Laufey Helga
:)

20. September til 25. September.

Á mánudaginn fengum við nýtt hugtakakort og glærur. Við erum semsagt byrjuð að læra um frumur. Við lærðum hvenig frumur líta út og muninn á dýra- og plöntufrumum. Við skoðuðum aðeins glærurnar og skráðum á hugtakakortið. Eftir þogað skoðuðm við fullt af fréttum og hlustuðum á frumu-rapp.

Á miðvikudaginn kenndi Gyða okkur formúluna fyrir framleiðslu glúkósa (C6H12O6). Við skrifuðum líka meira inná hugtakakortið okkar og lásum yfir glærurnar okkar.  Í fyrri tímanum vorum við mjög mikið að spjalla um frumur og  Gyða sagði okkur aðeins frá því sem við ætluðum að gera í fimmtudagstímanum. Í seinni tímanum fórum við svo niður í tölvuver og áttum að vinna í stöðvavinnunni sem á að gera í tölvum. Þegar við vorum búin að því áttum við bara að fara að blogga. En hér kemur smá fróðleikur um frumur. Frumum er skipt í tvær aðal tegundir sem eru Dýrafrumur og Plöntufrumur. Dýrafrumur eru frumur í dýrum og manneskjum. Í frumum eru frumulíffæri sem eru til dæmis kjarni (sem er eins og heili), kjarnakorn, safabóla og hvatberi svo eitthvað sé nefnt. Í plöntufrumum eru öll þessi líffæri, nema safabólan er mikð stærri og það er eitt annað í þeim sem er ekki í dýrafrumunni og það eru grænukornin (blaðgræna) sem ljóstillífa. En  ljóstillífun er nauðsynleg fyrir allt líf á jörðinni. Ljóstillífun er þegar grænukornin „anda“ að sér koldíoxi (CO²) og frá sér súrefni (O²). Hvatberarnir sjá svo um að brenna orkunni (glúkósa) sem þú færð. Frymisnet og ríbósom eru svo frumulíffærin sem sjá um að búa til prótein. Kjarninn er svo eins og heilinn í frumunni og inní honum er kjarnakorn og litningar (erfðarefni). Utan um frumuna er svo frumuhimna sem er eins og svokallaðar dyr inní frumuna. Hún sér til að réttu efnin komist inn en að bakteríur og eitthvað svoleiðis komist ekki inn í frumuna.

 

image Heimild

Á fimmtudeginum fórum við aftur yfir hugtakakortið okkar og bættum aðeins inná það. Svo reyndi Gyða að festa nokkrar formúlur inní hausinn á okkur og teiknaði upp frumur fyrir okkur og útskýrði betur hvert hlutverk allra frumulíffæranna. Svo lásum við bloggið hjá nokkrum krökkum og skoðuðum fleiri fréttir :)