Laufey Helga
:)

3. Nóvember- 7. Nóvember 2014.

Á mánudaginn var vetrafrí og þess vegna misstum við af náttúrufræði.

á miðvikudaginn horfðum við á mynd sem heitir lotukerfið og unnum verkefni úr myndinni eins og t.d. Hver fann uppá fyrsta lotukerfinu og um frumefni og jónir og samsætur og margt margt fleira. Við fórum líka í hengimann í lokin og hjálpuöu,st að við að svara öllum spurningunum.

Á fimmtudeginum gerðum við margt skemmtilegt eins og að horfa á myndbönd af the slow mo guys og prufuðum að fara í keppni inná kahoot.com en þá var Gyða búin að búa til spurningar um kaflann og hún stjórnaði keppninni í tölvu en við áttm að svara með iPad. Spurningin og svarmöguleikarnir birtust í tölvunni en við áttum að svara í iPadnum.

Fréttir

Settu myndavél í fljótandi vatnskúlu

60 skjálftar.

27. Október til 31. Október.

Á mánudaginn fórum við yfir glærupakka tvö og byrjuðum að læra um samsætur og jónir. Mér finnst það svolíið flókið en þetta er allt að koma :) svo fórum við yfir frumefna blaðið sem við fengum í síðustu viku. Svo í lokin skoðuðum við blogg og fréttir.

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu og við drógum í hópa  og ég var með Helgu Margréti. Við byrjuðum á stöð 3 sem var tölvustöð en þá fórum við í leik um atóm og eitthvað mikið fleira. Við fórum á fimm tölvustöðvar í viðbót en þar áttum við að taka sjálfspróf í efnafræði. Við tókum próf um róteindir, rafeindir og nifteindir og annað um jónir og samsætur og líka margt annað um efnafræði. Við fórum svo á stöð þar sem við settum matarsóda ofan í blöðru og edik í mæliglas og svo blöðruna á glasið og hristum matarsódann ofaní glasið með edikinu og þá bles blaðran upp sjálf. Þegar matarsódinn fór ofan í edikið myndaðist koldíox en það gerist þegar sýra (edik ) og basi fara saman.

Á fimmtudeginum við horfðum á mynd, spjölluðum saman og skoðuðum blogg. Svo í lokin fórum við í hengimann.