Laufey Helga
:)

10. Nóvember til 14. Nóvember.

Á mánudaginn fengum við ipad og vorum í nearpod. Við vorum að skoða glærur um tóbak og efnin sem eru í tóbaki. Meðal efnanna sem eru í sígarettum er nikótín sem hefur mjög skaðleg áhrif á bæði heila og lungu og bara flest alla starfsemi líkamans. Svo eru um 4000 efnasambönd í tóbaksreyk og að minnsta kosti eru 40 af þeim efnum krabbameinsvaldandi. Við lærðum svo líka um neftóbak og munntóbak og áhrifin sem neftóbak í munni hafa á fólk. Það er sérstaklega krabbameinsvaldandi og svo getur kjálkinn bara eyðilagst það mikið að það þarf að fjarlægja hann. Hér er mynd af afleiðingum notkunar neftóbaks í vör.

(Mynd)

Á miðvikudaginn fengum við svo að eima sígarettu. En við fengum að gera það til að sjá hversu ógeðslegt það er að reykja og líka til að sjá efnin og hamskiptin og allt það. En hér kemur mynd af uppsetningu allra tækjanna.

image(Mynd)

Þetta er uppstening tækjanna sem við notuðum í eimingunni.

Glasið sem er uppi í vinstra horninu er tilraunaglas með sígarettunni og fyrir neðan það eru tveir sprittbrennarar og á tilraunaglasinu er tappi með einu gati þar sem beygt gler-rör sem leiðir ofan í annað tilraunaglas sem er ofan í klakavatni. Úr tappanum á því er svo rörið sem er líka í fyrra glasinu og líka slanga sem leiðir ofan í  mæliglasið sem er á hvolfi með vatni ofaní. Við byrjuðum svo tilraunina á því að kveikja í sprittbrennurunum sem kveiktu á sígarettunni. Þá fór reykurinn úr sígarettunni og í glasið sem var í klakavatninu og megnið af reyknum þéttist þar en sá reykur sem þéttist ekki fór í gegnum slönguna sem leiðir reykinn ofan í glasið sem er er á hvolfi og þegar loft (sem er reykurinn) fer ofan í vatn sem er í glasi með vatni á hvolfi, þá fer vatnið í glasinu ú glasinu og þá verður reykurinn eftir þar. Tilgangur tilraunarinnar var sá að finna efnin í sígarettunni og læra það hvað það er ógeðslegt að reykja. Svo í lokin áttum við að þefa ofan í öllum glösunum og lyktin var ógeðsleg. Ég var með Helgu Margréti og Guðna í hóp.

Á fimmtudeginum var ekki náttúrufræði vegna skólaþings :)

Gott að vita um tóbak.