Laufey Helga
:)

20. Október til 23. Október 2014.

Á mánudaginn skoðuðum við blogg og kláruðum tilraunina með eðlismassann frá því í seinustu viku. Við vorum að reikna eðlismassa steins en þá fundum við rúmmál og þyngd í grömmum (massi) og fundum eðlismassa steinsins sem er massi deilt í rúmmál. Við horfðum líka á myndbönd þar sem frumefnin í fyrsta flokk voru sett í vatn og sprengdu upp ílát in sem þau voru sett í. Við,fengum líka glósur sem við fórum yfir.

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu um efnafræði. Við gátum valið um fullt af stöðvum og ég fór á fjórar stöðvar. Á fyrstu stöðinni áttum við að laga te, bæði heitt og og kalt og bera þau svo saman og skrifa um það sem við sáum. Svo fórum við að gera krossglímu með hugtökum úr hlekknum og notuðum til dæmis:

  • Fumefni.
  • Sætistala.
  • Rafeind.
  • Róteind.
  •  Nifteind

Og margt fleira. Svo fórum við líka í svona mólikúl. Þá vorum við að púsla saman efnum, eins og vatni til dæmis og margt fleira. Svo í lokin svöruðum við spurningu um efnafræði.

Á fimmtudaginn fengum við blað með 18 frumefnum og við áttum að merkja inn á það rafeindir, róteindir og nifteindir. Róteindir eru með jákvæða hleðslu (p+) og eru inní kjarnanum. Rafeindir eru með neikvæða hleðslu (e-) og er á sveimi utan um kjarnann. Nifteindir (n0) eru ekki með neina hleðslu en eru líka inní kjarnanum. Rafeindir og róteindir eru alltaf jafn margar og sætistala efnisins segir til um fjölda þeirra. Allar róteindirnar eru á sama stað eða allar inní kjarnanum en róteindirnar skiptast ýmist niður á eitt, tvö eða þrjú hvolf. Á fyrsta rafeinda hvolfi komast bara tvær rafeindir fyrir en á næstu tveim komast átta rafeindir fyrir. Ef að efni er með sætistöluna fimm þá eru fimm róteindir í kjarnanum og fimm rafeindir umhverfis kjarnann, tvær á fyrsta hvolfi og þrjár á öðru hvolfi. Massatalan segir svo til um fjölda nifteinda. Ef að massatalan  væri 11 og sætistalan fimm þá mínusaru bara þessar tvær tölur og útkoman er fjöldi nifteindanna. (Sem væri í þessu tilfelli sex). Þá fara sex nifteindir ásamt fimm róteindum inní kjarnann. Svona fundum við út fjölda raf-, rót- og nifteinda fjölda í átján efnunum.

Vetni.Heimild. Þetta er mynd af frumefninu vetni. Það er með sætistöluna einn og er þess vegna með eina róteind í kjarna og eina rafeind á sveimi  utan um kjarnann.

Frétt.