Laufey Helga
:)

20. Október til 23. Október 2014.

Á mánudaginn skoðuðum við blogg og kláruðum tilraunina með eðlismassann frá því í seinustu viku. Við vorum að reikna eðlismassa steins en þá fundum við rúmmál og þyngd í grömmum (massi) og fundum eðlismassa steinsins sem er massi deilt í rúmmál. Við horfðum líka á myndbönd þar sem frumefnin í fyrsta flokk voru sett í vatn og sprengdu upp ílát in sem þau voru sett í. Við,fengum líka glósur sem við fórum yfir.

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu um efnafræði. Við gátum valið um fullt af stöðvum og ég fór á fjórar stöðvar. Á fyrstu stöðinni áttum við að laga te, bæði heitt og og kalt og bera þau svo saman og skrifa um það sem við sáum. Svo fórum við að gera krossglímu með hugtökum úr hlekknum og notuðum til dæmis:

 • Fumefni.
 • Sætistala.
 • Rafeind.
 • Róteind.
 •  Nifteind

Og margt fleira. Svo fórum við líka í svona mólikúl. Þá vorum við að púsla saman efnum, eins og vatni til dæmis og margt fleira. Svo í lokin svöruðum við spurningu um efnafræði.

Á fimmtudaginn fengum við blað með 18 frumefnum og við áttum að merkja inn á það rafeindir, róteindir og nifteindir. Róteindir eru með jákvæða hleðslu (p+) og eru inní kjarnanum. Rafeindir eru með neikvæða hleðslu (e-) og er á sveimi utan um kjarnann. Nifteindir (n0) eru ekki með neina hleðslu en eru líka inní kjarnanum. Rafeindir og róteindir eru alltaf jafn margar og sætistala efnisins segir til um fjölda þeirra. Allar róteindirnar eru á sama stað eða allar inní kjarnanum en róteindirnar skiptast ýmist niður á eitt, tvö eða þrjú hvolf. Á fyrsta rafeinda hvolfi komast bara tvær rafeindir fyrir en á næstu tveim komast átta rafeindir fyrir. Ef að efni er með sætistöluna fimm þá eru fimm róteindir í kjarnanum og fimm rafeindir umhverfis kjarnann, tvær á fyrsta hvolfi og þrjár á öðru hvolfi. Massatalan segir svo til um fjölda nifteinda. Ef að massatalan  væri 11 og sætistalan fimm þá mínusaru bara þessar tvær tölur og útkoman er fjöldi nifteindanna. (Sem væri í þessu tilfelli sex). Þá fara sex nifteindir ásamt fimm róteindum inní kjarnann. Svona fundum við út fjölda raf-, rót- og nifteinda fjölda í átján efnunum.

Vetni.Heimild. Þetta er mynd af frumefninu vetni. Það er með sætistöluna einn og er þess vegna með eina róteind í kjarna og eina rafeind á sveimi  utan um kjarnann.

Frétt.

13. október til 17. október.

Á mánudaginn fengum við nýtt hugtakakort og glærur um efnafræði. Gyða byrjaði á því að kynna aðeins fyrir okkur hvað við ætluðum að gera í þessum hlekk og fór svo yfir glærurnar. Í hlekknum munum við læra mikið um lotukerfið. Í glærunum fórum við yfir nokkur hugtök eins og til dæmis:

 • Hreint efni. Hreint efni er efni sem hefur verið hreinsað og hefur ákveðin sérkenni. (Alveg hreint efni, ekki blandað neinu öðru).
 • Efnablanda. Blanda af tvemur eða fleiri hreinum efnum.
 • Efnasamband. Efnasamband eru tvö eða fleiri frumefni saman. T.d. H²O (vatn).
 • Frumefnni. Frumefni er efni  sem ekki er hægt að sundra.
 • Hamur efnis. Sýnir í hvaða formi efnið er. (fast efni (s), flótandi efni (l) og (g)  sem er gas).
 • Bræðslumark. Sýnir við hvaða hitastig efni bráðna.
 • Suðumark. Sýnir við hvaða hitastig efnið gufar upp.

Svo í lokin á tímanum skoðuðum við fréttir og hlustuðum á lag með öllum frumefnunum sem var búið að finna þegar það var samið.

Á miðvikudaginn fengum við hefti sem við áttum að lesa og svara spurningum. Við vorum að læra á:

 • Lotukerfið: Tafla sem sýnir öll frumefnin og hvernig þau raðast eftir sætistölu.
 • Sætistölu: Sætistala frumeindar sýnir hversu margar róteindir eru í kjarna frumeindarinnar.
 • Róteindir: Eru með jákvæða hleðslu í kjarna frumeindar.
 • Rafeindir: Eru með neikvæða hleðslu og hreyfast umhverfis kjarnann.

Við lásum mikið um þessi hugtök og lærðum mikið. Það sem var mikið fjallað um var að það eru jafn margar róteindir og rafeindir í einu frumefni. Eins og t.d. vetni (H) er með eina róteind í kjarna og þess vegna er ein rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Í sumum frumefnum eru nokkur rafeindahvolf. Rafefnahvolf er svæði þar sem eitthvað ex margar rafeindir komast fyrir á. Á fyrsta rafeindahvolfi komast bara tvær rafeindir fyrir en á öðru og þriðja rafeindahvolfi komast átta rafeindir fyrir. Rafeindirnar á  ysta hvolfinu eru kallaðar gildisrafeindir. Í lotukerfinu eru efinin sett í lotur eftir því hversu mörg rafeindahvolf þau eru með. Í fyrstu lotu eru efnin með eitt  hvolf, í annarri lotu eru tvö hvolf o.s.frv. Í heftinu voru svo spurningar um þetta. Við áttum t.d. að svara því að ef að sætistala frumeindar væri átta hversu margar eru róteindirnar í kjarnanum (svar: átta) eða  finna efni í einhverri lotu og einhverjum flokki. Svo í lokin skoðuðum við blogg og fréttir.

Á fimmtudaginn fórum við svo að vinna með eðlismassa. Þá fengum við allskonar dót, eins og vog, bikarglas, mæliglas, steina og fullt annað. Það sem við áttum að gera var að setja vatn í glas með einhverskonar rennu út, svo að vatnið fari úr glasinu þegar hlutir eru settir ofan í það. Við byrjuðum á  því að fylla það glas af vatni og settum stein ofan í glasið. Þá rann vatnið úr glasinu sem samsvarar massa steinsins. Við notuðum lögmál Arkimedesar til að finna massann. Við settum steininn þrisvar sinnum ofan í vatnið og svo í mæliglas til að finna hversu stór steinninn væri í rúmsentimetrum (cm³), við fundum svo meðaltalið í cm³. Eftir það mældum hann svo með vog til að finna þyngd hans í grömmum. Við fundum líka meðaltalið úr þrem mælingum. Svo fundum við eðlismassa steinsins. Við náðum samt ekki að klára tilraunina svo að við fáum smá tíma á mánudaginn til að klára.

Fréttir:

Fundu nýtt frumefni

Myndir af Holuhrauni

Heimildir:

Glærurnar og verkefna hefti frá Gyðu.

Mbl.is

Vísir.is

Nams.is

 

6. Október til 10. Október.

Á mánudaginn  byrjuðum við á að fara yfir prófið sem við tókum í seinustu viku. Prófið var um kaflann sem við erum búin að vera í núna síðustu vikur. Prófið var um dýra frumur og plöntu frumur, öll líffærin í þeim og hlutverk líffæranna. Við máttum nota hugtakakort sem kom sér mjög vel, þar sem við vorum búin að glósa hjá okkur mikilvægustu hlutina. Bekknum gekk mjög vel í þessu prófi. Þegar við vorum búin að fara vel yfir prófið skoðuðum við nokkrar fréttir og lærðum betur að tengja linka og setja myndir inn á bloggið okkar. Svo sagði Gyða okkur hvað við værum að fara að gera í næsta tíma. Í llok tímans áttum við svo að gera sjálfsmat um hvernig okkur gekk í hlekknum.

á miðvikudaginn fórum við aftur í smásjárskoðun. En í þetta skiptið vorum við að skoða millimetrapappír, þunna himnu af lauk og nauta sæði. Við skoðuðum fyrst millimetrapappírinn og við áttum að skoða hann í mismunandi stækkunum. Mér gekk frekar vel með hann. Ég sá hann skýrt í þremur stækkunum. Fyrst sá ég hann mjög greinilega og nokkrar rúður. Í næstu stellingu sá ég bara nokkrar rúður og í stærstu stillingunni sá ég bara einhver strik. Þegar við vorum búin að skoða pappírinn vel fórum við að  skera lauk fyrir lauksýnið okkar. Þá skárum við mjög þunna himnu af venjulegum lauk. Svo settum við bláan fljótandi lit ofan á laukhimnuna pg skoðuðum það í smásjánni. Þar vorum við að skoða plöntufrumur. Mér gekk ekki alveg jafn vel með laukinn. Ég sá lögunina á frumunum í tvennum stillingum en ekkert meira. Svo þegar við vorum búin að skoða laukinn fórum við að skoða sæði úr nauti. Það gekk mjög illa. Við rétt sáum eina stillingu á smásjánni. Við höldum að það hafi verið eitthvað að sæðinu því að það sá enginn neitt, sem við leituðum að. Á meðan við vorum að vinna í þessu vorum við líka að skrifa skýrslu um smásjárvinnuna. Við byrjuðum í þessum tíma bara á niðurstöðunum.

Á fimtudaginn kláruðum við svo að skrifa skýrsluna. Við fengum gott tækifæri til að læra að skrifa góða skýrslu þessum tíma. Þarna lærðum við grunnþættins að góðri skýrslu sem eru: inngangur, framkvæmd og niðurstöður. Við eigum eftir að gera fleiri svona skýrslur, svo að þessi var mjög góður undirbúiningur.

Fréttir:

Bjuggu til lífveru með gervikjarnasýru.

Fleiri börn missa bæði foreldri sín vegna ebólu.

 

 

29. September til 2. Október.

Á mánudaginn fórum við í frumualías, sem var mjög gaman. Þá var Gyða búin að skrifa fullt af hugtökum sem tengdust frumulíffræði og klippti þá svo niður. Gyða skipti okkur í þrjá hópa og ég var í hóp með Axel, Viktor og Guðna. Okkur gekk rosa vel. Þetta er mjög góð aðferð til að muna hugtökin og þetta er líka mjög gaman. Við áttum að lýsa orðum eins og ljóstillífun, súrefni, glúkósi og margt fleira.

Á miðvikudaginn byrjuðum við á því að taka stutta könnun um kaflann. Það tók alveg eina kennslustund. En svo í seinni tímanum áttum við að læra á smásjá. Við áttum að búa til þrjú sýni. Fyrsta sýnið átti að vera ljósritaður bókstafur með vatni. Annað sýnið átti að vera bókstafur úr gömlu tímariti með vatni. Við áttum að skoða muninn sem var alveg frekar mikill.  Þegar við vorum búin að skoða þetta mjög vel áttum við að skoða hár. Það gekk ekki alveg jafn vel. En það var samt rosalega gaman. Við náðum samt alveg ágætlega að skoða hárið. Við vorum að læra á þetta því að við ætlum að skoða nautasæði einhverntímann og þá er gott að kunna á smásjánna.

Á fimmtudaginn féll niður tíminn vegna kennaraþings.

Fréttir:

MAVEN.

Eldgos

Myndir

 

20. September til 25. September.

Á mánudaginn fengum við nýtt hugtakakort og glærur. Við erum semsagt byrjuð að læra um frumur. Við lærðum hvenig frumur líta út og muninn á dýra- og plöntufrumum. Við skoðuðum aðeins glærurnar og skráðum á hugtakakortið. Eftir þogað skoðuðm við fullt af fréttum og hlustuðum á frumu-rapp.

Á miðvikudaginn kenndi Gyða okkur formúluna fyrir framleiðslu glúkósa (C6H12O6). Við skrifuðum líka meira inná hugtakakortið okkar og lásum yfir glærurnar okkar.  Í fyrri tímanum vorum við mjög mikið að spjalla um frumur og  Gyða sagði okkur aðeins frá því sem við ætluðum að gera í fimmtudagstímanum. Í seinni tímanum fórum við svo niður í tölvuver og áttum að vinna í stöðvavinnunni sem á að gera í tölvum. Þegar við vorum búin að því áttum við bara að fara að blogga. En hér kemur smá fróðleikur um frumur. Frumum er skipt í tvær aðal tegundir sem eru Dýrafrumur og Plöntufrumur. Dýrafrumur eru frumur í dýrum og manneskjum. Í frumum eru frumulíffæri sem eru til dæmis kjarni (sem er eins og heili), kjarnakorn, safabóla og hvatberi svo eitthvað sé nefnt. Í plöntufrumum eru öll þessi líffæri, nema safabólan er mikð stærri og það er eitt annað í þeim sem er ekki í dýrafrumunni og það eru grænukornin (blaðgræna) sem ljóstillífa. En  ljóstillífun er nauðsynleg fyrir allt líf á jörðinni. Ljóstillífun er þegar grænukornin „anda“ að sér koldíoxi (CO²) og frá sér súrefni (O²). Hvatberarnir sjá svo um að brenna orkunni (glúkósa) sem þú færð. Frymisnet og ríbósom eru svo frumulíffærin sem sjá um að búa til prótein. Kjarninn er svo eins og heilinn í frumunni og inní honum er kjarnakorn og litningar (erfðarefni). Utan um frumuna er svo frumuhimna sem er eins og svokallaðar dyr inní frumuna. Hún sér til að réttu efnin komist inn en að bakteríur og eitthvað svoleiðis komist ekki inn í frumuna.

 

image Heimild

Á fimmtudeginum fórum við aftur yfir hugtakakortið okkar og bættum aðeins inná það. Svo reyndi Gyða að festa nokkrar formúlur inní hausinn á okkur og teiknaði upp frumur fyrir okkur og útskýrði betur hvert hlutverk allra frumulíffæranna. Svo lásum við bloggið hjá nokkrum krökkum og skoðuðum fleiri fréttir :)