Laufey Helga
:)

6. Október til 10. Október.

Á mánudaginn  byrjuðum við á að fara yfir prófið sem við tókum í seinustu viku. Prófið var um kaflann sem við erum búin að vera í núna síðustu vikur. Prófið var um dýra frumur og plöntu frumur, öll líffærin í þeim og hlutverk líffæranna. Við máttum nota hugtakakort sem kom sér mjög vel, þar sem við vorum búin að glósa hjá okkur mikilvægustu hlutina. Bekknum gekk mjög vel í þessu prófi. Þegar við vorum búin að fara vel yfir prófið skoðuðum við nokkrar fréttir og lærðum betur að tengja linka og setja myndir inn á bloggið okkar. Svo sagði Gyða okkur hvað við værum að fara að gera í næsta tíma. Í llok tímans áttum við svo að gera sjálfsmat um hvernig okkur gekk í hlekknum.

á miðvikudaginn fórum við aftur í smásjárskoðun. En í þetta skiptið vorum við að skoða millimetrapappír, þunna himnu af lauk og nauta sæði. Við skoðuðum fyrst millimetrapappírinn og við áttum að skoða hann í mismunandi stækkunum. Mér gekk frekar vel með hann. Ég sá hann skýrt í þremur stækkunum. Fyrst sá ég hann mjög greinilega og nokkrar rúður. Í næstu stellingu sá ég bara nokkrar rúður og í stærstu stillingunni sá ég bara einhver strik. Þegar við vorum búin að skoða pappírinn vel fórum við að  skera lauk fyrir lauksýnið okkar. Þá skárum við mjög þunna himnu af venjulegum lauk. Svo settum við bláan fljótandi lit ofan á laukhimnuna pg skoðuðum það í smásjánni. Þar vorum við að skoða plöntufrumur. Mér gekk ekki alveg jafn vel með laukinn. Ég sá lögunina á frumunum í tvennum stillingum en ekkert meira. Svo þegar við vorum búin að skoða laukinn fórum við að skoða sæði úr nauti. Það gekk mjög illa. Við rétt sáum eina stillingu á smásjánni. Við höldum að það hafi verið eitthvað að sæðinu því að það sá enginn neitt, sem við leituðum að. Á meðan við vorum að vinna í þessu vorum við líka að skrifa skýrslu um smásjárvinnuna. Við byrjuðum í þessum tíma bara á niðurstöðunum.

Á fimtudaginn kláruðum við svo að skrifa skýrsluna. Við fengum gott tækifæri til að læra að skrifa góða skýrslu þessum tíma. Þarna lærðum við grunnþættins að góðri skýrslu sem eru: inngangur, framkvæmd og niðurstöður. Við eigum eftir að gera fleiri svona skýrslur, svo að þessi var mjög góður undirbúiningur.

Fréttir:

Bjuggu til lífveru með gervikjarnasýru.

Fleiri börn missa bæði foreldri sín vegna ebólu.