýrin lifa í svona svakalega miklum hita. Það sem mér fannst flottast voru blóm sem voru ekki beint blóm heldur skordýr sem lifðu á plöntunni og biðu eftir að bráðin settist á blómið og þá stukku blómadýrin á þau og átu. Þessi mynd var mjög fín, maður lærði mikið af henni. Þetta var það sem við gerðum í fyrri tímanum en í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver og  fengum að blogga.

Á fimtudaginn var enginn skóli vegna þess að það vor foreldraviðtalsdagur :)

Áttumdi til ellefti september 2014.

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um vistfræði. Við töluðum um meðal annars lifandi og lífvana hluti og áttum að telja upp þrjá lifandi og þrjá lífvana hluti í Kvenfélagsskóginum og ég skrifaði: tré, skordýr og lauf (lifandi) og steinar, skýlið og frisbígolfkarfa (lífvana). Við töluðum líka um stofna og tókum bleikjur í Þingvallavatni sem dæmi. Stofn er hópur lífvera sem lifir á afmörkuðu svæði. Stofnar vilja ekki endilega éta það sama né búa saman.

Á miðvikudaginn fórum við út í skóg að vinna verkefni. Við áttum að að finna vistkerfi í skóginum, lifandi og lífana hluti, skrifa um lífveru í skóginum og skipta niður nokkrum hugtökum í neytendur, sundrendur og frumframleiðendur. Frumframleiðandi er eitthvað sem þarf bara vatn og sólarljós en ekki fæðu en þeir sem þurfa ekki fæðu eru kallaðir frumbjarga lífverur en þeir sem þurfa fæðu kallast ófrumbjarga lífverur. En þegar við vorum í skóginum áttum við líka að semja ljóð um það  sem við heyrðum, skynjuðum eða sáum en í  lokin mældum við skóginn í fermetrum og fórum svo í leiki.

Á fimmtudaginn fór ég á móti safninu og missti af náttúrufræði en krakkarnir horfðu á mynd sem heitir Brave heart.

Frétt: Hérna er svo frétt um Holuhraun :)

Fyrstu vikuna í skólanum var ég ekki í skólanum en krakkarnir lærðu um feæðukeðjur, fæðuvefi og fæðupíramída og skoðuðu vistkerfi á skólalóðinni.

Fyrsti september til fimmta september.

Á mánudaginn var starfsdagur og enginn skóli.

Á miðvikudaginn fórum við í tölvuverið og lærðum að blogga og settum upp síðuna okkar.

Á fimmtudaginn horfðum við á mynd um Afríku (Challenge of change). Myndin sagði okkur frá m.a. regnskógunum, sléttunum og þurrkatímabilinu sem er í Afríku í september og nóvember. Myndin sýndi líka lífsbaráttu dýranna í austur-Afríku. Í myndinni kom líka fram að 90% ljónsunga deyja úr hungri á þurrkatímanum. Fyrir 30 milljónum ára klofnaði austur-Afríka í tvennt og það uxu risa klettar ofan í gjánna og regnskýin komust ekki yfir vestur hlutann þannig að það rigndi ekkert austan megin við gjánna. Þá þornuðu regnskógarnir upp og varð að sléttu þar sem yfir 2 milljónir dýra lifa. Þessi vika var mjög skemmtileg :)

Fimmtudagurinn fjórði september 2014

Í dag lærðum við að blogga. Það var mjög krefjandi og reyndi á þolinmæðina en að mörgu leyti var það mjög gaman. Ég er mjög spennt fyrir vetrinum í náttúrufræði. Þetta er öðruvísi en ég er vön með heimanám en þetta á samt eftir að vera mjög gaman. Mér kveið mikið fyrir því að blogga en þegar maður er búinn að ná tökum á þessu er þetta bara mjög fínt :)