Laufey Helga
:)

29. September til 2. Október.

Á mánudaginn fórum við í frumualías, sem var mjög gaman. Þá var Gyða búin að skrifa fullt af hugtökum sem tengdust frumulíffræði og klippti þá svo niður. Gyða skipti okkur í þrjá hópa og ég var í hóp með Axel, Viktor og Guðna. Okkur gekk rosa vel. Þetta er mjög góð aðferð til að muna hugtökin og þetta er líka mjög gaman. Við áttum að lýsa orðum eins og ljóstillífun, súrefni, glúkósi og margt fleira.

Á miðvikudaginn byrjuðum við á því að taka stutta könnun um kaflann. Það tók alveg eina kennslustund. En svo í seinni tímanum áttum við að læra á smásjá. Við áttum að búa til þrjú sýni. Fyrsta sýnið átti að vera ljósritaður bókstafur með vatni. Annað sýnið átti að vera bókstafur úr gömlu tímariti með vatni. Við áttum að skoða muninn sem var alveg frekar mikill.  Þegar við vorum búin að skoða þetta mjög vel áttum við að skoða hár. Það gekk ekki alveg jafn vel. En það var samt rosalega gaman. Við náðum samt alveg ágætlega að skoða hárið. Við vorum að læra á þetta því að við ætlum að skoða nautasæði einhverntímann og þá er gott að kunna á smásjánna.

Á fimmtudaginn féll niður tíminn vegna kennaraþings.

Fréttir:

MAVEN.

Eldgos

Myndir