Laufey Helga
:)

13. október til 17. október.

Á mánudaginn fengum við nýtt hugtakakort og glærur um efnafræði. Gyða byrjaði á því að kynna aðeins fyrir okkur hvað við ætluðum að gera í þessum hlekk og fór svo yfir glærurnar. Í hlekknum munum við læra mikið um lotukerfið. Í glærunum fórum við yfir nokkur hugtök eins og til dæmis:

 • Hreint efni. Hreint efni er efni sem hefur verið hreinsað og hefur ákveðin sérkenni. (Alveg hreint efni, ekki blandað neinu öðru).
 • Efnablanda. Blanda af tvemur eða fleiri hreinum efnum.
 • Efnasamband. Efnasamband eru tvö eða fleiri frumefni saman. T.d. H²O (vatn).
 • Frumefnni. Frumefni er efni  sem ekki er hægt að sundra.
 • Hamur efnis. Sýnir í hvaða formi efnið er. (fast efni (s), flótandi efni (l) og (g)  sem er gas).
 • Bræðslumark. Sýnir við hvaða hitastig efni bráðna.
 • Suðumark. Sýnir við hvaða hitastig efnið gufar upp.

Svo í lokin á tímanum skoðuðum við fréttir og hlustuðum á lag með öllum frumefnunum sem var búið að finna þegar það var samið.

Á miðvikudaginn fengum við hefti sem við áttum að lesa og svara spurningum. Við vorum að læra á:

 • Lotukerfið: Tafla sem sýnir öll frumefnin og hvernig þau raðast eftir sætistölu.
 • Sætistölu: Sætistala frumeindar sýnir hversu margar róteindir eru í kjarna frumeindarinnar.
 • Róteindir: Eru með jákvæða hleðslu í kjarna frumeindar.
 • Rafeindir: Eru með neikvæða hleðslu og hreyfast umhverfis kjarnann.

Við lásum mikið um þessi hugtök og lærðum mikið. Það sem var mikið fjallað um var að það eru jafn margar róteindir og rafeindir í einu frumefni. Eins og t.d. vetni (H) er með eina róteind í kjarna og þess vegna er ein rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Í sumum frumefnum eru nokkur rafeindahvolf. Rafefnahvolf er svæði þar sem eitthvað ex margar rafeindir komast fyrir á. Á fyrsta rafeindahvolfi komast bara tvær rafeindir fyrir en á öðru og þriðja rafeindahvolfi komast átta rafeindir fyrir. Rafeindirnar á  ysta hvolfinu eru kallaðar gildisrafeindir. Í lotukerfinu eru efinin sett í lotur eftir því hversu mörg rafeindahvolf þau eru með. Í fyrstu lotu eru efnin með eitt  hvolf, í annarri lotu eru tvö hvolf o.s.frv. Í heftinu voru svo spurningar um þetta. Við áttum t.d. að svara því að ef að sætistala frumeindar væri átta hversu margar eru róteindirnar í kjarnanum (svar: átta) eða  finna efni í einhverri lotu og einhverjum flokki. Svo í lokin skoðuðum við blogg og fréttir.

Á fimmtudaginn fórum við svo að vinna með eðlismassa. Þá fengum við allskonar dót, eins og vog, bikarglas, mæliglas, steina og fullt annað. Það sem við áttum að gera var að setja vatn í glas með einhverskonar rennu út, svo að vatnið fari úr glasinu þegar hlutir eru settir ofan í það. Við byrjuðum á  því að fylla það glas af vatni og settum stein ofan í glasið. Þá rann vatnið úr glasinu sem samsvarar massa steinsins. Við notuðum lögmál Arkimedesar til að finna massann. Við settum steininn þrisvar sinnum ofan í vatnið og svo í mæliglas til að finna hversu stór steinninn væri í rúmsentimetrum (cm³), við fundum svo meðaltalið í cm³. Eftir það mældum hann svo með vog til að finna þyngd hans í grömmum. Við fundum líka meðaltalið úr þrem mælingum. Svo fundum við eðlismassa steinsins. Við náðum samt ekki að klára tilraunina svo að við fáum smá tíma á mánudaginn til að klára.

Fréttir:

Fundu nýtt frumefni

Myndir af Holuhrauni

Heimildir:

Glærurnar og verkefna hefti frá Gyðu.

Mbl.is

Vísir.is

Nams.is